Mataræðið skilar manni langt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2014 11:00 „Ég lenti í því fyrst að fá álagsmeiðsl, fór í smá vítahring á nokkrum mánuðum og leitaði þá til næringarfræðings,“ segir hún. Fréttablaðið/Valli Ragna Ingólfsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari og atvinnumaður í badminton, er að næra sig þegar ég hringi í hana. Þó ég hafi samviskubit yfir að spilla matfriðnum bið ég hana að segja mér í örfáum orðum frá erindi sínu: Breytt mataræði – sem leið til árangurs í íþróttum, sem hún heldur á málþingi Náttúrulækningafélagsins í kvöld á Hotel Natura. Get heldur ekki stillt mig um að spyrja hvað hún sé að borða. „Ég er með grænmetissalat,“ upplýsir hún glaðlega. „Þegar ég byrjaði að æfa sem atvinnumaður borðaði ég yfir höfuð hollt, en ef maður er að æfa mikið verður maður að vera með nánast fullkomið mataræði svo að líkaminn vinni rétt, maður haldi sér frá meiðslum og sé alltaf 100% tilbúinn á æfingar. Ég lenti því í því fyrst að fá álagsmeiðsli, fór í smá vítahring á nokkrum mánuðum og leitaði þá til næringarfræðings.“ Hverjar voru helstu breytingarnar sem þú gerðir? „Ég fór að borða mest lífrænt, mikið af grænmeti og ávöxtum, engar unnar kjötvörur, ekkert hvítt hveiti, engan hvítan sykur. Borða trefjaríkt fæði, fisk og ekki mikið kjöt. Tók þetta mjög alvarlega í eitt ár, slakaði svo kannski aðeins á, fann jafnvægið og hvað hentaði mér. En ég get sagt að upp frá þessu hafi ég borðað hollt og tel það hafa hjálpað mér mikið á ferlinum.“ Ragna vakti athygli fyrir framgöngu sína á Ólympíuleikunum í London. Litlu mátti muna að hún gæti ekki tekið þátt því ári fyrir leikana sleit hún krossband og var ráðlagt að gangast undir skurðaðgerð og leggja Ólympíudrauminn á hilluna. Því hafnaði hún og náði markmiðum sínum. „Ég fór ekki í aðgerð heldur ákvað að styrkja bara vöðvana og spila með spelku. Svo var margt sem hafði áhrif eins og andleg líðan og styrktaræfingar. Þá skiptir miklu máli að næra sig þannig að manni líði vel og geti æft rétt. Þannig að mataræðið skilar manni langt.“ Málþingið á Hótel Natura hefst klukkan 19.30 í kvöld.Aðrir frummælendur eru:Axel Sigurðsson hjartalæknir kallar erindi sitt Má varast hjarta- og æðasjúkdóma með mataræði?Sif Garðarsdóttir, heilsumarkþjálfi frá IIN, fjallar um Réttu leiðina.Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur, fjallar um Mátt skynseminnar í matarvaliFundarstjóri máþingsins verður Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari og atvinnumaður í badminton, er að næra sig þegar ég hringi í hana. Þó ég hafi samviskubit yfir að spilla matfriðnum bið ég hana að segja mér í örfáum orðum frá erindi sínu: Breytt mataræði – sem leið til árangurs í íþróttum, sem hún heldur á málþingi Náttúrulækningafélagsins í kvöld á Hotel Natura. Get heldur ekki stillt mig um að spyrja hvað hún sé að borða. „Ég er með grænmetissalat,“ upplýsir hún glaðlega. „Þegar ég byrjaði að æfa sem atvinnumaður borðaði ég yfir höfuð hollt, en ef maður er að æfa mikið verður maður að vera með nánast fullkomið mataræði svo að líkaminn vinni rétt, maður haldi sér frá meiðslum og sé alltaf 100% tilbúinn á æfingar. Ég lenti því í því fyrst að fá álagsmeiðsli, fór í smá vítahring á nokkrum mánuðum og leitaði þá til næringarfræðings.“ Hverjar voru helstu breytingarnar sem þú gerðir? „Ég fór að borða mest lífrænt, mikið af grænmeti og ávöxtum, engar unnar kjötvörur, ekkert hvítt hveiti, engan hvítan sykur. Borða trefjaríkt fæði, fisk og ekki mikið kjöt. Tók þetta mjög alvarlega í eitt ár, slakaði svo kannski aðeins á, fann jafnvægið og hvað hentaði mér. En ég get sagt að upp frá þessu hafi ég borðað hollt og tel það hafa hjálpað mér mikið á ferlinum.“ Ragna vakti athygli fyrir framgöngu sína á Ólympíuleikunum í London. Litlu mátti muna að hún gæti ekki tekið þátt því ári fyrir leikana sleit hún krossband og var ráðlagt að gangast undir skurðaðgerð og leggja Ólympíudrauminn á hilluna. Því hafnaði hún og náði markmiðum sínum. „Ég fór ekki í aðgerð heldur ákvað að styrkja bara vöðvana og spila með spelku. Svo var margt sem hafði áhrif eins og andleg líðan og styrktaræfingar. Þá skiptir miklu máli að næra sig þannig að manni líði vel og geti æft rétt. Þannig að mataræðið skilar manni langt.“ Málþingið á Hótel Natura hefst klukkan 19.30 í kvöld.Aðrir frummælendur eru:Axel Sigurðsson hjartalæknir kallar erindi sitt Má varast hjarta- og æðasjúkdóma með mataræði?Sif Garðarsdóttir, heilsumarkþjálfi frá IIN, fjallar um Réttu leiðina.Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur, fjallar um Mátt skynseminnar í matarvaliFundarstjóri máþingsins verður Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira