Sterk viðbrögð við íslenska landslaginu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2014 13:00 "Hér getur fólk gengið að myndunum mínum vísum á ákveðnum stað, alltaf,“ segir Tolli í nýja galleríinu á Laugavegi 19 sem kona hans, Gunný Ísis, rekur. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég tel þetta einn heitasta reitinn á Laugaveginum og er mjög hamingjusamur með það,“ segir myndlistarmaðurinn Þorlákur Kristinsson, betur þekktur sem Tolli, sem opnar gallerí á Laugavegi 19 í dag, ásamt konunni sinni. „Þetta er rosalega fallegt rými sem ég er með og í skemmtilegu nágrenni við kaffihús og bókabúðir. Fyrir mig er þetta stórkostlegt tækifæri til að vera með myndirnar mínar sýnilegar,“ segir Tolli kampakátur og kveðst munu nota hvern fermetra sem best. Tolli er með vinnustofu sína í Laugarnesinu en segir fólk almennt ekki vaða inn á vinnustofur til listamanna og skoða verkin þeirra. Því þyki það ókurteisi. „Fólk kvartar yfir því hvað aðgengi að listamönnum er lítið. En hér getur það gengið að mínum myndum vísum á ákveðnum stað, alltaf.“ Myndirnar í galleríinu verða bæði til sýnis og sölu, að sögn Tolla. „Nú get ég viðrað myndirnar áður en þær seljast. Auðvitað gengur leikurinn út á að selja, en stór hluti ánægjunnar við að vinna við listmálun er að geta sýnt myndirnar og átt eitthvert stefnumót við fólk yfir þeim. Hingað til hefur verið tilviljunum háð hvort fólk hefur getað séð verk eftir mig í galleríum.“ Tolli líkir því við að vera kominn í alþjóðlegt umhverfi að opna í miðborginni. „Laugavegurinn er fullur af ferðamönnum. Mér finnst það ferlega gaman. Ég fæ svo sterk viðbrögð við íslenska landslaginu í myndunum mínum hjá þeim sem eru gestkomandi.“ Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég tel þetta einn heitasta reitinn á Laugaveginum og er mjög hamingjusamur með það,“ segir myndlistarmaðurinn Þorlákur Kristinsson, betur þekktur sem Tolli, sem opnar gallerí á Laugavegi 19 í dag, ásamt konunni sinni. „Þetta er rosalega fallegt rými sem ég er með og í skemmtilegu nágrenni við kaffihús og bókabúðir. Fyrir mig er þetta stórkostlegt tækifæri til að vera með myndirnar mínar sýnilegar,“ segir Tolli kampakátur og kveðst munu nota hvern fermetra sem best. Tolli er með vinnustofu sína í Laugarnesinu en segir fólk almennt ekki vaða inn á vinnustofur til listamanna og skoða verkin þeirra. Því þyki það ókurteisi. „Fólk kvartar yfir því hvað aðgengi að listamönnum er lítið. En hér getur það gengið að mínum myndum vísum á ákveðnum stað, alltaf.“ Myndirnar í galleríinu verða bæði til sýnis og sölu, að sögn Tolla. „Nú get ég viðrað myndirnar áður en þær seljast. Auðvitað gengur leikurinn út á að selja, en stór hluti ánægjunnar við að vinna við listmálun er að geta sýnt myndirnar og átt eitthvert stefnumót við fólk yfir þeim. Hingað til hefur verið tilviljunum háð hvort fólk hefur getað séð verk eftir mig í galleríum.“ Tolli líkir því við að vera kominn í alþjóðlegt umhverfi að opna í miðborginni. „Laugavegurinn er fullur af ferðamönnum. Mér finnst það ferlega gaman. Ég fæ svo sterk viðbrögð við íslenska landslaginu í myndunum mínum hjá þeim sem eru gestkomandi.“
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira