Feginn að hafa ekki farið í Val Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2014 07:00 Snorri Steinn segist eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og hann er því feginn að hafa hafnað tilboði Valsmanna síðasta sumar. fréttablaðið/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson er að klára sitt ellefta tímabil sem atvinnumaður í handbolta en þessi 32 ára leikstjórnandi heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. Þá gengur hann í raðir Sélestat í Frakklandi. Snorri Steinn segist í samtali við Fréttablaðið þó hafa næstum því gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, Val, um það leyti sem Ólafur Stefánsson tók við liðinu. Hann ákvað þó að halda kyrru fyrir í smábænum Gudme á Fjóni í Danmörku þar sem hann leikur með GOG. „Ég talaði heillengi við Valsmenn á sínum tíma og var mjög nálægt því að fara til þeirra,“ segir Snorri Steinn, en þrálátur orðrómur var á kreiki á sínum tíma þess efnis að Valsmenn ætluðu sér að fá hann heim til Íslands, rétt eins og félagið gerði með Ólaf Stefánsson. „Það heillaði mig að taka þátt í þessu verkefni með þeim Óla og Ragga [Ragnari Óskarssyni, aðstoðarþjálfara]. En ég er feginn að ég gerði það ekki. Mér finnst ég eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og ég hefði séð eftir því að fá ekki að prófa eitthvað nýtt eins og að fara í frönsku deildina.“Með annað augað á Ríó Snorri Steinn gerði tveggja ára samning við Sélestat, þó svo að forráðamenn franska liðsins hafi viljað gera þriggja ára samning. Hann vildi þó ekki svo langa skuldbindingu. „Þetta er nýtt fyrir alla í fjölskyldunni – ekki bara mig. Aðstæður geta verið svo fljótar að breytast – hvort sem það snertir heilsufarið eða eitthvað annað. Mér fannst því fínt að byrja á tveimur árum,“ segir Snorri sem hefur einnig augastað á næstu Ólympíuleikum í Ríó árið 2016. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að maður sjálfur eða liðið komist þangað en þetta er gulrót fyrir mann. Ég tek svo stöðuna eftir það og sé til hvað tekur við hjá mér.“ Forráðamenn Sélestat vildu stokka upp í liðinu, eins og Snorri Steinn lýsir því, og hafa því samið við nokkra nýja leikmenn. „Það er kominn sænskur markvörður og leikmaður frá Króatíu. En Sélestat er ekki ríkasta liðið í deildinni. Ég vona því að þeir haldi sig innan síns ramma svo ég fái launin mín,“ segir hann í léttum dúr.Verður vonandi vítamínssprauta Sífellt fleiri handboltamenn í fremstu röð á heimsvísu, íslenskir meðtaldir, hafa samið við frönsk lið síðustu ár. Franska landsliðið hefur verið eitt það allra besta síðustu ár og nú virðast frönsk deildarlið ætla að styrkja sig mikið á næstu árum. „Frakkarnir njóta góðs af því að spænska deildin er ekki eins og hún var. Svo hefur velgengni landsliðsins hjálpað til og allt vindur þetta upp á sig,“ segir Snorri Steinn sem hlakkar mjög til þess að söðla um. „Það var draumurinn að klára ferilinn á Spáni en það var ekki í boði. En mér líst engu að síður mjög vel á – þetta verður eins og þegar ég fór til Grosswallstadt [árið 2003]. Þá var maður mállaus og allt nýtt í kringum mann. Ég vona að þetta verði góð vítamínssprauta fyrir mig.“ Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson er að klára sitt ellefta tímabil sem atvinnumaður í handbolta en þessi 32 ára leikstjórnandi heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. Þá gengur hann í raðir Sélestat í Frakklandi. Snorri Steinn segist í samtali við Fréttablaðið þó hafa næstum því gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, Val, um það leyti sem Ólafur Stefánsson tók við liðinu. Hann ákvað þó að halda kyrru fyrir í smábænum Gudme á Fjóni í Danmörku þar sem hann leikur með GOG. „Ég talaði heillengi við Valsmenn á sínum tíma og var mjög nálægt því að fara til þeirra,“ segir Snorri Steinn, en þrálátur orðrómur var á kreiki á sínum tíma þess efnis að Valsmenn ætluðu sér að fá hann heim til Íslands, rétt eins og félagið gerði með Ólaf Stefánsson. „Það heillaði mig að taka þátt í þessu verkefni með þeim Óla og Ragga [Ragnari Óskarssyni, aðstoðarþjálfara]. En ég er feginn að ég gerði það ekki. Mér finnst ég eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og ég hefði séð eftir því að fá ekki að prófa eitthvað nýtt eins og að fara í frönsku deildina.“Með annað augað á Ríó Snorri Steinn gerði tveggja ára samning við Sélestat, þó svo að forráðamenn franska liðsins hafi viljað gera þriggja ára samning. Hann vildi þó ekki svo langa skuldbindingu. „Þetta er nýtt fyrir alla í fjölskyldunni – ekki bara mig. Aðstæður geta verið svo fljótar að breytast – hvort sem það snertir heilsufarið eða eitthvað annað. Mér fannst því fínt að byrja á tveimur árum,“ segir Snorri sem hefur einnig augastað á næstu Ólympíuleikum í Ríó árið 2016. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að maður sjálfur eða liðið komist þangað en þetta er gulrót fyrir mann. Ég tek svo stöðuna eftir það og sé til hvað tekur við hjá mér.“ Forráðamenn Sélestat vildu stokka upp í liðinu, eins og Snorri Steinn lýsir því, og hafa því samið við nokkra nýja leikmenn. „Það er kominn sænskur markvörður og leikmaður frá Króatíu. En Sélestat er ekki ríkasta liðið í deildinni. Ég vona því að þeir haldi sig innan síns ramma svo ég fái launin mín,“ segir hann í léttum dúr.Verður vonandi vítamínssprauta Sífellt fleiri handboltamenn í fremstu röð á heimsvísu, íslenskir meðtaldir, hafa samið við frönsk lið síðustu ár. Franska landsliðið hefur verið eitt það allra besta síðustu ár og nú virðast frönsk deildarlið ætla að styrkja sig mikið á næstu árum. „Frakkarnir njóta góðs af því að spænska deildin er ekki eins og hún var. Svo hefur velgengni landsliðsins hjálpað til og allt vindur þetta upp á sig,“ segir Snorri Steinn sem hlakkar mjög til þess að söðla um. „Það var draumurinn að klára ferilinn á Spáni en það var ekki í boði. En mér líst engu að síður mjög vel á – þetta verður eins og þegar ég fór til Grosswallstadt [árið 2003]. Þá var maður mállaus og allt nýtt í kringum mann. Ég vona að þetta verði góð vítamínssprauta fyrir mig.“
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira