Gengur ekkert í leiklistinni? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2014 06:00 Ég lærði leiklist úti í Danmörku. Fjögur ár af ævi minni fóru í nám sem ég hefði aldrei getað ímyndað að myndi reynast mér svona vel í lífinu. Eftir útskrift hef ég svo sem ekki fengist við mikið sem tengist náminu beint. Ég hef heldur ekki sóst mikið eftir því að vinna í þessum bransa. Iðulega fæ ég spurningar á borð við: „Ert þú alveg búin að gefa leiklistardrauminn upp á bátinn?“ Eða: „Er ekkert að gerast hjá þér í leiklistinni?“ Ég svara nánast án undantekninga að draumurinn deyi aldrei enda lifa draumar að eilífu. Ég vil allavega hugga mig við þá tilhugsun í oft grámyglulegum hversdeginum. En burtséð frá draumum og einhverri óskiljanlegri hugmynd um frægð sem flestir halda að sé eitthvað sem allir leikarar þrá þá gæti svar mitt við þessum spurningum orðið svo langt að ég myndi fljótt þreyta marga. Ég nefnilega lærði svo margt ómetanlegt í leiklistarskóla. Eitthvað sem ég tel að ég hefði aldrei lært ef ég hefði ekki stokkið á þennan draum sem var búinn að fylgja mér síðan ég var lítil. Ég lærði nefnilega að ég væri alveg ágætis persóna þrátt fyrir mína galla. Eða eiginlega vegna þeirra. Mínir gallar væru nefnilega mínir og ég væri ekki ég án þeirra. Það síðasta sem ég ætti að gera væri að afneita þeim og reyna alltaf að vera einhver annar en ég væri. Ég ætti hins vegar að taka þessum göllum fagnandi, sættast við þá og rækta frekar kostina mína. Ég lærði líka margt um mannskepnuna. Hvaða hvatir stjórna henni. Hvernig á að nálgast mismunandi manneskjur eftir því hvaða mann þær hafa að geyma. En fyrst og fremst lærði ég að treysta á sjálfa mig, taka gagnrýni frá öðrum á uppbyggilegan hátt og hætta að reyna að þóknast öðrum í einu og öllu sem ég geri. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það bara helvíti vel af sér vikið. Þannig að jú, það er fullt að gerast hjá mér í leiklistinni. Á hverjum einasta degi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Ég lærði leiklist úti í Danmörku. Fjögur ár af ævi minni fóru í nám sem ég hefði aldrei getað ímyndað að myndi reynast mér svona vel í lífinu. Eftir útskrift hef ég svo sem ekki fengist við mikið sem tengist náminu beint. Ég hef heldur ekki sóst mikið eftir því að vinna í þessum bransa. Iðulega fæ ég spurningar á borð við: „Ert þú alveg búin að gefa leiklistardrauminn upp á bátinn?“ Eða: „Er ekkert að gerast hjá þér í leiklistinni?“ Ég svara nánast án undantekninga að draumurinn deyi aldrei enda lifa draumar að eilífu. Ég vil allavega hugga mig við þá tilhugsun í oft grámyglulegum hversdeginum. En burtséð frá draumum og einhverri óskiljanlegri hugmynd um frægð sem flestir halda að sé eitthvað sem allir leikarar þrá þá gæti svar mitt við þessum spurningum orðið svo langt að ég myndi fljótt þreyta marga. Ég nefnilega lærði svo margt ómetanlegt í leiklistarskóla. Eitthvað sem ég tel að ég hefði aldrei lært ef ég hefði ekki stokkið á þennan draum sem var búinn að fylgja mér síðan ég var lítil. Ég lærði nefnilega að ég væri alveg ágætis persóna þrátt fyrir mína galla. Eða eiginlega vegna þeirra. Mínir gallar væru nefnilega mínir og ég væri ekki ég án þeirra. Það síðasta sem ég ætti að gera væri að afneita þeim og reyna alltaf að vera einhver annar en ég væri. Ég ætti hins vegar að taka þessum göllum fagnandi, sættast við þá og rækta frekar kostina mína. Ég lærði líka margt um mannskepnuna. Hvaða hvatir stjórna henni. Hvernig á að nálgast mismunandi manneskjur eftir því hvaða mann þær hafa að geyma. En fyrst og fremst lærði ég að treysta á sjálfa mig, taka gagnrýni frá öðrum á uppbyggilegan hátt og hætta að reyna að þóknast öðrum í einu og öllu sem ég geri. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það bara helvíti vel af sér vikið. Þannig að jú, það er fullt að gerast hjá mér í leiklistinni. Á hverjum einasta degi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun