Kölluð íslenska hörkutólið á BBC Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. apríl 2014 10:00 Ingibjörg Þórðardóttir segir fullkomnunaráráttu kvenna vera þeim til trafala í starfsframanum. Fréttablaðið/Daníel Ingibjörg Þórðardóttir er einn af ritstjórum fréttavefsíðu BBC og er þar með ábyrg fyrir fréttaöflun og rekstri einnar virtustu fréttasíðu veraldar. Hún ræðir mögulegar ástæður þess að færri konur en karlar eru í stjórnunarstöðum í fjölmiðlum, hvetur konur til þess að harka af sér og „sækja bara um“ og þakkar sterkum kvenfyrirmyndum og femínískum föður fyrir þann árangur sem hún hefur náð. Við hittumst á kaffihúsi og það er stór hópur fólks með myndavélar og önnur tæki á borðinu við hliðina á okkur. „Hvað ætli þau séu að gera, taka upp auglýsingu?“ spyr Ingibjörg og grannskoðar hópinn. Svo skellir hún upp úr og segir forvitnina fylgja því að vera fréttamaður. „Nú er ég bara farin að spyrja fólk í stað þess að velta mér upp úr því og í flestum tilfellum er það ekkert spennandi og ég sé eftir því að hafa spurt.“Eina konan í yfirmannsstöðuIngibjörg hefur búið í Bretlandi í 17 ár. Hún tók mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum þar í landi og hóf störf hjá BBC fljótlega eftir útskrift. Hún byrjaði neðst í stiganum hjá fjölmiðlafyrirtækinu, við grunnvinnslu á fréttum, og er búin að klifra upp stigann hratt og örugglega. Nú starfar hún sem ritstjóri breskrar fréttavefsíðu BBC, stýrir fréttavali og blaðamenn miðilsins starfa undir hennar stjórn. Í deildinni eru sjö yfirmenn og hún er eina konan. „Það eru fleiri konur en karlar sem byrja í neðstu þrepum fjölmiðlanna. Svo detta þær út á leiðinni upp. Því hærra sem farið er upp, því færri konur. Það sem BBC þarf að einbeita sér að, er að komast að því af hverju það gerist. Ef það er af því að konur fara í barneignafrí og á meðan ná karlarnir forskoti með aukinni reynslu, þá þurfum við að taka á því og passa að konur séu ekki verr settar þegar það kemur að því að sækja um yfirmannsstöðu. Svo er ég hrædd um að karlar ráði einfaldlega frekar karla. Þetta er stundum spurning um tengingu en það að ráða þann sem er líkastur þér og þú tengir best við er ekki rétt hugsun. Þannig verður fyrirtækið of einsleitt og sérstaklega í fjölmiðlum. Það er lífsnauðsynlegt fyrir fjölmiðla að hafa breiðan hóp starfsfólks til að skilja mismunandi hópa samfélagsins og koma með nýja vinkla á fréttirnar. Ef karlmenn eru þeir einu sem stjórna fréttamatinu þá segir það sig sjálft hversu einsleitar fréttirnar verða.“visir/daníelHætta fullkomnunaráráttunni Ingibjörg segir vandann einnig liggja hjá konunum sjálfum og þær þurfi að komast yfir fullkomnunaráráttu sína. „Konur eru með minna sjálfstraust, það er bara staðreynd. Við þurfum líka að gera allt 100 prósent til þess að þora að sækja um stöðuhækkun. Svo miklum við þetta mögulega fyrir okkur og höldum að við getum ekki sameinað vinnu og einkalíf ef við erum yfirmenn. Það er bara ekki rétt lengur, í fyrsta lagi hjálpar tæknin til því maður getur unnið að hluta til heima og í öðru lagi þurfa fyrirtækin að skilja að það er ekki tímafjöldinn sem skilgreinir góðan starfsmann, heldur vinnan sem þú leggur fram. Konur verða að komast yfir þennan hugsunarhátt og sækja bara um!“ Ingibjörg segir mikilvægt að konur komi með sína sýn á fréttir en er algjörlega mótfallin því að kalla hörðu málin strákamál. „Við konurnar tökum annan vinkil á hörðu málunum. Ég er alveg sannfærð um að oft sé betra að fá sýn konunnar. Það hefur oft sýnt sig í stríðsfréttamennsku að konur ná betri viðtölum því þær ná að tengjast betur viðmælendum sínum og komast að hjartanu. Auðvitað er þetta alhæfing og örugglega margir karlmenn sem geta gert það eins vel, en ég held þeir séu færri.“ Sveitakona sem gengur í verkin Ingibjörg finnur alveg fyrir því að hún sé í karlaveldi á BBC án þess að það trufli hana sérstaklega. Á ritstjórnarfundum líður henni stundum eins og hún sé í herbergi fullu af górillum sem berja á brjóst sér og reyna að þóknast alfa-górillunni. Á öðrum fundum tala allir í kapp við hvern annan en konurnar halda sér frekar til hlés. Hún segist þó ekki finna fyrir annars konar framkomu frá starfsfélögunum af því að hún sé kona. Hún finnur meira fyrir því að hún er íslensk kona. „Ég er stundum kölluð hörkutól og þá segi ég að það sé af því að ég var í sveit í vestfjörðum allan minn barndóm og þar gengur maður bara í verkin,“ segir Ingibjörg og hlær. „Þetta hefur snúist upp í að verða mín sérstaða, það að ég hafi annan bakgrunn en flestir, því ég get komið með nýja vinkla á fréttirnar. Það tók mig smá tíma að komast á þann stað að finnast ég ekki þurfa að fela ófullkomnu enskuna og að ég þekki ekki menningu og sögu Bretlands eins vel og aðrir. Ég gerði mér bara grein fyrir því að það væri allt í lagi að ég viti ekki allt. Ég veit sumt mjög vel, annað get ég bara gúgglað.“ Sameinar starfsframa og fjölskyldu Ingibjörg er töluvert ólík breskum framakonum í sambærilegri stöðu því hún á tvö börn, en margar breskar konur velja á milli starfsframa og fjölskyldu. „Þetta er vissulega erfiðara í Bretlandi út af dagvistunarmálum og jafnvel þótt börnin séu orðin eldri þá eru þau aldrei ein heima eins og íslensku börnin. Svo skreppur maður ekkert heim úr vinnunni. En þetta gengur upp hjá mér af því að ég og maðurinn minn sinnum þessu jafnt, sem er ekkert sjálfsagt hér úti. En ég er alin upp við það og ég hef áttað mig á því í seinni tíð hvað það er mikilvægt að hafa alist upp við að mamma og allar hinar sterku konurnar í fjölskyldunni unnu alltaf úti, létu aldrei vaða yfir sig og stjórnuðu öllu með harðri hendi. Ekki síður var mikilvægt að alast upp við að foreldrar mínir tóku jafnan þátt í uppeldinu og pabbi gerði ekkert minni kröfur til okkar systranna hvað varðar menntun og starfsval af því að við vorum stelpur. Greyið mamma og pabbi þurfa að súpa af því seyðið núna með okkur systurnar harðákveðnar,“ segir Ingibjörg og hlær en systir hennar hefur tekið fjölmarga Íslendinga í einkaþjálfun og fengið viðurnefnið Ragga nagli enda hörð í horn að taka. „En þetta uppeldi hefur veitt mér ákveðna sérstöðu á breskum vinnumarkaði og því hefur mér alltaf þótt sjálfsagt að sinna starfsframanum en jafnframt eiga börn og fjölskyldulíf.“ Nýta okkur sérstöðuna Skilaboð Ingibjargar til íslenskra fjölmiðlakvenna er að höfða til breiðari hóps með fjölbreyttari viðmælendum og skilaboð hennar til allra íslenskra kvenna er að hika ekki við að koma fram í fjölmiðlum. Hún hefur unnið að verkefnum sem BBC hefur staðið fyrir til að fjölga kvenviðmælendum með til dæmis að byggja upp sérfræðingalista með konum. „Það þarf bara að þjálfa konur til að koma fram í viðtali. Konur eru hræddari, jafnvel hégómagjarnari og til dæmis oft með áhyggjur af útlitinu. Þetta er erfitt í byrjun en það venst og það eina sem skiptir máli er hvað þú ert að segja. Við konur megum ekki gera okkur að fórnarlömbum og halda okkur þar af leiðandi til baka. Við erum bara öðruvísi en karlar að mörgu leiti og það er allt í lagi. Okkar áskorun er að nýta sérstöðuna okkur í vil. Þetta gerist ekki á einum degi eða einum áratugi en við þurfum samt að demba okkur svolítið út í þetta og hafa gaman af því.“visir/daníelFélag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er með fjögurra ára verkefni í gangi til að gera konur meira áberandi í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á greiningu á viðmælendum í ljósvakamiðlum árið 2009-2013. Niðurstaðan var að konur eru eingöngu einn af hverjum þremur viðmælendum. Leiðirnar sem FKA mun fara í átakinu: 1. Að stjórnendur fjölmiðla auki hlut kvenna í stjórnunarstörfum í fjölmiðlum. 2. Að fjölmiðlafólk hafi samband við kvenviðmælendur. FKA hefur búið til kerfi með 300 sérfræðingum sem eru tilbúnir að tala við fjölmiðla. 3. Að konur sýni aukinn áhuga og vilja til að koma fram í fjölmiðlum. FKA mun standa fyrir námskeiðum til að þjálfa konur í atvinnulífi til að verða sýnlegar. Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Ingibjörg Þórðardóttir er einn af ritstjórum fréttavefsíðu BBC og er þar með ábyrg fyrir fréttaöflun og rekstri einnar virtustu fréttasíðu veraldar. Hún ræðir mögulegar ástæður þess að færri konur en karlar eru í stjórnunarstöðum í fjölmiðlum, hvetur konur til þess að harka af sér og „sækja bara um“ og þakkar sterkum kvenfyrirmyndum og femínískum föður fyrir þann árangur sem hún hefur náð. Við hittumst á kaffihúsi og það er stór hópur fólks með myndavélar og önnur tæki á borðinu við hliðina á okkur. „Hvað ætli þau séu að gera, taka upp auglýsingu?“ spyr Ingibjörg og grannskoðar hópinn. Svo skellir hún upp úr og segir forvitnina fylgja því að vera fréttamaður. „Nú er ég bara farin að spyrja fólk í stað þess að velta mér upp úr því og í flestum tilfellum er það ekkert spennandi og ég sé eftir því að hafa spurt.“Eina konan í yfirmannsstöðuIngibjörg hefur búið í Bretlandi í 17 ár. Hún tók mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum þar í landi og hóf störf hjá BBC fljótlega eftir útskrift. Hún byrjaði neðst í stiganum hjá fjölmiðlafyrirtækinu, við grunnvinnslu á fréttum, og er búin að klifra upp stigann hratt og örugglega. Nú starfar hún sem ritstjóri breskrar fréttavefsíðu BBC, stýrir fréttavali og blaðamenn miðilsins starfa undir hennar stjórn. Í deildinni eru sjö yfirmenn og hún er eina konan. „Það eru fleiri konur en karlar sem byrja í neðstu þrepum fjölmiðlanna. Svo detta þær út á leiðinni upp. Því hærra sem farið er upp, því færri konur. Það sem BBC þarf að einbeita sér að, er að komast að því af hverju það gerist. Ef það er af því að konur fara í barneignafrí og á meðan ná karlarnir forskoti með aukinni reynslu, þá þurfum við að taka á því og passa að konur séu ekki verr settar þegar það kemur að því að sækja um yfirmannsstöðu. Svo er ég hrædd um að karlar ráði einfaldlega frekar karla. Þetta er stundum spurning um tengingu en það að ráða þann sem er líkastur þér og þú tengir best við er ekki rétt hugsun. Þannig verður fyrirtækið of einsleitt og sérstaklega í fjölmiðlum. Það er lífsnauðsynlegt fyrir fjölmiðla að hafa breiðan hóp starfsfólks til að skilja mismunandi hópa samfélagsins og koma með nýja vinkla á fréttirnar. Ef karlmenn eru þeir einu sem stjórna fréttamatinu þá segir það sig sjálft hversu einsleitar fréttirnar verða.“visir/daníelHætta fullkomnunaráráttunni Ingibjörg segir vandann einnig liggja hjá konunum sjálfum og þær þurfi að komast yfir fullkomnunaráráttu sína. „Konur eru með minna sjálfstraust, það er bara staðreynd. Við þurfum líka að gera allt 100 prósent til þess að þora að sækja um stöðuhækkun. Svo miklum við þetta mögulega fyrir okkur og höldum að við getum ekki sameinað vinnu og einkalíf ef við erum yfirmenn. Það er bara ekki rétt lengur, í fyrsta lagi hjálpar tæknin til því maður getur unnið að hluta til heima og í öðru lagi þurfa fyrirtækin að skilja að það er ekki tímafjöldinn sem skilgreinir góðan starfsmann, heldur vinnan sem þú leggur fram. Konur verða að komast yfir þennan hugsunarhátt og sækja bara um!“ Ingibjörg segir mikilvægt að konur komi með sína sýn á fréttir en er algjörlega mótfallin því að kalla hörðu málin strákamál. „Við konurnar tökum annan vinkil á hörðu málunum. Ég er alveg sannfærð um að oft sé betra að fá sýn konunnar. Það hefur oft sýnt sig í stríðsfréttamennsku að konur ná betri viðtölum því þær ná að tengjast betur viðmælendum sínum og komast að hjartanu. Auðvitað er þetta alhæfing og örugglega margir karlmenn sem geta gert það eins vel, en ég held þeir séu færri.“ Sveitakona sem gengur í verkin Ingibjörg finnur alveg fyrir því að hún sé í karlaveldi á BBC án þess að það trufli hana sérstaklega. Á ritstjórnarfundum líður henni stundum eins og hún sé í herbergi fullu af górillum sem berja á brjóst sér og reyna að þóknast alfa-górillunni. Á öðrum fundum tala allir í kapp við hvern annan en konurnar halda sér frekar til hlés. Hún segist þó ekki finna fyrir annars konar framkomu frá starfsfélögunum af því að hún sé kona. Hún finnur meira fyrir því að hún er íslensk kona. „Ég er stundum kölluð hörkutól og þá segi ég að það sé af því að ég var í sveit í vestfjörðum allan minn barndóm og þar gengur maður bara í verkin,“ segir Ingibjörg og hlær. „Þetta hefur snúist upp í að verða mín sérstaða, það að ég hafi annan bakgrunn en flestir, því ég get komið með nýja vinkla á fréttirnar. Það tók mig smá tíma að komast á þann stað að finnast ég ekki þurfa að fela ófullkomnu enskuna og að ég þekki ekki menningu og sögu Bretlands eins vel og aðrir. Ég gerði mér bara grein fyrir því að það væri allt í lagi að ég viti ekki allt. Ég veit sumt mjög vel, annað get ég bara gúgglað.“ Sameinar starfsframa og fjölskyldu Ingibjörg er töluvert ólík breskum framakonum í sambærilegri stöðu því hún á tvö börn, en margar breskar konur velja á milli starfsframa og fjölskyldu. „Þetta er vissulega erfiðara í Bretlandi út af dagvistunarmálum og jafnvel þótt börnin séu orðin eldri þá eru þau aldrei ein heima eins og íslensku börnin. Svo skreppur maður ekkert heim úr vinnunni. En þetta gengur upp hjá mér af því að ég og maðurinn minn sinnum þessu jafnt, sem er ekkert sjálfsagt hér úti. En ég er alin upp við það og ég hef áttað mig á því í seinni tíð hvað það er mikilvægt að hafa alist upp við að mamma og allar hinar sterku konurnar í fjölskyldunni unnu alltaf úti, létu aldrei vaða yfir sig og stjórnuðu öllu með harðri hendi. Ekki síður var mikilvægt að alast upp við að foreldrar mínir tóku jafnan þátt í uppeldinu og pabbi gerði ekkert minni kröfur til okkar systranna hvað varðar menntun og starfsval af því að við vorum stelpur. Greyið mamma og pabbi þurfa að súpa af því seyðið núna með okkur systurnar harðákveðnar,“ segir Ingibjörg og hlær en systir hennar hefur tekið fjölmarga Íslendinga í einkaþjálfun og fengið viðurnefnið Ragga nagli enda hörð í horn að taka. „En þetta uppeldi hefur veitt mér ákveðna sérstöðu á breskum vinnumarkaði og því hefur mér alltaf þótt sjálfsagt að sinna starfsframanum en jafnframt eiga börn og fjölskyldulíf.“ Nýta okkur sérstöðuna Skilaboð Ingibjargar til íslenskra fjölmiðlakvenna er að höfða til breiðari hóps með fjölbreyttari viðmælendum og skilaboð hennar til allra íslenskra kvenna er að hika ekki við að koma fram í fjölmiðlum. Hún hefur unnið að verkefnum sem BBC hefur staðið fyrir til að fjölga kvenviðmælendum með til dæmis að byggja upp sérfræðingalista með konum. „Það þarf bara að þjálfa konur til að koma fram í viðtali. Konur eru hræddari, jafnvel hégómagjarnari og til dæmis oft með áhyggjur af útlitinu. Þetta er erfitt í byrjun en það venst og það eina sem skiptir máli er hvað þú ert að segja. Við konur megum ekki gera okkur að fórnarlömbum og halda okkur þar af leiðandi til baka. Við erum bara öðruvísi en karlar að mörgu leiti og það er allt í lagi. Okkar áskorun er að nýta sérstöðuna okkur í vil. Þetta gerist ekki á einum degi eða einum áratugi en við þurfum samt að demba okkur svolítið út í þetta og hafa gaman af því.“visir/daníelFélag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er með fjögurra ára verkefni í gangi til að gera konur meira áberandi í fjölmiðlum. Verkefnið hófst á greiningu á viðmælendum í ljósvakamiðlum árið 2009-2013. Niðurstaðan var að konur eru eingöngu einn af hverjum þremur viðmælendum. Leiðirnar sem FKA mun fara í átakinu: 1. Að stjórnendur fjölmiðla auki hlut kvenna í stjórnunarstörfum í fjölmiðlum. 2. Að fjölmiðlafólk hafi samband við kvenviðmælendur. FKA hefur búið til kerfi með 300 sérfræðingum sem eru tilbúnir að tala við fjölmiðla. 3. Að konur sýni aukinn áhuga og vilja til að koma fram í fjölmiðlum. FKA mun standa fyrir námskeiðum til að þjálfa konur í atvinnulífi til að verða sýnlegar.
Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira