Tólf hljómsveitir leika í hafnfirskum stofum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. apríl 2014 14:30 Kristinn fullyrðir að endurkoma Kátra pilta sé stórviðburður í tónlistarlífinu. Vísir/Valli Þessi hugmynd fæddist reyndar hjá Færeyingum á síðasta ári. Festivalið þeirra í Götu í nóvember, sem þeir kölluðu Heima, er fyrirmyndin að þessu hjá okkur hér í Hafnarfirði,“ segir Kristinn Sæmundsson, forsvarsmaður Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir tónlistarveislu að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl, en þá mun félagið halda tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði. Hugmyndin byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum halda stutta tónleika í tólf heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir rölta á milli húsa og hlusta og njóta. „Okkur langar til að leysa þann heimilislega anda sem ríkir hér suður frá úr læðingi,“ segir Kristinn. Ekki er nóg með að gestir þurfi að rölta milli húsa til að sjá fleiri en eina hljómsveit heldur munu hljómsveitirnar einnig færa sig á milli húsa. Dagskráin stendur frá 20 til 23 og mun hver hljómsveit leika í 45 mínútur á sama stað. Óttast Kristinn ekkert öngþveiti í miðbænum þessa þrjá tíma? „Nei nei, við erum búin að ráða skátana til að vera með umferðarstjórnun og erum að láta framleiða gamaldags skilti sem vísa fólki til vegar,“ útskýrir hann. „Það á því enginn að þurfa að villast í hrauninu í Hafnarfirði nema hann óski þess sjálfur.“ Eftir tónleikana tekur hljómsveitin Kátir piltar við stjórninni og verður slegið upp veislu á Fjörukránni. „Það er stórviðburður,“ fullyrðir Kristinn. „Aðgöngumiði á heimatónleikana gildir líka í Fjörukrána og Gaflaraleikhúsið þar sem verður opinn míkrafónn fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína.“ Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína á Heima í Hafnarfirði eru Fjallabræður, Bjartmar Guðlaugsson, Ylja, Vök og DossBaraDjamm. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum. Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þessi hugmynd fæddist reyndar hjá Færeyingum á síðasta ári. Festivalið þeirra í Götu í nóvember, sem þeir kölluðu Heima, er fyrirmyndin að þessu hjá okkur hér í Hafnarfirði,“ segir Kristinn Sæmundsson, forsvarsmaður Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir tónlistarveislu að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl, en þá mun félagið halda tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði. Hugmyndin byggist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum halda stutta tónleika í tólf heimahúsum miðsvæðis í bænum og hátíðargestirnir rölta á milli húsa og hlusta og njóta. „Okkur langar til að leysa þann heimilislega anda sem ríkir hér suður frá úr læðingi,“ segir Kristinn. Ekki er nóg með að gestir þurfi að rölta milli húsa til að sjá fleiri en eina hljómsveit heldur munu hljómsveitirnar einnig færa sig á milli húsa. Dagskráin stendur frá 20 til 23 og mun hver hljómsveit leika í 45 mínútur á sama stað. Óttast Kristinn ekkert öngþveiti í miðbænum þessa þrjá tíma? „Nei nei, við erum búin að ráða skátana til að vera með umferðarstjórnun og erum að láta framleiða gamaldags skilti sem vísa fólki til vegar,“ útskýrir hann. „Það á því enginn að þurfa að villast í hrauninu í Hafnarfirði nema hann óski þess sjálfur.“ Eftir tónleikana tekur hljómsveitin Kátir piltar við stjórninni og verður slegið upp veislu á Fjörukránni. „Það er stórviðburður,“ fullyrðir Kristinn. „Aðgöngumiði á heimatónleikana gildir líka í Fjörukrána og Gaflaraleikhúsið þar sem verður opinn míkrafónn fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína.“ Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína á Heima í Hafnarfirði eru Fjallabræður, Bjartmar Guðlaugsson, Ylja, Vök og DossBaraDjamm. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum.
Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira