Vil helst að verkin veki sögur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. apríl 2014 13:30 "Það er alltaf eitthvað að gerast, eitthvað sem stangast á í grunninn,“ segir Heimir. Fréttablaðið/Vilhelm Hráslaginn bítur inn að beini þar sem við Heimir Björgúlfsson myndlistarmaður stöndum fyrir utan Týsgallerí og bíðum eftir að opnað verði fyrir okkur. „Þetta er dálítið ólíkt því sem ég á að venjast,“ viðurkennir Heimir sem býr í Los Angeles, „Ég var búinn að gleyma hvað veðurfarið breytist ört hér heima en í gær fékk ég sýnishorn af flestum tegundum.“ Heimir er að opna tvær einkasýningar nú um helgina, í Týsgalleríi og Kunstchlager. Titlarnir eru stórir, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg og Þrjú tonn af sandi í tveimur hlutum. „Maður verður nú að hafa íslenskan brag á þessu. Hvort tveggja er línur úr textum og svo segi ég „það hálfa væri nóg“ í tíma og ótíma, útskýrir listamaðurinn brosandi. Skrá yfir sýningar Heimis er upp á nokkrar blaðsíður og verk hans eru víða. „Ég er alltaf að,“ viðurkennir hann. „Vinnan kemur samt dálítið í törnum þannig að sum tímabil er ég meira upptekinn en önnur og það getur orðið aðeins of mikið. En þetta er það sem ég vil gera og verð þá líka að sinna því. Sel vel? já, en það er upp og niður líka. Þetta er eins og rússíbani.“ Hann kveðst hafa lært í Amsterdam og búið þar eftir námið en farið í vinnustofuferð árið 2005 til Los Angeles. „Ég ætlaði bara að vera í þrjá mánuði en ílengdist, þannig að þar hef ég búið frá 2006 og á þar konu, mexíkansk/ameríska. Hún er ekki með mér núna en hefur komið hingað tvisvar. Við giftum okkur hér á landi.“ Þegar við komum inn í galleríið fer Heimir að taka utan af verkunum sínum. Á sumum þeirra eru framandlegir fuglar. „Þegar ég var krakki ætlaði ég að verða fuglafræðingur. Var dálítið ruglaður með það,“ segir hann og sýnir fleiri myndir. „Ég er alltaf að leita að einhverju í umhverfinu sem vekur forvitni, að það veki sögur – eða möguleika á sögum. Umhverfið er auðvitað alltaf upplifun hvers og eins. Hér kemur svo titilverkið á sýningunni, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg!“ Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hráslaginn bítur inn að beini þar sem við Heimir Björgúlfsson myndlistarmaður stöndum fyrir utan Týsgallerí og bíðum eftir að opnað verði fyrir okkur. „Þetta er dálítið ólíkt því sem ég á að venjast,“ viðurkennir Heimir sem býr í Los Angeles, „Ég var búinn að gleyma hvað veðurfarið breytist ört hér heima en í gær fékk ég sýnishorn af flestum tegundum.“ Heimir er að opna tvær einkasýningar nú um helgina, í Týsgalleríi og Kunstchlager. Titlarnir eru stórir, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg og Þrjú tonn af sandi í tveimur hlutum. „Maður verður nú að hafa íslenskan brag á þessu. Hvort tveggja er línur úr textum og svo segi ég „það hálfa væri nóg“ í tíma og ótíma, útskýrir listamaðurinn brosandi. Skrá yfir sýningar Heimis er upp á nokkrar blaðsíður og verk hans eru víða. „Ég er alltaf að,“ viðurkennir hann. „Vinnan kemur samt dálítið í törnum þannig að sum tímabil er ég meira upptekinn en önnur og það getur orðið aðeins of mikið. En þetta er það sem ég vil gera og verð þá líka að sinna því. Sel vel? já, en það er upp og niður líka. Þetta er eins og rússíbani.“ Hann kveðst hafa lært í Amsterdam og búið þar eftir námið en farið í vinnustofuferð árið 2005 til Los Angeles. „Ég ætlaði bara að vera í þrjá mánuði en ílengdist, þannig að þar hef ég búið frá 2006 og á þar konu, mexíkansk/ameríska. Hún er ekki með mér núna en hefur komið hingað tvisvar. Við giftum okkur hér á landi.“ Þegar við komum inn í galleríið fer Heimir að taka utan af verkunum sínum. Á sumum þeirra eru framandlegir fuglar. „Þegar ég var krakki ætlaði ég að verða fuglafræðingur. Var dálítið ruglaður með það,“ segir hann og sýnir fleiri myndir. „Ég er alltaf að leita að einhverju í umhverfinu sem vekur forvitni, að það veki sögur – eða möguleika á sögum. Umhverfið er auðvitað alltaf upplifun hvers og eins. Hér kemur svo titilverkið á sýningunni, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg!“
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira