Kafaldsbylur, krapi, rokk og ról Snærós Sindradóttir skrifar 22. apríl 2014 07:00 Gunnar Ragnarsson söngvari Grísalappalísu minnti helst á Mick Jagger þegar hann dansaði um sviðið. Í ár þreytti hljómsveitin frumraun sína á Aldrei fór ég suður. VÍSIR/Snærós Kafaldsbylur barði rúður á Ísafirði og í nágrenni um páskahelgina á milli þess sem Pollinn lægði og ský létu undan sólu. Veðrið var haldið öflugri geðsveiflum en gengur og gerist á Íslandi og skipti um ham á hálftíma fresti. Heimamenn og fastir gestir á Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, voru sammála um að aldrei fyrr hefði kyngt öðru eins niður af snjó um páskahelgina. Aldrei fór ég suður skipar fastan sess í menningarlífi landsins og markar upphaf flóru bæjarhátíða ár hvert. Talið er að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist um páskahelgina og er Aldrei fór ég suður fyrir að þakka. Það er töfrum líkast að vera með vin á hægri hönd, Eyrarfjall á þá vinstri og brjóstbirtuna við hjartastað þegar talið er inn í hverja snilldina á fætur annarri.Búgí fyrir þá sem dansaHátíðin í ár var engin undantekning frá fyrri árum. Þétt og fjölbreytt dagskrá var keyrð áfram og lítt þekktir heimamenn þreyttu frumraun sína á sviði til jafns við reyndari stórstjörnur. Heimamaðurinn og pylsusalinn í Bæjarins bestu í Reykjavík, Skúli Þórðarson, opnaði hátíðina í ár með leikkonunni Þórunni Örnu Kristjánsdóttur og búgísveit. Skúli sagði það heiður að opna hátíðina á tíu ára afmælinu og bauðst til þess að standa í sömu sporum að öðrum tíu árum liðnum. Gestir brugðust vel við enda hefur Aldrei fór ég suður alltaf haft þá sérstöðu að vera öllum opin og ókeypis. Það langar alla að halda Aldrei áfram. Maus áttu sögulega endurkomu á hátíðinni í árVÍSIR/snærósÞungarokk, hipp-hopp og graðhestapopp Þakklætið skein úr augum áhorfenda þegar vinsælustu hljómsveitir landsins stigu hver af annarri fram. Páll Óskar Hjálmtýsson fyllti óvænt í skarðið en þrátt fyrir að hafa bæst í hópinn á síðustu stundu vantaði ekki vel straujuð jakkafötin og konfettí-sprengjur þegar tónleikarnir náðu hápunkti sínum. Rokksveitin Maus var með sögulega endurkomu en sveitin lagði hljóðfærin á hilluna árið 2004. Gamlir rokkhundar í áhorfendaskaranum virtust þó ekki hafa gleymt textunum og sungu hástöfum með eins og lög Mausara hefðu verið á topplistum útvarpsstöðvanna í gær. Grísalappalísa, Retro Stefson, þungarokkararnir í Sólstöfum, Hjaltalín, Mammút, Cell 7 og Hermigervill lögðu öll sitt á vogarskálarnar til að Ísfirðingar og gestir gætu dansað líkt og þetta væri síðasta Aldrei fór ég suður hátíðin.„Gúanó, tékki og vín“Skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafa gefið í skyn að Aldrei fór ég suður verði ekki haldin aftur í höllinni á Grænagarði. Hátíðin, sem hófst í sushi-verksmiðju Sindrabergs og var svo færð í fokhelt Edinborgarhúsið, hefur fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið. Nú getur Ísafjarðarbær lagst á bæn og boðið skipuleggjendum allt mögulegt húsnæði til að rokkið haldi áfram. Aldrei fór ég suður hefur gefið Ísafjarðarbæ ótrúlega vigt í menningarlífi Íslands og tryggt bænum stöðugan straum ferðamanna yfir dimmustu mánuðina. Það væru flón sem ekki viðurkenndu að Aldrei fór ég suður hefur gert það að verkum að nú keyrir fólk ekki framhjá Vestfjörðum þegar hringurinn er keyrður. Þess í stað hefur ótrúlegur fjöldi komið vestur í fyrsta sinn og kemur svo aftur og aftur, ástfanginn af Ísafirði, gúanóstelpum og fjallasýninni. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kafaldsbylur barði rúður á Ísafirði og í nágrenni um páskahelgina á milli þess sem Pollinn lægði og ský létu undan sólu. Veðrið var haldið öflugri geðsveiflum en gengur og gerist á Íslandi og skipti um ham á hálftíma fresti. Heimamenn og fastir gestir á Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, voru sammála um að aldrei fyrr hefði kyngt öðru eins niður af snjó um páskahelgina. Aldrei fór ég suður skipar fastan sess í menningarlífi landsins og markar upphaf flóru bæjarhátíða ár hvert. Talið er að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist um páskahelgina og er Aldrei fór ég suður fyrir að þakka. Það er töfrum líkast að vera með vin á hægri hönd, Eyrarfjall á þá vinstri og brjóstbirtuna við hjartastað þegar talið er inn í hverja snilldina á fætur annarri.Búgí fyrir þá sem dansaHátíðin í ár var engin undantekning frá fyrri árum. Þétt og fjölbreytt dagskrá var keyrð áfram og lítt þekktir heimamenn þreyttu frumraun sína á sviði til jafns við reyndari stórstjörnur. Heimamaðurinn og pylsusalinn í Bæjarins bestu í Reykjavík, Skúli Þórðarson, opnaði hátíðina í ár með leikkonunni Þórunni Örnu Kristjánsdóttur og búgísveit. Skúli sagði það heiður að opna hátíðina á tíu ára afmælinu og bauðst til þess að standa í sömu sporum að öðrum tíu árum liðnum. Gestir brugðust vel við enda hefur Aldrei fór ég suður alltaf haft þá sérstöðu að vera öllum opin og ókeypis. Það langar alla að halda Aldrei áfram. Maus áttu sögulega endurkomu á hátíðinni í árVÍSIR/snærósÞungarokk, hipp-hopp og graðhestapopp Þakklætið skein úr augum áhorfenda þegar vinsælustu hljómsveitir landsins stigu hver af annarri fram. Páll Óskar Hjálmtýsson fyllti óvænt í skarðið en þrátt fyrir að hafa bæst í hópinn á síðustu stundu vantaði ekki vel straujuð jakkafötin og konfettí-sprengjur þegar tónleikarnir náðu hápunkti sínum. Rokksveitin Maus var með sögulega endurkomu en sveitin lagði hljóðfærin á hilluna árið 2004. Gamlir rokkhundar í áhorfendaskaranum virtust þó ekki hafa gleymt textunum og sungu hástöfum með eins og lög Mausara hefðu verið á topplistum útvarpsstöðvanna í gær. Grísalappalísa, Retro Stefson, þungarokkararnir í Sólstöfum, Hjaltalín, Mammút, Cell 7 og Hermigervill lögðu öll sitt á vogarskálarnar til að Ísfirðingar og gestir gætu dansað líkt og þetta væri síðasta Aldrei fór ég suður hátíðin.„Gúanó, tékki og vín“Skipuleggjendur hátíðarinnar í ár hafa gefið í skyn að Aldrei fór ég suður verði ekki haldin aftur í höllinni á Grænagarði. Hátíðin, sem hófst í sushi-verksmiðju Sindrabergs og var svo færð í fokhelt Edinborgarhúsið, hefur fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið. Nú getur Ísafjarðarbær lagst á bæn og boðið skipuleggjendum allt mögulegt húsnæði til að rokkið haldi áfram. Aldrei fór ég suður hefur gefið Ísafjarðarbæ ótrúlega vigt í menningarlífi Íslands og tryggt bænum stöðugan straum ferðamanna yfir dimmustu mánuðina. Það væru flón sem ekki viðurkenndu að Aldrei fór ég suður hefur gert það að verkum að nú keyrir fólk ekki framhjá Vestfjörðum þegar hringurinn er keyrður. Þess í stað hefur ótrúlegur fjöldi komið vestur í fyrsta sinn og kemur svo aftur og aftur, ástfanginn af Ísafirði, gúanóstelpum og fjallasýninni.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira