Hetjur og hástökkvarar á Hádegistónleikum Marín Manda skrifar 28. apríl 2014 10:00 Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór. Jóhann Friðgeir Valdimarsson á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í Hörpu. „Ég mun bjóða upp á bæði stuttar og langar ítalskar óperuaríur úr hinum og þessum stykkjum. Tenóraríurnar eru oftast eins konar hetjutenórsaríur þar sem karakterinn er mikil kempa og hástökkið í verkunum er þegar maður fer í háu tónana,“ segir stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem stígur á svið á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Hann hleypur í skarðið fyrir Diddú sem forfallaðist vegna veikinda. „Mér finnst oft miklu auðveldara að syngja þegar ég er í karakter í búningnum í óperu en að koma fram á tónleikum. Í búningnum á sviðinu líður mér einstaklega vel. Þegar ég er úti er ég með svona 10-15 óperur sem ég syng í og stundum þarf maður jafnvel að hlaupa í skarðið þegar einhver veikist svo að ég er vanur að stökkva til með litlum fyrirvara,“ segir hann.Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Manrico í óperunni Il Trovatore eftir Verdi hjá Íslensku óperunni haustið 2012.Mynd/ Gísli Egill HrafnssonJóhann Friðgeir er einn fremsti tenórsöngvari okkar Íslendinga og má búast við glæsilegum og kraftmiklum flutningi á nokkrum af frægustu aríum óperubókmenntanna. Píanóleikari er Antonía Hevesi og verða meðal annars fluttar óperuaríur eftir Verdi og fleiri óperutónskáld. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis eins og að öllum hádegistónleikum Íslensku óperunnar undanfarin misseri. Jóhann Friðgeir hefur nóg fyrir stafni og seinna í sumar mun hann koma fram á tíu ára afmælistónleikum í Eldborg á vegum Íslensku óperunnar ásamt fleiri íslenskum tenórum. Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Jóhann Friðgeir Valdimarsson á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í Hörpu. „Ég mun bjóða upp á bæði stuttar og langar ítalskar óperuaríur úr hinum og þessum stykkjum. Tenóraríurnar eru oftast eins konar hetjutenórsaríur þar sem karakterinn er mikil kempa og hástökkið í verkunum er þegar maður fer í háu tónana,“ segir stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem stígur á svið á hádegistónleikum Íslensku óperunnar í dag. Hann hleypur í skarðið fyrir Diddú sem forfallaðist vegna veikinda. „Mér finnst oft miklu auðveldara að syngja þegar ég er í karakter í búningnum í óperu en að koma fram á tónleikum. Í búningnum á sviðinu líður mér einstaklega vel. Þegar ég er úti er ég með svona 10-15 óperur sem ég syng í og stundum þarf maður jafnvel að hlaupa í skarðið þegar einhver veikist svo að ég er vanur að stökkva til með litlum fyrirvara,“ segir hann.Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Manrico í óperunni Il Trovatore eftir Verdi hjá Íslensku óperunni haustið 2012.Mynd/ Gísli Egill HrafnssonJóhann Friðgeir er einn fremsti tenórsöngvari okkar Íslendinga og má búast við glæsilegum og kraftmiklum flutningi á nokkrum af frægustu aríum óperubókmenntanna. Píanóleikari er Antonía Hevesi og verða meðal annars fluttar óperuaríur eftir Verdi og fleiri óperutónskáld. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis eins og að öllum hádegistónleikum Íslensku óperunnar undanfarin misseri. Jóhann Friðgeir hefur nóg fyrir stafni og seinna í sumar mun hann koma fram á tíu ára afmælistónleikum í Eldborg á vegum Íslensku óperunnar ásamt fleiri íslenskum tenórum.
Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira