Konurnar hrifsuðu toppsætið af Captain America Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. maí 2014 11:30 Konurnar trekkja að. Grínmyndin The Other Woman var frumsýnd hér á landi í gær en hún fjallar um þrjár konur sem allar hafa átt vingott við sama, svikula manninn. Leikkonurnar Cameron Diaz og Leslie Mann eru í aðalhlutverkum ásamt fyrirsætunni Kate Upton. Myndin hefur ekki fengið mikið lof gagnrýnenda en hefur aldeilis trekkt fólk að í kvikmyndahús. Myndin rakaði inn 24,7 milljónum Bandaríkjadala frumsýningarhelgina, tæpum þremur milljörðum króna. Myndin skaust beint í fyrsta sæti listans yfir myndir sem náðu mestri miðasölu þá helgi og náði toppsætinu af ofurhetjumyndinni Captain America: The Winter Soldier, sem hafði haldið því sæti í þrjár vikur í röð. 75 prósent þeirra sem sáu myndina á frumsýningarhelginni voru konur.Á uppleið Nicki vill leika meira.Söngkonan Nicki Minaj fer einnig með lítið hlutverk í myndinni en þetta er hennar fyrsta hlutverk á hvíta tjaldinu. Hún er þó ekki ókunn bíóbransanum því henni bregður fyrir í teiknimyndinni Ice Age: Continental Drift, sem var frumsýnd árið 2012. Nicki segist vilja leika meira og er hvergi nærri hætt. „Ég fer í prufur og ég er að reyna að finna rétta hlutverkið með rétta leikstjóranum og réttu handritshöfundunum. Mig langar að vera hluti af einhverju frá byrjun næst og ég vil að hlutverkið sé sérsniðið fyrir mig,“ segir Nicki í viðtali við MTV New. Hún segist þó ekki vera að leita sér að stóru hlutverki þessa dagana, enda að vinna að nýrri plötu. „Ég er mjög fjölhæf. Stundum langar mig að leika í grínmynd með Will Ferrell og stundum langar mig að leika í mynd í anda Set it Off með öðrum, ungum, þeldökkum leikkonum. Og stundum væri ég til í að leika í X-Men-mynd.“ Auk kvennanna fjögurra fara þeir Nikolaj Coster-Waldau og Taylor Kinney með hlutverk í myndinni. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Grínmyndin The Other Woman var frumsýnd hér á landi í gær en hún fjallar um þrjár konur sem allar hafa átt vingott við sama, svikula manninn. Leikkonurnar Cameron Diaz og Leslie Mann eru í aðalhlutverkum ásamt fyrirsætunni Kate Upton. Myndin hefur ekki fengið mikið lof gagnrýnenda en hefur aldeilis trekkt fólk að í kvikmyndahús. Myndin rakaði inn 24,7 milljónum Bandaríkjadala frumsýningarhelgina, tæpum þremur milljörðum króna. Myndin skaust beint í fyrsta sæti listans yfir myndir sem náðu mestri miðasölu þá helgi og náði toppsætinu af ofurhetjumyndinni Captain America: The Winter Soldier, sem hafði haldið því sæti í þrjár vikur í röð. 75 prósent þeirra sem sáu myndina á frumsýningarhelginni voru konur.Á uppleið Nicki vill leika meira.Söngkonan Nicki Minaj fer einnig með lítið hlutverk í myndinni en þetta er hennar fyrsta hlutverk á hvíta tjaldinu. Hún er þó ekki ókunn bíóbransanum því henni bregður fyrir í teiknimyndinni Ice Age: Continental Drift, sem var frumsýnd árið 2012. Nicki segist vilja leika meira og er hvergi nærri hætt. „Ég fer í prufur og ég er að reyna að finna rétta hlutverkið með rétta leikstjóranum og réttu handritshöfundunum. Mig langar að vera hluti af einhverju frá byrjun næst og ég vil að hlutverkið sé sérsniðið fyrir mig,“ segir Nicki í viðtali við MTV New. Hún segist þó ekki vera að leita sér að stóru hlutverki þessa dagana, enda að vinna að nýrri plötu. „Ég er mjög fjölhæf. Stundum langar mig að leika í grínmynd með Will Ferrell og stundum langar mig að leika í mynd í anda Set it Off með öðrum, ungum, þeldökkum leikkonum. Og stundum væri ég til í að leika í X-Men-mynd.“ Auk kvennanna fjögurra fara þeir Nikolaj Coster-Waldau og Taylor Kinney með hlutverk í myndinni.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira