Með ógleði í sauðburði Snærós Sindradóttir skrifar 3. maí 2014 07:00 Tengdaforeldrar mínir eru bændur í Skagafirði. Það er leiðindavenja hjá fólki að tala um hjón í búskap sem bóndann og konu hans en tengdamóðir mín er engu síðri bóndi en maður hennar. Hún hefur gengið með sex börn, fjögur þeirra samhliða því að reka meðalstórt kúabú með tilheyrandi vinnuhörku. Það var ákveðin opinberun fyrir borgarstúlkuna mig að blandast óvænt í búskap tengdaforeldranna. Ég tek þátt í heimaslátrun og verkun á haustin og virðing mín fyrir matnum sem ég læt ofan í mig, úr frystikistunni, hefur margfaldast. Virðing mín fyrir tengdamóður minni er líka margföld. Bændur fara nefnilega aldrei í frí. Við frestuðum borðhaldi á gamlárskvöld því ein kýrin var að bera og heimilisfólk þurfti að vera til staðar. Og á hverjum morgni rumska ég við tengdafjölskylduna þegar þau halda út í myrkrið að mjólka, sama hvaða dagur er og sama hvernig viðrar. Tengdamóðir mín, og aðrar konur í búskap, eru mér sérstaklega ofarlega í huga núna þegar ég er að ganga með mitt fyrsta barn. Ég fékk minn skammt af ógleði, sem var þó ekkert til að tala um. Ég held ekki út matarboð ef gestirnir eru þaulsetnir án þess að taka smá kríu í myrku horni. Og blessuð grindin leyfir ekki hvaða háskaglennur og voðafettur sem er. Allt þetta hafa konur í búskap, bændur, gengið í gegnum á meðan þær hafa haldið úti búi af miklum myndugleika. Nú er sauðburður að hefjast í sveitum landsins. Konur hafa í gegnum aldirnar tekið þátt af festu enda ekkert annað í boði þegar maður er bóndi. Þú hættir ekki við sauðburð þó að það sé von á barni. Þær hafa haldið sér vakandi í gegnum heilu næturnar í fjárhúsunum. Verið á hækjum sér óhóflega lengi og umgengist illa lyktandi blóð, slím og saur úr skepnunum. Allt þetta án þess að kvarta og án þess að taka sér kríu. Bændur með barni, þið eigið alla mína virðingu. Skuldlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Tengdaforeldrar mínir eru bændur í Skagafirði. Það er leiðindavenja hjá fólki að tala um hjón í búskap sem bóndann og konu hans en tengdamóðir mín er engu síðri bóndi en maður hennar. Hún hefur gengið með sex börn, fjögur þeirra samhliða því að reka meðalstórt kúabú með tilheyrandi vinnuhörku. Það var ákveðin opinberun fyrir borgarstúlkuna mig að blandast óvænt í búskap tengdaforeldranna. Ég tek þátt í heimaslátrun og verkun á haustin og virðing mín fyrir matnum sem ég læt ofan í mig, úr frystikistunni, hefur margfaldast. Virðing mín fyrir tengdamóður minni er líka margföld. Bændur fara nefnilega aldrei í frí. Við frestuðum borðhaldi á gamlárskvöld því ein kýrin var að bera og heimilisfólk þurfti að vera til staðar. Og á hverjum morgni rumska ég við tengdafjölskylduna þegar þau halda út í myrkrið að mjólka, sama hvaða dagur er og sama hvernig viðrar. Tengdamóðir mín, og aðrar konur í búskap, eru mér sérstaklega ofarlega í huga núna þegar ég er að ganga með mitt fyrsta barn. Ég fékk minn skammt af ógleði, sem var þó ekkert til að tala um. Ég held ekki út matarboð ef gestirnir eru þaulsetnir án þess að taka smá kríu í myrku horni. Og blessuð grindin leyfir ekki hvaða háskaglennur og voðafettur sem er. Allt þetta hafa konur í búskap, bændur, gengið í gegnum á meðan þær hafa haldið úti búi af miklum myndugleika. Nú er sauðburður að hefjast í sveitum landsins. Konur hafa í gegnum aldirnar tekið þátt af festu enda ekkert annað í boði þegar maður er bóndi. Þú hættir ekki við sauðburð þó að það sé von á barni. Þær hafa haldið sér vakandi í gegnum heilu næturnar í fjárhúsunum. Verið á hækjum sér óhóflega lengi og umgengist illa lyktandi blóð, slím og saur úr skepnunum. Allt þetta án þess að kvarta og án þess að taka sér kríu. Bændur með barni, þið eigið alla mína virðingu. Skuldlaust.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun