Pólitísk óvissa og veikleiki Þorsteinn Pálsson skrifar 3. maí 2014 07:00 Hatrömmustu andstæðingar frekari evrópskrar samvinnu hafa í vikunni hert gagnrýni sína á ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki afgreitt tillögu utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðunum. Þeir staðhæfa að hikið valdi pólitískri óvissu sem aftur veiki ríkisstjórnina. Á sama tíma hefur Alþingi móttekið áskorun ríflega fimmtíu þúsund kjósenda um að standa við þau gefnu fyrirheit að þjóðin sjálf fái að ákveða hvort viðræðunum verður framhaldið. Í áratugi hefur engin ríkisstjórn staðið andspænis því að svara skriflegum tilmælum jafn fjölmenns og litríks hóps. Þessi formlegu tilmæli eru svo studd af miklum meirihluta þjóðarinnar í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri. Helstu andstæðingar frekari evrópskrar samvinnu krefjast þess að ríkisstjórnin noti sterkan þingmeirihluta til að afgreiða þetta viðamikla mál án tillits til þeirrar gjár sem það hefur myndað milli hennar og þjóðarinnar. Utanríkisráðherra hefur þegar svarað skýrt og ákveðið: Hann vill beita þingmeirihlutanum gegn skoðunum fimmtíu þúsund kjósenda á undirskriftarlistum og áliti tveggja þriðjuhluta kjósenda í skoðanakönnunum. Enginn dregur í efa þingræðislegan rétt hans til þess. Hitt er meiri spurning hversu skynsamlegt það er. Svar formanns utanríkisnefndar Alþingis ber vott um meiri yfirvegun. Öfugt við utanríkisráðherra hefur hann, að svo stöddu, ákveðið að gefa ekki meirihluta kjósenda langt nef. Hann telur með öðrum orðum ekki tímabært að svara lykilspurningunum þremur: hvort, hvenær eða hvernig á að afgreiða tillöguna.Hikið er bót í máli Hér verður ekki reynt að meta hvor þessara tveggja helstu ábyrgðarmanna ríkisstjórnarflokkanna á utanríkismálum hafi gengið fram af meiri einurð. Aftur á móti má færa að því góð og gild rök að formaður utanríkisnefndar hafi sýnt ríkari hyggindi gagnvart þeirri nýju og óvenjulegu stöðu sem upp er komin. Vissulega er það rétt hjá fremstu andstæðingum frekari evrópskrar samvinnu að þetta mál hefur valdið pólitískri óvissu og veikt ríkisstjórnina. Það er staðreynd sem enginn deilir um og ríkisstjórnarflokkarnir gera sér örugglega grein fyrir. Þeir þurfa á hinn bóginn að skilgreina fyrir sjálfum sér hvort það er flutningur tillögunnar eða hikið við að afgreiða hana sem þessu veldur. Það mat ræður þeim úrslitum hvort svarið leysir ríkisstjórnina úr klípunni. Í því ljósi er skiljanlegt að menn vilji íhuga greininguna. Í hina röndina má þó taka undir það sjónarmið að ríkisstjórnin er í eins konar biðstöðu þar til skarið er tekið af. Í raun er þó ekki flókið að svara þessari spurningu hvort orsök þrautanna liggur í tillöguflutningnum eða hikinu. Ekki þarf annað en að horfa á þetta tvennt: Engir tugir þúsunda kjósenda hafa óskað eftir viðræðuslitum. Engar skoðanakannanir benda til að meirihluti þjóðarinnar styðji viðræðuslit. Tillöguflutningurinn fól í sér ásetning um að brjóta gegn skýrum kosningaloforðum um þjóðaratkvæði. Meðan tillagan er ekki samþykkt er það brot ekki fullframið. Hikið sem fram kemur í afstöðu formanns utanríkisnefndar er því fremur fallið til að bæta stöðu ríkisstjórnarinnar. Ákafi utanríkisráðherra veikir hana að sama skapi.Dýpri skýring Engu er líkara en viðbrögð almennings hafi komið báðum stjórnarflokkunum í opna skjöldu. Loforðin voru þó bæði skýr og afdráttarlaus. Vera má að það hafi villt um fyrir forystumönnum stjórnarflokkanna að hörðustu andstæðingar frekari evrópskrar samvinnu hafa í reynd sakað þá um að brjóta gegn ályktunum landsfundar og flokksþings með kosningaloforðinu. Þær ásakanir styðjast bara ekki við sterk rök. Þingflokkum beggja stjórnarflokkanna mátti því vera ljóst að áform um að svíkja kosningaloforðin myndu valda ólgu. En fallast verður á að viðbrögð almennings hafi orðið sterkari og öflugri en nokkurn mann gat grunað. Trúlega þarf því að leita að dýpri skýringu en felst í tilvísun í það eitt að loforð hafi verið svikin. Í aðalatriðum hafa verið tveir skólar um leiðir til að reisa landið við. Önnur er að nota krónuna eins og fyrir hrun. Hin er að innleiða öfluga og gjaldgenga mynt. Augljóst er að margir vildu í byrjun gefa ríkisstjórninni svigrúm til að sýna að fyrri leiðin væri fær. Vonin um að þetta mætti takast hefur á hinn bóginn dvínað. Það hefur einfaldlega ekki tekist að halda henni lifandi gagnvart nægjanlega mörgum. Við þær aðstæður er sá ótti í röðum kjósenda ekki óeðlilegur að það geti beinlínis skaðað hagsmuni landsins að loka hinni leiðinni eins og ríkisstjórnin ætlaði að gera. Þessi beygur gæti skýrt viðbótarþunga undiröldunnar. Það er því skynsamlegt að íhuga stöðuna í víðu pólitísku og efnahagslegu samhengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Hatrömmustu andstæðingar frekari evrópskrar samvinnu hafa í vikunni hert gagnrýni sína á ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki afgreitt tillögu utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðunum. Þeir staðhæfa að hikið valdi pólitískri óvissu sem aftur veiki ríkisstjórnina. Á sama tíma hefur Alþingi móttekið áskorun ríflega fimmtíu þúsund kjósenda um að standa við þau gefnu fyrirheit að þjóðin sjálf fái að ákveða hvort viðræðunum verður framhaldið. Í áratugi hefur engin ríkisstjórn staðið andspænis því að svara skriflegum tilmælum jafn fjölmenns og litríks hóps. Þessi formlegu tilmæli eru svo studd af miklum meirihluta þjóðarinnar í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri. Helstu andstæðingar frekari evrópskrar samvinnu krefjast þess að ríkisstjórnin noti sterkan þingmeirihluta til að afgreiða þetta viðamikla mál án tillits til þeirrar gjár sem það hefur myndað milli hennar og þjóðarinnar. Utanríkisráðherra hefur þegar svarað skýrt og ákveðið: Hann vill beita þingmeirihlutanum gegn skoðunum fimmtíu þúsund kjósenda á undirskriftarlistum og áliti tveggja þriðjuhluta kjósenda í skoðanakönnunum. Enginn dregur í efa þingræðislegan rétt hans til þess. Hitt er meiri spurning hversu skynsamlegt það er. Svar formanns utanríkisnefndar Alþingis ber vott um meiri yfirvegun. Öfugt við utanríkisráðherra hefur hann, að svo stöddu, ákveðið að gefa ekki meirihluta kjósenda langt nef. Hann telur með öðrum orðum ekki tímabært að svara lykilspurningunum þremur: hvort, hvenær eða hvernig á að afgreiða tillöguna.Hikið er bót í máli Hér verður ekki reynt að meta hvor þessara tveggja helstu ábyrgðarmanna ríkisstjórnarflokkanna á utanríkismálum hafi gengið fram af meiri einurð. Aftur á móti má færa að því góð og gild rök að formaður utanríkisnefndar hafi sýnt ríkari hyggindi gagnvart þeirri nýju og óvenjulegu stöðu sem upp er komin. Vissulega er það rétt hjá fremstu andstæðingum frekari evrópskrar samvinnu að þetta mál hefur valdið pólitískri óvissu og veikt ríkisstjórnina. Það er staðreynd sem enginn deilir um og ríkisstjórnarflokkarnir gera sér örugglega grein fyrir. Þeir þurfa á hinn bóginn að skilgreina fyrir sjálfum sér hvort það er flutningur tillögunnar eða hikið við að afgreiða hana sem þessu veldur. Það mat ræður þeim úrslitum hvort svarið leysir ríkisstjórnina úr klípunni. Í því ljósi er skiljanlegt að menn vilji íhuga greininguna. Í hina röndina má þó taka undir það sjónarmið að ríkisstjórnin er í eins konar biðstöðu þar til skarið er tekið af. Í raun er þó ekki flókið að svara þessari spurningu hvort orsök þrautanna liggur í tillöguflutningnum eða hikinu. Ekki þarf annað en að horfa á þetta tvennt: Engir tugir þúsunda kjósenda hafa óskað eftir viðræðuslitum. Engar skoðanakannanir benda til að meirihluti þjóðarinnar styðji viðræðuslit. Tillöguflutningurinn fól í sér ásetning um að brjóta gegn skýrum kosningaloforðum um þjóðaratkvæði. Meðan tillagan er ekki samþykkt er það brot ekki fullframið. Hikið sem fram kemur í afstöðu formanns utanríkisnefndar er því fremur fallið til að bæta stöðu ríkisstjórnarinnar. Ákafi utanríkisráðherra veikir hana að sama skapi.Dýpri skýring Engu er líkara en viðbrögð almennings hafi komið báðum stjórnarflokkunum í opna skjöldu. Loforðin voru þó bæði skýr og afdráttarlaus. Vera má að það hafi villt um fyrir forystumönnum stjórnarflokkanna að hörðustu andstæðingar frekari evrópskrar samvinnu hafa í reynd sakað þá um að brjóta gegn ályktunum landsfundar og flokksþings með kosningaloforðinu. Þær ásakanir styðjast bara ekki við sterk rök. Þingflokkum beggja stjórnarflokkanna mátti því vera ljóst að áform um að svíkja kosningaloforðin myndu valda ólgu. En fallast verður á að viðbrögð almennings hafi orðið sterkari og öflugri en nokkurn mann gat grunað. Trúlega þarf því að leita að dýpri skýringu en felst í tilvísun í það eitt að loforð hafi verið svikin. Í aðalatriðum hafa verið tveir skólar um leiðir til að reisa landið við. Önnur er að nota krónuna eins og fyrir hrun. Hin er að innleiða öfluga og gjaldgenga mynt. Augljóst er að margir vildu í byrjun gefa ríkisstjórninni svigrúm til að sýna að fyrri leiðin væri fær. Vonin um að þetta mætti takast hefur á hinn bóginn dvínað. Það hefur einfaldlega ekki tekist að halda henni lifandi gagnvart nægjanlega mörgum. Við þær aðstæður er sá ótti í röðum kjósenda ekki óeðlilegur að það geti beinlínis skaðað hagsmuni landsins að loka hinni leiðinni eins og ríkisstjórnin ætlaði að gera. Þessi beygur gæti skýrt viðbótarþunga undiröldunnar. Það er því skynsamlegt að íhuga stöðuna í víðu pólitísku og efnahagslegu samhengi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun