Úr höftum án krónu Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2014 07:00 „Enginn saknar blóma sem aldrei urðu til, en garður án blóma laðar ekki að sér fólk,“ segir í nýjasta tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar. Í orðunum er vísað til lymskufullrar skaðsemi gjaldeyrishaftanna. Í nýju Sjónarmiði Viðskiptaráðs Íslands, „Bætt fjárfestingarumhverfi: Lykill að afnámi hafta“, er líka bent á að gjaldeyrishöft séu „stærsta hindrun í vegi efnahagsframfara“ hér á landi og að fórnarkostnaður vegna þeirra nemi „tugum milljarða á ári hverju“. Höftin verða að víkja, um það er engum blöðum að fletta og eitthvað virðist smámjakast í áttina, svo sem með samkomulagi milli gamla Landsbankans og þess nýja um að lengja í lánum. Fórnarkostnaðurinn af þessu öllu saman virðist um leið allmikill. Og að vanda eiga byrðarnar að lenda á herðum almennings. „Það er virkilega raunhæft að við getum ráðið við afborganir okkar en í staðinn þurfum við væntanlega að sætta okkur við lægra raungengi krónunnar,“ sagði Ásdís Kristjánsdóttir, formaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Lækkandi gengi þýðir verri lífskjör, vöruverð hækkar og verðtryggðar skuldir í takt. Þessi þróun er bara í aðdraganda afléttingar. Í umfjöllun Viðskiptaráðs kemur fram að við það að höftum verði létt megi gera ráð fyrir að krónan veikist og verðbólga aukist og ofan á það bætist vaxtapíning Seðlabankans, sem þykist geta haft áhrif á verðbólgu með því að skerða lánakjör í landinu. Verði aðstæður hagfelldar á þetta ástand að verða tímabundið (að minnsta kosti fram að næsta krónusnúningi). Verði aðstæður andsnúnar fer allt til andskotans, líkt og lesa má úr umfjöllun Markaðarins í dag um Sjónarmið Viðskiptaráðs. Í besta falli getur þjóðin því vænst þess að geta, eftir að hafa tekið á sig skerðingu lífskjara, komist í tímabundið jafnvægisástand í skugga óstöðugs gjaldmiðils. Stórkostleg framtíðarsýn það. Ekki alveg peningastefna sem stólandi er á. Mætti þá heldur biðja um að fullreyndar yrðu aðrar leiðir, svo sem með stuðningi Seðlabanka Evrópu í ERM-II-myntsamstarfi áður en hér yrði tekinn upp alvörugjaldmiðill. Með þeirri leið gæti fólk á endanum losnað við eilífar áhyggjur af stöðu smæstu sjálfstæðu myntar í heimi og hvernig henni reiðir af. Þannig hyrfi líka vaxtaálag það sem hér þarf að vera til þess að tryggja alþjóðleg viðskipti með þessa örmynt, áhættuálagið sem smyrst ofan á öll önnur kjör og skerðir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Vitlegast hefði maður talið í þessari stöðu sem þjóðin er í að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og leggja fullbúinn samning í dóm þjóðarinnar, með hverjum þeim kostum og göllum sem þeirri leið eru samfara. Kostirnir við það að fá gjaldgenga og stöðuga mynt hljóta að vega upp einhverja galla. Áframhaldandi samlíf með krónunni ætti alltaf að vera leið B eða C í áætlunum, slíkir eru kostir þess að losna við þann bagga sem þessi gjaldmiðill er og verður áfram á efnahagslífi landsins; örmynt sem sýnt hefur verið fram á að er sjálfstæð uppspretta óstöðugleika og verðbólgu vegna gengissveiflna sinna. Eitthvað verður undan að láta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
„Enginn saknar blóma sem aldrei urðu til, en garður án blóma laðar ekki að sér fólk,“ segir í nýjasta tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar. Í orðunum er vísað til lymskufullrar skaðsemi gjaldeyrishaftanna. Í nýju Sjónarmiði Viðskiptaráðs Íslands, „Bætt fjárfestingarumhverfi: Lykill að afnámi hafta“, er líka bent á að gjaldeyrishöft séu „stærsta hindrun í vegi efnahagsframfara“ hér á landi og að fórnarkostnaður vegna þeirra nemi „tugum milljarða á ári hverju“. Höftin verða að víkja, um það er engum blöðum að fletta og eitthvað virðist smámjakast í áttina, svo sem með samkomulagi milli gamla Landsbankans og þess nýja um að lengja í lánum. Fórnarkostnaðurinn af þessu öllu saman virðist um leið allmikill. Og að vanda eiga byrðarnar að lenda á herðum almennings. „Það er virkilega raunhæft að við getum ráðið við afborganir okkar en í staðinn þurfum við væntanlega að sætta okkur við lægra raungengi krónunnar,“ sagði Ásdís Kristjánsdóttir, formaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Lækkandi gengi þýðir verri lífskjör, vöruverð hækkar og verðtryggðar skuldir í takt. Þessi þróun er bara í aðdraganda afléttingar. Í umfjöllun Viðskiptaráðs kemur fram að við það að höftum verði létt megi gera ráð fyrir að krónan veikist og verðbólga aukist og ofan á það bætist vaxtapíning Seðlabankans, sem þykist geta haft áhrif á verðbólgu með því að skerða lánakjör í landinu. Verði aðstæður hagfelldar á þetta ástand að verða tímabundið (að minnsta kosti fram að næsta krónusnúningi). Verði aðstæður andsnúnar fer allt til andskotans, líkt og lesa má úr umfjöllun Markaðarins í dag um Sjónarmið Viðskiptaráðs. Í besta falli getur þjóðin því vænst þess að geta, eftir að hafa tekið á sig skerðingu lífskjara, komist í tímabundið jafnvægisástand í skugga óstöðugs gjaldmiðils. Stórkostleg framtíðarsýn það. Ekki alveg peningastefna sem stólandi er á. Mætti þá heldur biðja um að fullreyndar yrðu aðrar leiðir, svo sem með stuðningi Seðlabanka Evrópu í ERM-II-myntsamstarfi áður en hér yrði tekinn upp alvörugjaldmiðill. Með þeirri leið gæti fólk á endanum losnað við eilífar áhyggjur af stöðu smæstu sjálfstæðu myntar í heimi og hvernig henni reiðir af. Þannig hyrfi líka vaxtaálag það sem hér þarf að vera til þess að tryggja alþjóðleg viðskipti með þessa örmynt, áhættuálagið sem smyrst ofan á öll önnur kjör og skerðir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Vitlegast hefði maður talið í þessari stöðu sem þjóðin er í að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og leggja fullbúinn samning í dóm þjóðarinnar, með hverjum þeim kostum og göllum sem þeirri leið eru samfara. Kostirnir við það að fá gjaldgenga og stöðuga mynt hljóta að vega upp einhverja galla. Áframhaldandi samlíf með krónunni ætti alltaf að vera leið B eða C í áætlunum, slíkir eru kostir þess að losna við þann bagga sem þessi gjaldmiðill er og verður áfram á efnahagslífi landsins; örmynt sem sýnt hefur verið fram á að er sjálfstæð uppspretta óstöðugleika og verðbólgu vegna gengissveiflna sinna. Eitthvað verður undan að láta.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun