Leikkonan Ellen Page mætti á frumsýningu X-Men: Days of Future Past í New York í smókingjakka með mjótt bindi og vakti mikla athygli fyrir þetta skemmtilega lúkk.
Söngkonan Rita Ora fór í klassískum jakkafötum á næturklúbb í London og leikkonan Ellen Barkin bauð upp á fágað dress í teiti í MOMA, nútímalistasafninu í New York.
Jakkaföt fyrir konur komast alltaf reglulega í tísku og nú virðist vera tíminn til að dressa sig upp í ein slík.


