Humallinn Tumi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2014 07:00 Vorið 2005 lagði ég leið mína ásamt nokkrum íslenskum Fulbright-styrkþegum í bandaríska sendiráðið við Laufásveg. Þangað voru líka mættir bandarískir háskólanemar sem höfðu dvalið við nám á Íslandi á sams konar styrk. Eftir að formlegheitunum var lokið ræddi ég við strák á mínum aldri sem spurði hvert ég væri að fara. Þegar hann heyrði að svarið var Seattle var hann fljótur að hlaða í næstu spurningu: „Finnst þér góður bjór?“ Svar mitt var einfalt, já, en ég vissi samt ekkert um hvað ég var að tala. Thule, Carlsberg, Heineken, Víking, Lager, Faxe, Gull og félagar höfðu allir ratað oftar en einu sinni og oftar en tíu sinnum ofan í pokann minn í Ríkinu árin á undan, enda vissi ég þá ekki af hverju ég var að missa. Var eitthvað miklu betra þarna úti? Kunna ekki bara Belgar að brugga góðan bjór? Síðan ég sneri heim til Íslands haustið 2008 hef ég reynt að selja fjölmörgum þá hugmynd að betri bjór sé vart fundinn en sá sem framleiddur er vestanhafs. Fáir kaupa það. „Iss, Budweiser, Miller og Coors? Þetta er bara piss,“ er ágætis samantekt á viðbrögðum fólks sem veit ekki betur. Líkt og ég vissi ekki betur. Eins og það væri eini bjórinn sem Kaninn drykki. En sem betur fer berst allt gott á endanum til Íslands. Meira að segja bruggun gæðabjórs. Íslensku bjórarnir Einstök Pale Ale, Gæðingur IPA, Úlfur og bróðir hans Úlfur Úlfur að frátöldum sjálfum Tuma humli eru til vitnis um hinn yndislega mjöð Kanans, enda flestir innblásnir af vesturstrandarbjór. Varðandi síðastnefnda bjórinn þá var ekkert lítið sem mér var létt eftir að ég bragðaði hann í fyrsta skipti. Það hefði verið skelfilegt að þurfa að deila nafni með vondum bjór. Tumar og Úlfar þessa lands geta hins vegar verið stoltir af nöfnum sínum í flöskunum sem bragðast svo vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Vorið 2005 lagði ég leið mína ásamt nokkrum íslenskum Fulbright-styrkþegum í bandaríska sendiráðið við Laufásveg. Þangað voru líka mættir bandarískir háskólanemar sem höfðu dvalið við nám á Íslandi á sams konar styrk. Eftir að formlegheitunum var lokið ræddi ég við strák á mínum aldri sem spurði hvert ég væri að fara. Þegar hann heyrði að svarið var Seattle var hann fljótur að hlaða í næstu spurningu: „Finnst þér góður bjór?“ Svar mitt var einfalt, já, en ég vissi samt ekkert um hvað ég var að tala. Thule, Carlsberg, Heineken, Víking, Lager, Faxe, Gull og félagar höfðu allir ratað oftar en einu sinni og oftar en tíu sinnum ofan í pokann minn í Ríkinu árin á undan, enda vissi ég þá ekki af hverju ég var að missa. Var eitthvað miklu betra þarna úti? Kunna ekki bara Belgar að brugga góðan bjór? Síðan ég sneri heim til Íslands haustið 2008 hef ég reynt að selja fjölmörgum þá hugmynd að betri bjór sé vart fundinn en sá sem framleiddur er vestanhafs. Fáir kaupa það. „Iss, Budweiser, Miller og Coors? Þetta er bara piss,“ er ágætis samantekt á viðbrögðum fólks sem veit ekki betur. Líkt og ég vissi ekki betur. Eins og það væri eini bjórinn sem Kaninn drykki. En sem betur fer berst allt gott á endanum til Íslands. Meira að segja bruggun gæðabjórs. Íslensku bjórarnir Einstök Pale Ale, Gæðingur IPA, Úlfur og bróðir hans Úlfur Úlfur að frátöldum sjálfum Tuma humli eru til vitnis um hinn yndislega mjöð Kanans, enda flestir innblásnir af vesturstrandarbjór. Varðandi síðastnefnda bjórinn þá var ekkert lítið sem mér var létt eftir að ég bragðaði hann í fyrsta skipti. Það hefði verið skelfilegt að þurfa að deila nafni með vondum bjór. Tumar og Úlfar þessa lands geta hins vegar verið stoltir af nöfnum sínum í flöskunum sem bragðast svo vel.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun