Lafði Macbeth of grimm á fastandi maga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. maí 2014 10:00 Elín Ósk ásamt Antoniu Hevesi. „Ég er fyrst og fremst óperusöngkona og tækifærin hér heima eru ekkert einstaklega mörg.“ Fréttablaðið/GVA Ég ætla að flytja stórbombur óperubókmenntanna, meðal annars aríur úr Don Carlos og Á valdi örlaganna eftir Verdi,“ segir Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona spurð hvað hún ætli að bjóða tónleikagestum upp á í Hörpu í hádeginu á morgun. „Svo er ég með fræga aríu úr Manon Lescaut eftir Puccini og fleiri aríur í þessum dúr.“ Elín Ósk vakti mikla athygli og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir túlkun sína á Lafði Macbeth í óperunni Macbeth eftir Verdi hjá Íslensku óperunni en hún segist ætla að gefa lafðinni frí á morgun. „Hún er dálítið grimm svona í hádeginu,“ segir hún og hlær. „Allavega á fastandi maga.“ Spurð við hvað hún sé að fást þessa mánuðina segir Elín Ósk að hún sé í fullu starfi sem söngkona, enda hafi hún valið sér það sem lífsstarf og aldrei dottið í hug að draga þá ákvörðun til baka. Hún viðurkennir þó að það geti verið barningur að hafa í sig og á með söngnum en það hafi þó gengið upp hingað til. „Ég nýti hvert tækifæri sem ég fæ í söng. Ég er fyrst og fremst óperusöngkona og tækifærin hér heima eru ekkert einstaklega mörg, sérstaklega ekki þegar maður hefur eins dramatíska rödd og ég. Hins vegar tek ég þátt í fullt af tónleikum, eða skipulegg þá sjálf ef því er að skipta og auk þess hef ég stjórnað Óperukórnum í Hafnarfirði, sem ég stofnaði, í þrettán ár.“ Elín Ósk segist ekki hafa nein niðurnegld verkefni erlendis eins og er, en það sé ýmislegt í deiglunni. „Þegar eitthvað dettur inn, hvort sem er hér heima eða erlendis, þá verður maður bara að vera tilbúinn.“Tónleikarnir á morgun eru í Norðurljósasal Hörpu, hefjast klukkan 12.15 og það er Antonía Hevesi sem leikur undir á píanó. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ég ætla að flytja stórbombur óperubókmenntanna, meðal annars aríur úr Don Carlos og Á valdi örlaganna eftir Verdi,“ segir Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona spurð hvað hún ætli að bjóða tónleikagestum upp á í Hörpu í hádeginu á morgun. „Svo er ég með fræga aríu úr Manon Lescaut eftir Puccini og fleiri aríur í þessum dúr.“ Elín Ósk vakti mikla athygli og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir túlkun sína á Lafði Macbeth í óperunni Macbeth eftir Verdi hjá Íslensku óperunni en hún segist ætla að gefa lafðinni frí á morgun. „Hún er dálítið grimm svona í hádeginu,“ segir hún og hlær. „Allavega á fastandi maga.“ Spurð við hvað hún sé að fást þessa mánuðina segir Elín Ósk að hún sé í fullu starfi sem söngkona, enda hafi hún valið sér það sem lífsstarf og aldrei dottið í hug að draga þá ákvörðun til baka. Hún viðurkennir þó að það geti verið barningur að hafa í sig og á með söngnum en það hafi þó gengið upp hingað til. „Ég nýti hvert tækifæri sem ég fæ í söng. Ég er fyrst og fremst óperusöngkona og tækifærin hér heima eru ekkert einstaklega mörg, sérstaklega ekki þegar maður hefur eins dramatíska rödd og ég. Hins vegar tek ég þátt í fullt af tónleikum, eða skipulegg þá sjálf ef því er að skipta og auk þess hef ég stjórnað Óperukórnum í Hafnarfirði, sem ég stofnaði, í þrettán ár.“ Elín Ósk segist ekki hafa nein niðurnegld verkefni erlendis eins og er, en það sé ýmislegt í deiglunni. „Þegar eitthvað dettur inn, hvort sem er hér heima eða erlendis, þá verður maður bara að vera tilbúinn.“Tónleikarnir á morgun eru í Norðurljósasal Hörpu, hefjast klukkan 12.15 og það er Antonía Hevesi sem leikur undir á píanó.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira