Áhugi á listum vaknaði heima á Hólum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2014 13:00 Þótt brátt komi að því að Guðbjörg hætti á Gerðarsafni sér hún fram á spennandi verkefni. Fréttablaðið/GVA „Ég verð sjötug í ár svo af sjálfu leiðir að ég hætti. Er búin að starfa hér í rúmlega tuttugu ár, frá því safnið var opnað þann 17. apríl 1994,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi, og nefnir þá sérstöðu listasafnsins að það er hið eina á landinu sem kennt við konu. * Guðbjörg er listfræðingur, menntuð í Frakklandi en ólst upp á Hólum í Hjaltadal, dóttir skólastjórahjónanna þar, Kristjáns Karlssonar og Sigrúnar Ingólfsdóttur. Hún segir uppeldið á Hólum líklega ástæðu þess að hún fékk áhuga á listum og listasögu, enda hafi hún fengið þar forsmekkinn að ævistarfinu. „Hin fallega Hóladómkirkja með sínum fögrum munum vakti aðdáun mína og sem barn var ég oft látin fara með gesti í kirkjuna, sýna hana og segja frá hlutunum.“ Kristján Eldjárn, þá þjóðminjavörður, kom stundum að líta eftir kirkjunni á Hólum og í framhaldi af því réð Guðbjörg sig til starfa á Þjóðminjasafninu í eitt ár sem ritari. „Eftir það fór ég til Frakklands, lærði þar listasögu og gerði meistaraprófsritgerð um Íslensku teiknibókina. Svo hef ég unnið við hana meðfram öðrum störfum og hún var gefin út á síðasta ári í tengslum við sýninguna sem sett var upp í tilefni 350 ára afmælis Árna Magnússonar.“ Vert er að rifja upp að fyrir Íslensku teiknibókina fékk Guðbjörg Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 í flokki fræðirita. Afmælissýning var opnuð á laugardaginn í Gerðarsafni í tilefni 20 ára afmælis safnsins. Þar eru listaverk úr safneigninni sem meðal annars hefur byggst upp með höfðinglegum gjöfum að sögn Guðbjargar. Hún nefnir fyrst listaverk Gerðar Helgadóttur sem safnið heitir eftir og hratt tilvist þess af stað. „Gerður var afkastamikill og fjölhæfur listamaður og við sýnum höggmyndir hennar að þessu sinni. Svo eru verk eftir hjónin Barböru Árnason og Magnús Á. Árnason, höggmyndir eftir Magnús og skermar, grafík og veggverk eftir Barböru. Valgerður Briem var annálaður teiknari og við sýnum nokkrar syrpur eftir hana, ein þeirra heitir Heimilið. Hún hannaði líka fallegar leturgerðir.“ Hluta sýningarinnar segir Guðbjörg vera úr listaverkasafni hjónanna Þorvalds Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem Gerðarsafn hefur í vörslu sinni og hefur sýningarrétt á. „Þau hjón söfnuðu meðal annars Kjarval og á sýningunni er eitt merkilegasta verk sem til er á Íslandi eftir hann, það er Lífshlaupið sem hann málaði með svörtum lit á tvo veggi vinnustofu sinnar. Auk þess eru fagrar myndir eftir hann.“ En hvað hyggst Guðbjörg fyrir nú þegar hún sleppir hendinni af safninu. Skrifa meira? „Já, ég á eftir að gefa út enska útgáfu af Íslensku teiknibókinni til að erlendir fræðimenn geti kynnt sér hana. Svo eru greinar sem mig langar að skrifa og ég á líka eftir að grúska meira í henni Barböru Árnason.“ Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég verð sjötug í ár svo af sjálfu leiðir að ég hætti. Er búin að starfa hér í rúmlega tuttugu ár, frá því safnið var opnað þann 17. apríl 1994,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns í Kópavogi, og nefnir þá sérstöðu listasafnsins að það er hið eina á landinu sem kennt við konu. * Guðbjörg er listfræðingur, menntuð í Frakklandi en ólst upp á Hólum í Hjaltadal, dóttir skólastjórahjónanna þar, Kristjáns Karlssonar og Sigrúnar Ingólfsdóttur. Hún segir uppeldið á Hólum líklega ástæðu þess að hún fékk áhuga á listum og listasögu, enda hafi hún fengið þar forsmekkinn að ævistarfinu. „Hin fallega Hóladómkirkja með sínum fögrum munum vakti aðdáun mína og sem barn var ég oft látin fara með gesti í kirkjuna, sýna hana og segja frá hlutunum.“ Kristján Eldjárn, þá þjóðminjavörður, kom stundum að líta eftir kirkjunni á Hólum og í framhaldi af því réð Guðbjörg sig til starfa á Þjóðminjasafninu í eitt ár sem ritari. „Eftir það fór ég til Frakklands, lærði þar listasögu og gerði meistaraprófsritgerð um Íslensku teiknibókina. Svo hef ég unnið við hana meðfram öðrum störfum og hún var gefin út á síðasta ári í tengslum við sýninguna sem sett var upp í tilefni 350 ára afmælis Árna Magnússonar.“ Vert er að rifja upp að fyrir Íslensku teiknibókina fékk Guðbjörg Íslensku bókmenntaverðlaunin 2013 í flokki fræðirita. Afmælissýning var opnuð á laugardaginn í Gerðarsafni í tilefni 20 ára afmælis safnsins. Þar eru listaverk úr safneigninni sem meðal annars hefur byggst upp með höfðinglegum gjöfum að sögn Guðbjargar. Hún nefnir fyrst listaverk Gerðar Helgadóttur sem safnið heitir eftir og hratt tilvist þess af stað. „Gerður var afkastamikill og fjölhæfur listamaður og við sýnum höggmyndir hennar að þessu sinni. Svo eru verk eftir hjónin Barböru Árnason og Magnús Á. Árnason, höggmyndir eftir Magnús og skermar, grafík og veggverk eftir Barböru. Valgerður Briem var annálaður teiknari og við sýnum nokkrar syrpur eftir hana, ein þeirra heitir Heimilið. Hún hannaði líka fallegar leturgerðir.“ Hluta sýningarinnar segir Guðbjörg vera úr listaverkasafni hjónanna Þorvalds Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem Gerðarsafn hefur í vörslu sinni og hefur sýningarrétt á. „Þau hjón söfnuðu meðal annars Kjarval og á sýningunni er eitt merkilegasta verk sem til er á Íslandi eftir hann, það er Lífshlaupið sem hann málaði með svörtum lit á tvo veggi vinnustofu sinnar. Auk þess eru fagrar myndir eftir hann.“ En hvað hyggst Guðbjörg fyrir nú þegar hún sleppir hendinni af safninu. Skrifa meira? „Já, ég á eftir að gefa út enska útgáfu af Íslensku teiknibókinni til að erlendir fræðimenn geti kynnt sér hana. Svo eru greinar sem mig langar að skrifa og ég á líka eftir að grúska meira í henni Barböru Árnason.“
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira