Tökur á Hjartasteini hefjast næsta sumar Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 26. maí 2014 10:30 Guðmundur fer í tökur á Hjartasteini á næsta ári. Vísir/Valli „Prógrömm eins og þessi gefa ungu kvikmyndagerðarfólki meiri möguleika,“ segir leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson. Hann fór á kvikmyndahátíðina í Cannes að kynna handrit kvikmyndar sinnar, Hjartasteins, á vegum Cannes Residence. Guðmundur fékk Cannes Residence í kjölfar verðlauna sem hann hlaut fyrir stuttmynd sína Hvalfjörð í fyrra, ásamt framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni. Cannes Residence býður upp á sex mánaða dvöl í París til að vinna að handritsþróun, hitta leikstjóra og taka þátt í ákveðnum díalóg. „Þau einfalda ferlið og opna dyr. Það að hafa tækifæri til að taka góðan tíma í þróun eins og í gegnum Cannes Residence með aðgangi að fagaðilum er ómetanlegt,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Anton áætla að hefja tökur á Hjartasteini næsta sumar. Myndin segir frá sterku vinasambandi tveggja stráka. Á meðan hinn þrettán ára Þór er að yfirstíga óttann gagnvart stelpum með aðstoð besta vinar síns, Kristjáns, er Kristján að horfast í augu við leyndarmál sem hann vill ekki samþykkja. Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Prógrömm eins og þessi gefa ungu kvikmyndagerðarfólki meiri möguleika,“ segir leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson. Hann fór á kvikmyndahátíðina í Cannes að kynna handrit kvikmyndar sinnar, Hjartasteins, á vegum Cannes Residence. Guðmundur fékk Cannes Residence í kjölfar verðlauna sem hann hlaut fyrir stuttmynd sína Hvalfjörð í fyrra, ásamt framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni. Cannes Residence býður upp á sex mánaða dvöl í París til að vinna að handritsþróun, hitta leikstjóra og taka þátt í ákveðnum díalóg. „Þau einfalda ferlið og opna dyr. Það að hafa tækifæri til að taka góðan tíma í þróun eins og í gegnum Cannes Residence með aðgangi að fagaðilum er ómetanlegt,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Anton áætla að hefja tökur á Hjartasteini næsta sumar. Myndin segir frá sterku vinasambandi tveggja stráka. Á meðan hinn þrettán ára Þór er að yfirstíga óttann gagnvart stelpum með aðstoð besta vinar síns, Kristjáns, er Kristján að horfast í augu við leyndarmál sem hann vill ekki samþykkja.
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira