Safnar fyrir námi með tónleikum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 15:00 Þetta verða klukkutíma langir tónleikar með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá,“ segir Ágústa Dómhildur. Fréttablaðið/GVA „Ég hef fengið inngöngu í undirbúningsdeild Oxford-háskóla,“ segir Mosfellingurinn Ágústa Dómhildur Karlsdóttir sem er á sautjánda ári. „Námið er ekki lánshæft þetta fyrsta ár en kostar milljónir þannig að stofnaður hefur verið menntunarsjóður og mér og mömmu datt í hug að halda söfnunartónleika. Við höfum fengið frábæra listamenn til liðs við okkur.“ Tónleikarnir verða í Grensáskirkju miðvikudagskvöldið 4. júní klukkan 20. Þar koma fram þau Diddú, Egill Ólafsson, Greta Salóme og Jógvan og líka nokkrir kórar, að sögn Ágústu Dómhildar, sem telur upp Samkór Reykjavíkur, Kirkjukór Lágafellskirkju og Tindatríóið. „Svo spila ég sjálf á fiðluna. Þetta verða svona klukkutíma langir tónleikar með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá og það kostar 2.000 krónur inn,“ bætir hún við. Ágústa Dómhildur kveðst hafa stundað fiðlunám í Mosfellsbæ í mörg ár og ætla að halda því áfram úti í Oxford þó aðaláherslan verði lögð á líffræðina. Hún segir undirbúningsnámið alþjóðlegt og flestir nemendur fari úr því yfir í toppháskóla í Oxford eða Cambridge. Meðal þess sem Ágústa Dómhildur hefur afrekað með fiðluna að vopni er að safna rúmlega kvartmilljón fyrir Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Það hefur hún gert með því að spila niðri á Skólavörðustíg á Menningarnótt síðustu ár, nokkrar klukkustundir hverju sinni. Þess má geta að nú hefur Ágústa Dómhildur líka gefið út disk sem verður til sölu á tónleikunum og víðar til ágóða fyrir menntunarsjóðinn. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég hef fengið inngöngu í undirbúningsdeild Oxford-háskóla,“ segir Mosfellingurinn Ágústa Dómhildur Karlsdóttir sem er á sautjánda ári. „Námið er ekki lánshæft þetta fyrsta ár en kostar milljónir þannig að stofnaður hefur verið menntunarsjóður og mér og mömmu datt í hug að halda söfnunartónleika. Við höfum fengið frábæra listamenn til liðs við okkur.“ Tónleikarnir verða í Grensáskirkju miðvikudagskvöldið 4. júní klukkan 20. Þar koma fram þau Diddú, Egill Ólafsson, Greta Salóme og Jógvan og líka nokkrir kórar, að sögn Ágústu Dómhildar, sem telur upp Samkór Reykjavíkur, Kirkjukór Lágafellskirkju og Tindatríóið. „Svo spila ég sjálf á fiðluna. Þetta verða svona klukkutíma langir tónleikar með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá og það kostar 2.000 krónur inn,“ bætir hún við. Ágústa Dómhildur kveðst hafa stundað fiðlunám í Mosfellsbæ í mörg ár og ætla að halda því áfram úti í Oxford þó aðaláherslan verði lögð á líffræðina. Hún segir undirbúningsnámið alþjóðlegt og flestir nemendur fari úr því yfir í toppháskóla í Oxford eða Cambridge. Meðal þess sem Ágústa Dómhildur hefur afrekað með fiðluna að vopni er að safna rúmlega kvartmilljón fyrir Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Það hefur hún gert með því að spila niðri á Skólavörðustíg á Menningarnótt síðustu ár, nokkrar klukkustundir hverju sinni. Þess má geta að nú hefur Ágústa Dómhildur líka gefið út disk sem verður til sölu á tónleikunum og víðar til ágóða fyrir menntunarsjóðinn.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira