Indí-hátíð klassíska geirans Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. júní 2014 13:00 Arngunnur Árnadóttir: "Þetta er tilraun til að fá fólk til að upplifa tónlist á annan hátt og er dálítið áhrifamikið.“ Vísir/Valli Kammertónlistarhátíðin Podium festival fer fram í Reykjavík dagana 5. til 8. júní í Norræna húsinu, Hörpu og á Kexi hosteli. Á hátíðinni er klassísk tónlist, allt frá endurreisnartíma til dagsins í dag, leikin af framúrskarandi ungu tónlistarfólki sem um þessar mundir leggur grunninn að tónlistarferli sínum. Eitt þeirra er Arnþrúður Árnadóttir klarínettuleikari, sem jafnframt er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin hérlendis,“ segir Arngunnur. „Fyrirmyndin er norsk hátíð sem varð til þess að sams konar hátíð var sett upp í Þýskalandi og síðan hér. Stofnendur hátíðarinnar hérlendis voru Þorgerður Edda Hall, sem er framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ingibjörg Friðriksdóttir og Eygló Dóra Davíðsdóttir.“ Tónlistarfólkið kemur að þessu sinni frá Austurríki, Þýskalandi, Noregi og Íslandi og Arngunnur segir að það hafi myndast tengsl á milli listamannanna sem spila á þessum þremur hátíðum og oft komi sama fólkið fram á þeim öllum. „Það er svona smá grasrótarbragur yfir þessu,“ segir hún. „Það má eiginlega segja að þetta sé „indí“ klassíska geirans.“ Hátíðartónskáld Podium í ár er Halldór Smárason en hann er nýútskrifaður frá Manhattan School of Music. Nýtt verk úr smiðju hans verður frumflutt á opnunartónleikum hátíðarinnar í Norræna húsinu á fimmtudaginn klukkan 19.30. „Halldór er mjög virkur og efnilegur,“ segir Arngunnur. „Og heiður að hafa hann með okkur.“ Föstudaginn 6. júní klukkan 19.30 leiðir Podium-hópurinn tónleikagesti inn í niðamyrkur á tónleikunum „Inn í myrkrið“ sem fara fram í neðri kjallara Hörpu, K2. „Norðmennirnir Mathias Halvorsen og Magnus Boye Hansen byrjuðu með þetta konsept, að halda tónleika í myrkri til að skerpa önnur skilningarvit en sjónina,“ útskýrir Arngunnur. „Þetta er tilraun til að fá fólk til að upplifa tónlist á annan hátt og er dálítið áhrifamikið.“ Á tónleikunum „KEX-klassík“, laugardaginn 7. júní, hreiðrar tónlistarhópurinn um sig á Kexi hosteli. Andrúmsloft klassíska tímans verður endurskapað, þar sem tónleikar voru gjarnan í afslöppuðu umhverfi og frjálslegir tónleikagestir hlýddu á tónlist sér til yndisauka með drykk í hendi. Á dagskrá er undurfagur klarínettukvintett Mozarts, rafmagnaður John Adams-strengjakvartett og nýtt verk eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur. Á sunnudag verða lokatónleikar á Norðurbryggju Hörpu þar sem öllum er frjáls ókeypis aðgangur. Upplýsingar um flytjendur og tilhögun hátíðarinnar eru á heimasíðu hátíðarinnar. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Kammertónlistarhátíðin Podium festival fer fram í Reykjavík dagana 5. til 8. júní í Norræna húsinu, Hörpu og á Kexi hosteli. Á hátíðinni er klassísk tónlist, allt frá endurreisnartíma til dagsins í dag, leikin af framúrskarandi ungu tónlistarfólki sem um þessar mundir leggur grunninn að tónlistarferli sínum. Eitt þeirra er Arnþrúður Árnadóttir klarínettuleikari, sem jafnframt er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin hérlendis,“ segir Arngunnur. „Fyrirmyndin er norsk hátíð sem varð til þess að sams konar hátíð var sett upp í Þýskalandi og síðan hér. Stofnendur hátíðarinnar hérlendis voru Þorgerður Edda Hall, sem er framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ingibjörg Friðriksdóttir og Eygló Dóra Davíðsdóttir.“ Tónlistarfólkið kemur að þessu sinni frá Austurríki, Þýskalandi, Noregi og Íslandi og Arngunnur segir að það hafi myndast tengsl á milli listamannanna sem spila á þessum þremur hátíðum og oft komi sama fólkið fram á þeim öllum. „Það er svona smá grasrótarbragur yfir þessu,“ segir hún. „Það má eiginlega segja að þetta sé „indí“ klassíska geirans.“ Hátíðartónskáld Podium í ár er Halldór Smárason en hann er nýútskrifaður frá Manhattan School of Music. Nýtt verk úr smiðju hans verður frumflutt á opnunartónleikum hátíðarinnar í Norræna húsinu á fimmtudaginn klukkan 19.30. „Halldór er mjög virkur og efnilegur,“ segir Arngunnur. „Og heiður að hafa hann með okkur.“ Föstudaginn 6. júní klukkan 19.30 leiðir Podium-hópurinn tónleikagesti inn í niðamyrkur á tónleikunum „Inn í myrkrið“ sem fara fram í neðri kjallara Hörpu, K2. „Norðmennirnir Mathias Halvorsen og Magnus Boye Hansen byrjuðu með þetta konsept, að halda tónleika í myrkri til að skerpa önnur skilningarvit en sjónina,“ útskýrir Arngunnur. „Þetta er tilraun til að fá fólk til að upplifa tónlist á annan hátt og er dálítið áhrifamikið.“ Á tónleikunum „KEX-klassík“, laugardaginn 7. júní, hreiðrar tónlistarhópurinn um sig á Kexi hosteli. Andrúmsloft klassíska tímans verður endurskapað, þar sem tónleikar voru gjarnan í afslöppuðu umhverfi og frjálslegir tónleikagestir hlýddu á tónlist sér til yndisauka með drykk í hendi. Á dagskrá er undurfagur klarínettukvintett Mozarts, rafmagnaður John Adams-strengjakvartett og nýtt verk eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur. Á sunnudag verða lokatónleikar á Norðurbryggju Hörpu þar sem öllum er frjáls ókeypis aðgangur. Upplýsingar um flytjendur og tilhögun hátíðarinnar eru á heimasíðu hátíðarinnar.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira