Kemur til Íslands frá Kína bara til að tjalda Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. júní 2014 10:00 Ernir Skorri Pétursson leggur lögfræðina til hliðar til að slá upp tjöldum fyrir þyrsta útihátíðargesti. mynd/einkasafn „Það er orðin hefð hjá mér að koma til landsins til þess að tjalda fyrir þyrsta útihátíðargesti,“ segir lögfræðingurinn og tjaldarinn Ernir Skorri Pétursson en hann á fyrirtækið Rentatent.is ásamt frænda sínum Arnari Bjartmarz. Ernir Skorri hefur verið búsettur í Kína undanfarin ár þar sem hann stundar nám og vinnu en hann kemur þó á hverju sumri til landsins til þess að setja upp tjöld á vel völdum útihátíðum. „Sumarið kemur ekki hjá mér fyrr en ég hef hent upp nokkrum tjöldum.“ Rentatent.is sérhæfir sig í að leigja út tjöld á stærstu útihátíðum landsins og hefur verið starfrækt síðan sumarið 2012. Fyrirtækið er þó meira en bara tjaldleiga og er markmiðið hjá eigendunum að viðskiptavinir þeirra upplifi sig sem gesti á hóteli án þess þó að sjarminn sem fylgir útilegum fari forgörðum. „Fólk einfaldlega fer á heimasíðuna okkar og velur sér tjald og aukabúnað á borð við dýnur, svefnpoka og kodda. Í kjölfarið mætir viðkomandi áhyggjulaus á útihátíðina og þá erum við búnir að tjalda tjaldinu, blása í dýnuna og búa um. Í lok hátíðar göngum við svo frá öllu og tökum til.“Arnar Bjartmarz á fyrirtækið Rentatent.is.mynd/einkasafnÞeir félagar byrjuðu á Bestu útihátíðinni sumarið 2012 og hafa svo verið að bæta við sig hátíðum og verða á nokkrum hátíðum í sumar. „Við verðum á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík, ATP-tónlistarhátíðinni í Reykjanesbæ og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“ bætir Ernir Skorri við. Hann segir þetta alltaf hafa gengið mjög vel og að eftirspurnin hafi aukist jafnt og þétt. „Við leggjum mikla áherslu á að bæta þjónustuna með hverju árinu og erum til dæmis að útbúa sérstaka stöð til að hlaða farsíma, skoða útfærslu sem mun gera fólki kleift að kæla drykkina sína og svo erum við að bíða eftir leyfi frá Persónuvernd fyrir uppsetningu öryggismyndavéla.“ Hann segir að sú nýjung sem þó eigi eflaust eftir að gleðja hvað mest sé sú að þeir ætli að bjóða upp á frítt kaffi sem sé mikið þarfaþing hjá kúnnum þeirra í morgunsárið. ATP í Keflavík Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Sjá meira
„Það er orðin hefð hjá mér að koma til landsins til þess að tjalda fyrir þyrsta útihátíðargesti,“ segir lögfræðingurinn og tjaldarinn Ernir Skorri Pétursson en hann á fyrirtækið Rentatent.is ásamt frænda sínum Arnari Bjartmarz. Ernir Skorri hefur verið búsettur í Kína undanfarin ár þar sem hann stundar nám og vinnu en hann kemur þó á hverju sumri til landsins til þess að setja upp tjöld á vel völdum útihátíðum. „Sumarið kemur ekki hjá mér fyrr en ég hef hent upp nokkrum tjöldum.“ Rentatent.is sérhæfir sig í að leigja út tjöld á stærstu útihátíðum landsins og hefur verið starfrækt síðan sumarið 2012. Fyrirtækið er þó meira en bara tjaldleiga og er markmiðið hjá eigendunum að viðskiptavinir þeirra upplifi sig sem gesti á hóteli án þess þó að sjarminn sem fylgir útilegum fari forgörðum. „Fólk einfaldlega fer á heimasíðuna okkar og velur sér tjald og aukabúnað á borð við dýnur, svefnpoka og kodda. Í kjölfarið mætir viðkomandi áhyggjulaus á útihátíðina og þá erum við búnir að tjalda tjaldinu, blása í dýnuna og búa um. Í lok hátíðar göngum við svo frá öllu og tökum til.“Arnar Bjartmarz á fyrirtækið Rentatent.is.mynd/einkasafnÞeir félagar byrjuðu á Bestu útihátíðinni sumarið 2012 og hafa svo verið að bæta við sig hátíðum og verða á nokkrum hátíðum í sumar. „Við verðum á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík, ATP-tónlistarhátíðinni í Reykjanesbæ og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“ bætir Ernir Skorri við. Hann segir þetta alltaf hafa gengið mjög vel og að eftirspurnin hafi aukist jafnt og þétt. „Við leggjum mikla áherslu á að bæta þjónustuna með hverju árinu og erum til dæmis að útbúa sérstaka stöð til að hlaða farsíma, skoða útfærslu sem mun gera fólki kleift að kæla drykkina sína og svo erum við að bíða eftir leyfi frá Persónuvernd fyrir uppsetningu öryggismyndavéla.“ Hann segir að sú nýjung sem þó eigi eflaust eftir að gleðja hvað mest sé sú að þeir ætli að bjóða upp á frítt kaffi sem sé mikið þarfaþing hjá kúnnum þeirra í morgunsárið.
ATP í Keflavík Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Sjá meira