Handbolti

Þjóðverjar vilja ráða Alfreð

Hörður Magnússon skrifar
Alfreð er sigursæll.
Alfreð er sigursæll. fréttablaðið/getty
Þýska handknattleikssambandið leitar að nýjum þjálfara en liðið komst ekki á heimsmeistaramótið í Katar. Í gær var Martin Heuberger rekinn sem landsliðsþjálfari.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá vilja Þjóðverjarnir fá Alfreð Gíslason í starfið og myndi hann sinna starfinu samhliða því að halda áfram með Kiel. Óvíst er hvort Kiel vill hleypa Alfreð í það verkefni eða hvort Akureyringurinn hefur á annað borð áhuga á því að þjálfa bæði lið.

Noka Serdarusic, forveri Alfreðs hjá Kiel og þjálfari Aix í Frakklandi, er númer tvö á óskalista Þjóðverja.

Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlín, er númer þrjú á óskalista þýska sambandins samkvæmt okkar heimildum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×