Bjart yfir borginni Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. júní 2014 07:45 Nýafstaðin stjórnarskipti í höfuðborginni og farsæl verkaskipting milli flokka sem kynnt var í byrjun vikunnar eru fagnaðarefni. Fari fram sem horfir verður áframhald á þeim vinnufriði og þeirri skynsemisnálgun á fyrirliggjandi verkefni sem haldist hefur í borgarstjóratíð Jóns Gnarr. Það er ekki út í bláinn sem talað hefur verið um Jón sem einn farsælasta borgarstjóra Reykjavíkur seinni ár. Hann fór fyrir samstarfi Besta flokks og Samfylkingar eftir að mikil ólga hafði einkennt borgarstjórnmálin árin þar á undan. Þá er ánægjulegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert samkomulag við meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um skipan í nefndir og tryggt sér þannig aukafulltrúa í stjórnum Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafna, auk heilbrigðisnefndar borgarinnar. Í hlutarins eðli liggur að verkefni á sveitarstjórnarstigi eru mörg hver þverpólitísk og mikilvægt að sem flestir komi að verkum. Um leið er ekki óeðlilegt að Framsóknarflokkurinn hafi borið skarðan hlut frá borði í skipan í nefndir og ráð borgarinnar. Dagur B. Eggertsson, nýr borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, sagði flokkinn réttilega ekki stjórntækan í ljósi umræðu sem fram hafi farið fyrir kosningar um moskur og innflytjendur. Þá sagði S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, Framsókn hafa farið „yfir ákveðna línu“ og ekki komið til baka. „Boltinn er hjá þeim,“ sagði hann. Fordómadaðri á að mæta af fullri hörku og má því segja að fulltrúar Framsóknar hafi sjálfir séð um að mála sig út í horn í borgarmálunum. Tilfellið er að það eru ekki allar skoðanir jafnréttháar. Sumar eru réttar og aðrar rangar. Þeir hafa rangt fyrir sér sem telja að í krafti einhvers meirihluta sé í lagi að vega að mannréttindum fólks. Réttindin eru lögvarin og bannað að vega að fólki vegna hörundslitar, kynhneigðar eða trúarbragða. Flestir eru sammála um að þannig skuli það vera. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, henti svo boltann loks á lofti í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun. Núna segir hún þá hafa „veðjað á rangan hest“ sem kusu flokkinn út af andstöðu við múslima á Íslandi. Ummæli hennar fyrir kosningar hafi verið látin falla í hálfkæringi og séu ekki hluti af stefnu flokksins, eða kosningamál yfirhöfuð. Þetta hefði mátt koma skýrar fram fyrir kosningar, bæði hjá forsvarsmönnum flokksins í borginni og á landsvísu. Hætt er við að fordómafnykurinn loði við flokkinn enn um sinn eftir atkvæðaveiðar hans í þessum gruggugu vötnum. Í Fréttablaðinu um helgina var rætt við Björn Leví Óskarsson um reynslu hans af því að vera skiptinemi í Indónesíu þar sem hann bjó hjá múslímskri fjölskyldu. Þar fann hann ekki fyrir öfgum og kvað fólk mjög umburðarlynt gagnvart trúarbrögðum annarra. Hér hafi umræðan farið illilega út af sporinu í aðdraganda kosninga. „Ég sé ekki vandamálið sem fólk er að búa til. Vandamálið verður fyrst til þegar við komum fram við aðra af virðingarleysi. Við ættum að vera jákvæðari og fagna fjölbreytileikanum,“ segir Björn Leví. Undir það má taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun
Nýafstaðin stjórnarskipti í höfuðborginni og farsæl verkaskipting milli flokka sem kynnt var í byrjun vikunnar eru fagnaðarefni. Fari fram sem horfir verður áframhald á þeim vinnufriði og þeirri skynsemisnálgun á fyrirliggjandi verkefni sem haldist hefur í borgarstjóratíð Jóns Gnarr. Það er ekki út í bláinn sem talað hefur verið um Jón sem einn farsælasta borgarstjóra Reykjavíkur seinni ár. Hann fór fyrir samstarfi Besta flokks og Samfylkingar eftir að mikil ólga hafði einkennt borgarstjórnmálin árin þar á undan. Þá er ánægjulegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert samkomulag við meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um skipan í nefndir og tryggt sér þannig aukafulltrúa í stjórnum Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafna, auk heilbrigðisnefndar borgarinnar. Í hlutarins eðli liggur að verkefni á sveitarstjórnarstigi eru mörg hver þverpólitísk og mikilvægt að sem flestir komi að verkum. Um leið er ekki óeðlilegt að Framsóknarflokkurinn hafi borið skarðan hlut frá borði í skipan í nefndir og ráð borgarinnar. Dagur B. Eggertsson, nýr borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, sagði flokkinn réttilega ekki stjórntækan í ljósi umræðu sem fram hafi farið fyrir kosningar um moskur og innflytjendur. Þá sagði S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, Framsókn hafa farið „yfir ákveðna línu“ og ekki komið til baka. „Boltinn er hjá þeim,“ sagði hann. Fordómadaðri á að mæta af fullri hörku og má því segja að fulltrúar Framsóknar hafi sjálfir séð um að mála sig út í horn í borgarmálunum. Tilfellið er að það eru ekki allar skoðanir jafnréttháar. Sumar eru réttar og aðrar rangar. Þeir hafa rangt fyrir sér sem telja að í krafti einhvers meirihluta sé í lagi að vega að mannréttindum fólks. Réttindin eru lögvarin og bannað að vega að fólki vegna hörundslitar, kynhneigðar eða trúarbragða. Flestir eru sammála um að þannig skuli það vera. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, henti svo boltann loks á lofti í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun. Núna segir hún þá hafa „veðjað á rangan hest“ sem kusu flokkinn út af andstöðu við múslima á Íslandi. Ummæli hennar fyrir kosningar hafi verið látin falla í hálfkæringi og séu ekki hluti af stefnu flokksins, eða kosningamál yfirhöfuð. Þetta hefði mátt koma skýrar fram fyrir kosningar, bæði hjá forsvarsmönnum flokksins í borginni og á landsvísu. Hætt er við að fordómafnykurinn loði við flokkinn enn um sinn eftir atkvæðaveiðar hans í þessum gruggugu vötnum. Í Fréttablaðinu um helgina var rætt við Björn Leví Óskarsson um reynslu hans af því að vera skiptinemi í Indónesíu þar sem hann bjó hjá múslímskri fjölskyldu. Þar fann hann ekki fyrir öfgum og kvað fólk mjög umburðarlynt gagnvart trúarbrögðum annarra. Hér hafi umræðan farið illilega út af sporinu í aðdraganda kosninga. „Ég sé ekki vandamálið sem fólk er að búa til. Vandamálið verður fyrst til þegar við komum fram við aðra af virðingarleysi. Við ættum að vera jákvæðari og fagna fjölbreytileikanum,“ segir Björn Leví. Undir það má taka.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun