Heillaðist af séríslenskri fornri menningu og hjátrú Marín Manda skrifar 25. júní 2014 10:30 Alda Sigmundsdóttir „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðarsál mismunandi landa og leikið mér að því að sálgreina hin ýmsu samfélög. Þótt hafði ég aldrei sérstakan áhuga á Íslandi til forna fyrr en ég hóf að læra þjóðfræði við Háskóla Íslands og sat þar áfanga með hinu skemmtilega nafni Lúsakambar, hlandkoppar og kynlíf,“ segir Alda Sigmundsdóttir, rithöfundur bókarinnar The Little Book of the Icelanders in the Old Days sem er nýútkomin. „Ég heillaðist gjörsamlega af lífi landa minna á öldum áður og fylltist jafnframt aðdáun á því hvernig þeim tókst að glíma við margvíslega erfiðleika og takast á við svo ótal margt sem er fjarri okkur í dag. Þessir þjóðhættir eiga enn mikið erindi við okkur í dag, enda hafa margir þeirra lagt grunnurinn að okkar séríslensku menningu.“ Fyrsta bók Öldu, The Little Book of the Icelanders, fjallaði á léttan og skemmtilegan hátt um þjóðarsál og þjóðareinkenni Íslendinga. Bókin naut gífurlegra vinsælda og seldist í tugþúsundum eintaka frá árinu 2012. En hvers vegna fór út hún í skriftir á ensku? „Þetta byrjaði allt saman út frá bloggsíðu sem ég var að halda úti sem var orðin ansi vinsæl. Bloggið fjallaði um málefni Íslands á ensku en ég upplifði mikinn áhuga á Íslendingum erlendis frá. Fólk vildi helst fá að vita hvað áhrif hrunið hafði á venjulegt fólk,“ segir Alda sem er vön að skrifa á ensku. Hún ólst upp í Kanada með ensku sem fyrsta mál.Alda Sigmundsdóttir segir bókina vera á léttu nótunum og skemmtilega lesningu fyrir alla.The Little Book of the Icelanders in the Old Days er byggð á heimildum og fjallar um Íslendinga í bændasamfélaginu til forna en bókin er skrifuð í léttum stíl. „Þetta er ekki fræðibók og ég hef reynt að draga fram það fyndna og skrítna í fari landans til forna, en þó með mikilli hlýju og virðingu fyrir þrautseigju fólks og dugnaði við að lifa af í skugga kúgunar, fátæktar, sorgar og annarra erfiðleika.“ Alda segir bókina auðlesanlega fyrir Íslendinga þrátt fyrir að hún sé á ensku og sé ætluð ferðamönnum og öðrum Íslandsvinum. Teikningar í bókinni eru eftir Megan Herbert en Erlingur Páll Ingvarsson sá um útlit og hönnun. Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðarsál mismunandi landa og leikið mér að því að sálgreina hin ýmsu samfélög. Þótt hafði ég aldrei sérstakan áhuga á Íslandi til forna fyrr en ég hóf að læra þjóðfræði við Háskóla Íslands og sat þar áfanga með hinu skemmtilega nafni Lúsakambar, hlandkoppar og kynlíf,“ segir Alda Sigmundsdóttir, rithöfundur bókarinnar The Little Book of the Icelanders in the Old Days sem er nýútkomin. „Ég heillaðist gjörsamlega af lífi landa minna á öldum áður og fylltist jafnframt aðdáun á því hvernig þeim tókst að glíma við margvíslega erfiðleika og takast á við svo ótal margt sem er fjarri okkur í dag. Þessir þjóðhættir eiga enn mikið erindi við okkur í dag, enda hafa margir þeirra lagt grunnurinn að okkar séríslensku menningu.“ Fyrsta bók Öldu, The Little Book of the Icelanders, fjallaði á léttan og skemmtilegan hátt um þjóðarsál og þjóðareinkenni Íslendinga. Bókin naut gífurlegra vinsælda og seldist í tugþúsundum eintaka frá árinu 2012. En hvers vegna fór út hún í skriftir á ensku? „Þetta byrjaði allt saman út frá bloggsíðu sem ég var að halda úti sem var orðin ansi vinsæl. Bloggið fjallaði um málefni Íslands á ensku en ég upplifði mikinn áhuga á Íslendingum erlendis frá. Fólk vildi helst fá að vita hvað áhrif hrunið hafði á venjulegt fólk,“ segir Alda sem er vön að skrifa á ensku. Hún ólst upp í Kanada með ensku sem fyrsta mál.Alda Sigmundsdóttir segir bókina vera á léttu nótunum og skemmtilega lesningu fyrir alla.The Little Book of the Icelanders in the Old Days er byggð á heimildum og fjallar um Íslendinga í bændasamfélaginu til forna en bókin er skrifuð í léttum stíl. „Þetta er ekki fræðibók og ég hef reynt að draga fram það fyndna og skrítna í fari landans til forna, en þó með mikilli hlýju og virðingu fyrir þrautseigju fólks og dugnaði við að lifa af í skugga kúgunar, fátæktar, sorgar og annarra erfiðleika.“ Alda segir bókina auðlesanlega fyrir Íslendinga þrátt fyrir að hún sé á ensku og sé ætluð ferðamönnum og öðrum Íslandsvinum. Teikningar í bókinni eru eftir Megan Herbert en Erlingur Páll Ingvarsson sá um útlit og hönnun. Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum landsins.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira