Þétt dagskrá í fimm vikur í Skálholti Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. júní 2014 11:00 Sænski hópurinn Ensemble Villancico leikur suðuramerískt barokk með dönsurum, sem aldrei hefur heyrst fyrr. Mynd/úr einkasafni „Við byrjum á sunnudaginn með tónleikum Ensemble Villancico sem er sænskur barokkhópur og þau verða með mjög spennandi dagskrá þar sem þau flytja barokktónlist frá Ekvador, sem er mjög óvenjulegt þar sem mest af barokktónlist sem við heyrum er frá Evrópu,“ segir Þorgerður Edda Hall, framkvæmdastýra Sumartónleika í Skálholtskirkju. „Fyrsta vikan einkennist af tónleikum ýmissa norrænna hópa og dagskráin er mun þéttari en hún hefur áður verið.“ Sumartónleikar í Skálholti eru fjörutíu ára í ár og af því tilefni er meira lagt í dagskrána en oft áður, tónleikar oft í viku í fimm vikur. „Lengdin er sú sama og hún hefur verið,“ segir Þorgerður. „En það verða fleiri viðburðir en vanalega. Oftast hafa eingöngu verið tónleikar um helgar en núna verða viðburðir á hverjum einasta degi fyrstu vikuna og hinar vikurnar hefst dagskrá alla fimmtudaga. Við vildum hafa þetta viðameira núna vegna afmælisins og vegna hins norræna samstarfs gátum við fjármagnað það með norrænum styrkjum.“ Mánudaginn 30. júní mun Nordic Affect flytja glænýja tónlist á barokkhljóðfæri, meðal annars verk eftir Maríu Huld Markan, Úlf Hansson og Önnu Þorvaldsdóttur. Skálholtskvartettinn kemur einnig fram þessa fyrstu viku Sumartónleika, með Jaap Schröder í fararbroddi sem leikur nú á Sumartónleikum í 22. skipti. Fimmtudaginn 3. júlí verður svo hátindi vikunnar náð með úrslitakeppni EAR-ly – Third Nordic Young Early Music Competition, en þar koma fram þrír framúrskarandi ungir hópar ungs fólks sem flytur barokktónlist á upprunaleg hljóðfæri. Keppendurnir eru hóparnir Bastard Barock, Ensemble Flautino og Marini-Ollberg duo og koma frá Svíþjóð og Finnlandi. Auk tónleikanna verða dagana 30. júní til 2. júlí opnir masterklassar og fyrirlestrar með virtum barokksérfræðingum eins og Jaap Schröder, Ann Wallström, Johannes Boer, Peter Pontvik og Höllu Steinunni Stefánsdóttur. Eftir opnunarviku hátíðarinnar koma fram Kór og Kammersveit Listaháskóla Íslands, sem flytja fyrirlestur og tónleika tileinkaða Þorkeli Sigurbjörnssyni. Danski hópurinn Music for the Mysteries og Kammerkór Suðurlands flytja nýtt verk eftir danska tónskáldið Hanne Tofte Jespersen, sem byggt er á keltneskri sögu og tvinnar saman tónlist, dans, leiklist og sjónlist. Voces Thules flytur ásamt Lenu Willemark íslenska miðaldatónlist ásamt sænskri þjóðlagatónlist á tónleikum með spunaívafi. Bachsveitin í Skálholti verður á sínum stað með hinn danska Peter Spissky sem leiðara og Elfu Rún Kristinsdóttur og Jóhönnu Halldórsdóttur sem einleikara og -söngvara. Caput flytur tónleika tileinkaða Hafliða Hallgrímssyni. Kammerkórinn Hljómeyki flytur verk eftir staðartónskáld sumarsins, Pál Ragnar Pálsson, en hann hefur samið nýtt verk við Ljóðaljóðin fyrir tilefnið. Sumrinu lýkur á franska barokkhópnum Copro di Strumenti, með Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur í fararbroddi, en þau munu m.a. sýna listir sínar með tónleikunum „Djúkox“, þar sem fiðluleikari hópsins leyfir tónleikagestum að panta lög á fóninn, en hann geymir í erminni fiðlupartítur og -sónötur Bachs, allar með tölu. Auk þess að fagna fjörutíu ára afmælinu verður Helgu Ingólfsdóttur semballeikara minnst með sérstökum minningartónleikum, en í sumar eru fimm ár síðan hún lést. „Ann Wallström, barokkfiðluleikari, sem var fyrsti leiðari Bach-sveitarinnar í Skálholti og er því heimavön, ætlar að spila með Sigurði Halldórssyni og Guðrúnu Óskarsdóttur og allur ágóði af tónleikunum, sem verða tvisvar sinnum á miðvikudag og laugardag í næstu viku, rennur í minningarsjóð Helgu,“ segir Þorgerður. Dagskrána má kynna sér í smáatriðum á vefsíðunni sumartonleikar.is og ættu flestir að geta fundið tónleika við sitt hæfi í þessari viðamiklu dagskrá. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við byrjum á sunnudaginn með tónleikum Ensemble Villancico sem er sænskur barokkhópur og þau verða með mjög spennandi dagskrá þar sem þau flytja barokktónlist frá Ekvador, sem er mjög óvenjulegt þar sem mest af barokktónlist sem við heyrum er frá Evrópu,“ segir Þorgerður Edda Hall, framkvæmdastýra Sumartónleika í Skálholtskirkju. „Fyrsta vikan einkennist af tónleikum ýmissa norrænna hópa og dagskráin er mun þéttari en hún hefur áður verið.“ Sumartónleikar í Skálholti eru fjörutíu ára í ár og af því tilefni er meira lagt í dagskrána en oft áður, tónleikar oft í viku í fimm vikur. „Lengdin er sú sama og hún hefur verið,“ segir Þorgerður. „En það verða fleiri viðburðir en vanalega. Oftast hafa eingöngu verið tónleikar um helgar en núna verða viðburðir á hverjum einasta degi fyrstu vikuna og hinar vikurnar hefst dagskrá alla fimmtudaga. Við vildum hafa þetta viðameira núna vegna afmælisins og vegna hins norræna samstarfs gátum við fjármagnað það með norrænum styrkjum.“ Mánudaginn 30. júní mun Nordic Affect flytja glænýja tónlist á barokkhljóðfæri, meðal annars verk eftir Maríu Huld Markan, Úlf Hansson og Önnu Þorvaldsdóttur. Skálholtskvartettinn kemur einnig fram þessa fyrstu viku Sumartónleika, með Jaap Schröder í fararbroddi sem leikur nú á Sumartónleikum í 22. skipti. Fimmtudaginn 3. júlí verður svo hátindi vikunnar náð með úrslitakeppni EAR-ly – Third Nordic Young Early Music Competition, en þar koma fram þrír framúrskarandi ungir hópar ungs fólks sem flytur barokktónlist á upprunaleg hljóðfæri. Keppendurnir eru hóparnir Bastard Barock, Ensemble Flautino og Marini-Ollberg duo og koma frá Svíþjóð og Finnlandi. Auk tónleikanna verða dagana 30. júní til 2. júlí opnir masterklassar og fyrirlestrar með virtum barokksérfræðingum eins og Jaap Schröder, Ann Wallström, Johannes Boer, Peter Pontvik og Höllu Steinunni Stefánsdóttur. Eftir opnunarviku hátíðarinnar koma fram Kór og Kammersveit Listaháskóla Íslands, sem flytja fyrirlestur og tónleika tileinkaða Þorkeli Sigurbjörnssyni. Danski hópurinn Music for the Mysteries og Kammerkór Suðurlands flytja nýtt verk eftir danska tónskáldið Hanne Tofte Jespersen, sem byggt er á keltneskri sögu og tvinnar saman tónlist, dans, leiklist og sjónlist. Voces Thules flytur ásamt Lenu Willemark íslenska miðaldatónlist ásamt sænskri þjóðlagatónlist á tónleikum með spunaívafi. Bachsveitin í Skálholti verður á sínum stað með hinn danska Peter Spissky sem leiðara og Elfu Rún Kristinsdóttur og Jóhönnu Halldórsdóttur sem einleikara og -söngvara. Caput flytur tónleika tileinkaða Hafliða Hallgrímssyni. Kammerkórinn Hljómeyki flytur verk eftir staðartónskáld sumarsins, Pál Ragnar Pálsson, en hann hefur samið nýtt verk við Ljóðaljóðin fyrir tilefnið. Sumrinu lýkur á franska barokkhópnum Copro di Strumenti, með Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur í fararbroddi, en þau munu m.a. sýna listir sínar með tónleikunum „Djúkox“, þar sem fiðluleikari hópsins leyfir tónleikagestum að panta lög á fóninn, en hann geymir í erminni fiðlupartítur og -sónötur Bachs, allar með tölu. Auk þess að fagna fjörutíu ára afmælinu verður Helgu Ingólfsdóttur semballeikara minnst með sérstökum minningartónleikum, en í sumar eru fimm ár síðan hún lést. „Ann Wallström, barokkfiðluleikari, sem var fyrsti leiðari Bach-sveitarinnar í Skálholti og er því heimavön, ætlar að spila með Sigurði Halldórssyni og Guðrúnu Óskarsdóttur og allur ágóði af tónleikunum, sem verða tvisvar sinnum á miðvikudag og laugardag í næstu viku, rennur í minningarsjóð Helgu,“ segir Þorgerður. Dagskrána má kynna sér í smáatriðum á vefsíðunni sumartonleikar.is og ættu flestir að geta fundið tónleika við sitt hæfi í þessari viðamiklu dagskrá.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira