Hönnuðir og listafólk í HR Marín Manda skrifar 27. júní 2014 11:00 Erna Tönsberg, verkefnastjóri námsins. Opni háskólinn býður upp á nýja námslínu í haust fyrir hönnuði og listafólk. „Með þessu námi erum við ekki að reyna að breyta hönnuðum í viðskiptafólk heldur einungis að brúa bilið á milli viðskipta og lista. Hönnun getur verið afar persónuleg og er því oft erfitt að selja sína eigin afurð. Á námskeiðinu fá hönnuðir tæki og tól sem þeir geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri og fá tækifæri til að kynnast viðskiptaumhverfinu betur,“ segir Erna Tönsberg, verkefnastjóri námsins sem kennt er í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. „Við erum að fara að hefja kynningu á náminu. Það eru flottir sérfræðingar að kenna og því verður spennandi að fylgjast með þessu námi þróast. Ég hlakka einnig til að taka á móti hönnuðum hérna í HR,“ segir Erna. Hin nýja námslína hefst í september í Opna háskólanum í HR og er sérstaklega hugsuð fyrir hönnuði og annað listafólk. Námið er kennt tvisvar í viku en farið er yfir helstu þætti við stofnun fyrirtækja, markaðsmál, samningatækni og verkefnastjórnun. Einnig læra nemendur um viðskiptaumhverfi hönnuða, stefnumótun og framleiðslu og útflutning. Meðal kennara eru Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Rúnar Ómarsson, stofnandi Nikita Clothing og forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Lauf Forks Ltd., og Jón Hreinsson, fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Opni háskólinn býður upp á nýja námslínu í haust fyrir hönnuði og listafólk. „Með þessu námi erum við ekki að reyna að breyta hönnuðum í viðskiptafólk heldur einungis að brúa bilið á milli viðskipta og lista. Hönnun getur verið afar persónuleg og er því oft erfitt að selja sína eigin afurð. Á námskeiðinu fá hönnuðir tæki og tól sem þeir geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri og fá tækifæri til að kynnast viðskiptaumhverfinu betur,“ segir Erna Tönsberg, verkefnastjóri námsins sem kennt er í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. „Við erum að fara að hefja kynningu á náminu. Það eru flottir sérfræðingar að kenna og því verður spennandi að fylgjast með þessu námi þróast. Ég hlakka einnig til að taka á móti hönnuðum hérna í HR,“ segir Erna. Hin nýja námslína hefst í september í Opna háskólanum í HR og er sérstaklega hugsuð fyrir hönnuði og annað listafólk. Námið er kennt tvisvar í viku en farið er yfir helstu þætti við stofnun fyrirtækja, markaðsmál, samningatækni og verkefnastjórnun. Einnig læra nemendur um viðskiptaumhverfi hönnuða, stefnumótun og framleiðslu og útflutning. Meðal kennara eru Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Rúnar Ómarsson, stofnandi Nikita Clothing og forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Lauf Forks Ltd., og Jón Hreinsson, fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira