Dramatík og ást með Bollywood-ívafi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. júní 2014 12:30 Útidúr í dag. "Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Mynd/ Úr einkasafni Kammerpoppsveitin Útidúr leggur af stað í tónleikaferð um Þýskaland næstkomandi laugardag þar sem hún mun spila á átta tónleikum á tíu dögum. Þetta verður fimmti túr sveitarinnar um Þýskaland en í sjöunda sinn sem bandið stekkur út fyrir landsteinana. Á ferðalaginu kemur Útidúr fram á fjórum skemmtistaðatónleikum og fjórum tónlistarhátíðum, meðal annars í Stuttgart, Nuremberg og Hamborg. En hvað er eiginlega kammerpopp? Annar stofnandi hljómsveitarinnar, Gunnar Örn Egilsson, svarar því: „Þetta snýst eiginlega um að blanda saman klassískum hljóðfærum og poppmúsík,“ segir hann. „Við erum með fiðlu, saxófón og trompet og venjulega eru lögin okkar útsett fyrir strengi og blásturshljóðfæri. Þess vegna köllum við þetta kammerpopp. Annars finnst mér mjög erfitt að skilgreina tónlist. Ég er miklu hrifnari af því að fólk lýsi tónlist út frá þeim tilfinningum sem hún vekur.“ Sama dag og hljómsveitin leggur í hann til Þýskalands hyggst Útidúr gefa út lagið „Þín augu mig dreymir“, sem er fyrsta smáskífan af nýrri breiðskífu sem er væntanleg í haust. Lagið er hádramatískur óður til indverskrar kvikmyndatónlistar sem kennd er við Bollywood. „Á æfingum kölluðum við þetta lag Bolly, bolly, bang, gang,“ segir Gunnar Örn. „Mjög dramatískt lag um ástina undir indverskum áhrifum. Lagið er eftir Gunnar Gunnsteinsson bassaleikara, sem reyndar er ekki lengur í hljómsveitinni heldur býr í Amsterdam og er að læra þar tónsmíðar.“ Það hafa verið miklar mannabreytingar í Útidúr í gegnum tíðina en kjarninn er Gunnar Örn og Kristinn Roach Gunnarsson sem stofnuðu hljómsveitina. „Svo hefur fólk verið að koma og fara. Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Á væntanlegri breiðskífu, sem er sú þriðja frá Útidúr, rær sveitin á dýpri mið en áður í þroskuðum lagasmíðum undir áhrifum frá spaghettívestratónlist Ennios Morricone, kvikmyndatónlist Nino Rota, evrópsku gullaldarpoppi og klassískri íslenskri dægurtónlist. „Þín augu mig dreymir“ er aðgengilegt á Soundcloud-síðu Útidúrs og fer í spilun á útvarpsstöðvum á næstu dögum. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kammerpoppsveitin Útidúr leggur af stað í tónleikaferð um Þýskaland næstkomandi laugardag þar sem hún mun spila á átta tónleikum á tíu dögum. Þetta verður fimmti túr sveitarinnar um Þýskaland en í sjöunda sinn sem bandið stekkur út fyrir landsteinana. Á ferðalaginu kemur Útidúr fram á fjórum skemmtistaðatónleikum og fjórum tónlistarhátíðum, meðal annars í Stuttgart, Nuremberg og Hamborg. En hvað er eiginlega kammerpopp? Annar stofnandi hljómsveitarinnar, Gunnar Örn Egilsson, svarar því: „Þetta snýst eiginlega um að blanda saman klassískum hljóðfærum og poppmúsík,“ segir hann. „Við erum með fiðlu, saxófón og trompet og venjulega eru lögin okkar útsett fyrir strengi og blásturshljóðfæri. Þess vegna köllum við þetta kammerpopp. Annars finnst mér mjög erfitt að skilgreina tónlist. Ég er miklu hrifnari af því að fólk lýsi tónlist út frá þeim tilfinningum sem hún vekur.“ Sama dag og hljómsveitin leggur í hann til Þýskalands hyggst Útidúr gefa út lagið „Þín augu mig dreymir“, sem er fyrsta smáskífan af nýrri breiðskífu sem er væntanleg í haust. Lagið er hádramatískur óður til indverskrar kvikmyndatónlistar sem kennd er við Bollywood. „Á æfingum kölluðum við þetta lag Bolly, bolly, bang, gang,“ segir Gunnar Örn. „Mjög dramatískt lag um ástina undir indverskum áhrifum. Lagið er eftir Gunnar Gunnsteinsson bassaleikara, sem reyndar er ekki lengur í hljómsveitinni heldur býr í Amsterdam og er að læra þar tónsmíðar.“ Það hafa verið miklar mannabreytingar í Útidúr í gegnum tíðina en kjarninn er Gunnar Örn og Kristinn Roach Gunnarsson sem stofnuðu hljómsveitina. „Svo hefur fólk verið að koma og fara. Margir hafa farið í nám til útlanda og aðrir komið í staðinn, svo það er dálítil hreyfing á þessu hjá okkur,“ segir Gunnar Örn. Á væntanlegri breiðskífu, sem er sú þriðja frá Útidúr, rær sveitin á dýpri mið en áður í þroskuðum lagasmíðum undir áhrifum frá spaghettívestratónlist Ennios Morricone, kvikmyndatónlist Nino Rota, evrópsku gullaldarpoppi og klassískri íslenskri dægurtónlist. „Þín augu mig dreymir“ er aðgengilegt á Soundcloud-síðu Útidúrs og fer í spilun á útvarpsstöðvum á næstu dögum.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira