Skítugir Fransmenn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. júní 2014 00:01 Flestir þekkja mýtuna um skítuga Frakkann. Órakaðan og angandi af tóbaki í bland við stæka lykt af eigin handarkrikum. Þar að auki hefur mér verið talin trú um að París sé einn risastór hundaskítshraukur. „Skítugasta borg sem ég hef komið til,“ hef ég til dæmis heyrt frá fleiri en einum. Ég er nýkominn úr minni fyrstu Frakklandsheimsókn. Ég ráfaði um götur Parísar með geitaost og snigla í maganum og flissaði yfir nefstórum mönnum að borða snittubrauð. Svo fór ég á þungarokkshátíð uppi í sveit. Fylgdist með svartklæddum dauðarokkurum bera sólarvörn hver á annan í þrjátíu stiga hita. Mjög krúttlegt. Það litla sem París og þungarokkshátíðin áttu sameiginlegt var umgengnin. Allar umbúðir, matarleifar og tyggjó fóru í tunnuna. Það datt engum í hug að henda þessu á jörðina, en það er eitthvað sem tíðkast á öllum útihátíðum sem ég hef farið á. Í Bretlandi, í Danmörku, á Íslandi. En í Frakklandi láta meira að segja ófrýnilegir djöfladýrkendur með öfugan kross á enninu sig hafa það að ganga 200 metra til að geta hent tyggjóinu sínu í ruslafötu. Í París var það sama sagan. Engar tyggjóklessur, nammibréf eða sígarettustubbar. Sjálfsalar og strætóskýli fá frið fyrir skemmdarvörgum og það mátti éta af gólfinu á hverri einustu neðanjarðarlestarstöð. Ég kann enga skýringu á þessu. Varla hafa þeir ráðist í stórhreingerningu þegar þeir fréttu að ég væri að koma? En þar með er heimsmynd mín líka hrunin. Hvaða þjóð mun ég núna geta litið niður á fyrir að vera sóðalappir Evrópu? Eftir eina helgi í miðbæ Reykjavíkur er mig reyndar farið að gruna að ég þurfi ekki að leita langt. Við Íslendingar komumst allavega ekki nálægt skítugu Fransmönnunum þegar kemur að góðri umgengni. Merde! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Flestir þekkja mýtuna um skítuga Frakkann. Órakaðan og angandi af tóbaki í bland við stæka lykt af eigin handarkrikum. Þar að auki hefur mér verið talin trú um að París sé einn risastór hundaskítshraukur. „Skítugasta borg sem ég hef komið til,“ hef ég til dæmis heyrt frá fleiri en einum. Ég er nýkominn úr minni fyrstu Frakklandsheimsókn. Ég ráfaði um götur Parísar með geitaost og snigla í maganum og flissaði yfir nefstórum mönnum að borða snittubrauð. Svo fór ég á þungarokkshátíð uppi í sveit. Fylgdist með svartklæddum dauðarokkurum bera sólarvörn hver á annan í þrjátíu stiga hita. Mjög krúttlegt. Það litla sem París og þungarokkshátíðin áttu sameiginlegt var umgengnin. Allar umbúðir, matarleifar og tyggjó fóru í tunnuna. Það datt engum í hug að henda þessu á jörðina, en það er eitthvað sem tíðkast á öllum útihátíðum sem ég hef farið á. Í Bretlandi, í Danmörku, á Íslandi. En í Frakklandi láta meira að segja ófrýnilegir djöfladýrkendur með öfugan kross á enninu sig hafa það að ganga 200 metra til að geta hent tyggjóinu sínu í ruslafötu. Í París var það sama sagan. Engar tyggjóklessur, nammibréf eða sígarettustubbar. Sjálfsalar og strætóskýli fá frið fyrir skemmdarvörgum og það mátti éta af gólfinu á hverri einustu neðanjarðarlestarstöð. Ég kann enga skýringu á þessu. Varla hafa þeir ráðist í stórhreingerningu þegar þeir fréttu að ég væri að koma? En þar með er heimsmynd mín líka hrunin. Hvaða þjóð mun ég núna geta litið niður á fyrir að vera sóðalappir Evrópu? Eftir eina helgi í miðbæ Reykjavíkur er mig reyndar farið að gruna að ég þurfi ekki að leita langt. Við Íslendingar komumst allavega ekki nálægt skítugu Fransmönnunum þegar kemur að góðri umgengni. Merde!
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun