"Ég neita því að vera í þessu ástandi“ Baldvin Þormóðsson skrifar 2. júlí 2014 12:30 Viktor Árnason fótbrotnaði aðeins þremur dögum fyrir tónleika. vísir/arnþór „Þetta var nú ekki beint planað,“ segir Viktor Orri Árnason, tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalíns, en hann fótbrotnaði aðeins viku fyrir UNICEF-tónleikana í Hörpu þar sem Hjaltalín kemur fram. „Eftir að hafa verið að horfa á HM þá fylltist ég orku og vilja til að spila fótbolta. Svo missteig ég mig svo harkalega að mér tókst að brjóta völubeinið,“ segir Viktor en hann spilar á fiðlu og hljóðgervil og þarf því vanalega að standa á meðan hann kemur fram á tónleikum. „Ég hefði þurft fótinn til þess að stíga á pedalana,“ segir hann. „Ég mun líklega nota annað settöpp þar sem ég get notað hendurnar meira til þess að stjórna effektunum.“ Fótbrotið kemur sér afar illa fyrir Viktor þar sem hann á viðburðaríkan mánuð fram undan en hann segist ekki ætla að láta aðstæðurnar aftra sér á nokkurn hátt. „Ég neita því að vera í þessu ástandi,“ segir tónlistarmaðurinn en hann er meðal annars að spila á ATP-hátíðinni, fara í tónleikaferðalag með Ólafi Arnalds og að fara að hitta kærustuna sína í Berlín. „Eina sem gæti breytt plönunum væri ef ég þyrfti að fara í aðgerð, en ég fæ ekki að vita það strax.“ Viktor hefur áður lent í því að þurfa að koma fram meiddur en þá var hann staddur í Ungverjalandi í tónleikaferðalagi ásamt Ólafi Arnalds. „Ég fékk einhvers konar tak í bakið og gat ekki hreyft mig,“ segir hann. „Þá var náð í einhvern sjúkraþjálfara sem gerði eitt það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Hann tók mig upp á höndunum og hélt á mér í svona fimm mínútur á meðan hann stýrði mjöðmunum mínum með fótunum sínum,“ segir Viktor. „Ég er alveg þungur maður þannig að ég get ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hann en eftir þetta gat ég hreyft mig smá og því spilað á tónleikunum. Ég þurfti bara að sleppa sólói sem ég átti að taka.“ ATP í Keflavík Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
„Þetta var nú ekki beint planað,“ segir Viktor Orri Árnason, tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalíns, en hann fótbrotnaði aðeins viku fyrir UNICEF-tónleikana í Hörpu þar sem Hjaltalín kemur fram. „Eftir að hafa verið að horfa á HM þá fylltist ég orku og vilja til að spila fótbolta. Svo missteig ég mig svo harkalega að mér tókst að brjóta völubeinið,“ segir Viktor en hann spilar á fiðlu og hljóðgervil og þarf því vanalega að standa á meðan hann kemur fram á tónleikum. „Ég hefði þurft fótinn til þess að stíga á pedalana,“ segir hann. „Ég mun líklega nota annað settöpp þar sem ég get notað hendurnar meira til þess að stjórna effektunum.“ Fótbrotið kemur sér afar illa fyrir Viktor þar sem hann á viðburðaríkan mánuð fram undan en hann segist ekki ætla að láta aðstæðurnar aftra sér á nokkurn hátt. „Ég neita því að vera í þessu ástandi,“ segir tónlistarmaðurinn en hann er meðal annars að spila á ATP-hátíðinni, fara í tónleikaferðalag með Ólafi Arnalds og að fara að hitta kærustuna sína í Berlín. „Eina sem gæti breytt plönunum væri ef ég þyrfti að fara í aðgerð, en ég fæ ekki að vita það strax.“ Viktor hefur áður lent í því að þurfa að koma fram meiddur en þá var hann staddur í Ungverjalandi í tónleikaferðalagi ásamt Ólafi Arnalds. „Ég fékk einhvers konar tak í bakið og gat ekki hreyft mig,“ segir hann. „Þá var náð í einhvern sjúkraþjálfara sem gerði eitt það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Hann tók mig upp á höndunum og hélt á mér í svona fimm mínútur á meðan hann stýrði mjöðmunum mínum með fótunum sínum,“ segir Viktor. „Ég er alveg þungur maður þannig að ég get ímyndað mér hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hann en eftir þetta gat ég hreyft mig smá og því spilað á tónleikunum. Ég þurfti bara að sleppa sólói sem ég átti að taka.“
ATP í Keflavík Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira