Spila þjóðlög fallins heimsveldis Baldvin Þormóðsson skrifar 3. júlí 2014 14:00 Strákarnir eru hressir þegar þeir spila heimstónlistina en þeir nota hljóðfæri frá meðal annars Búlgaríu, Tyrklandi og Grikklandi. mynd/ásgeir ásgeirsson „Við erum að spila tónlist frá ákveðnu svæði í Evrópu sem kennt er við býsanska heimsveldið,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Ásgeirsson en hann var að gefa út plötuna Night Without Moon ásamt heimstónlistarhljómsveitinni Skuggamyndum frá Býsans. „Við Haukur Gröndal erum búnir að fara þó nokkrar ferðir til Búlgaríu, Tyrklands og Grikklands að læra á þessi hljóðfæri,“ segir Ásgeir. „Það er til svo mikið af flottum hljóðfærum sem fólk þekkir ekki,“ segir hann. Félagarnir gáfu út plötuna New Road árið 2012 þar sem þeir spiluðu mest tónlist frá Makedóníu og Búlgaríu en þeir einbeita sér að stærra svæði á nýju plötunni. Ásgeir segir tónlistina geta verið gríðarlega krefjandi og erfiða að spila. „Sumt er rosalega hratt og annað dulúðugt og seiðandi,“ segir hann en þeir spila mest gömul þjóðlög frá býsanska heimsveldinu og hafa einnig farið mikið í grunnskóla að kynna börn fyrir tónlistinni og hljóðfærunum. Á plötunni er að finna fjöldann allan af tónlistarmönnum en þeir fengu til liðs við sig tónlistarmenn frá Austurríki, Búlgaríu og Tyrklandi til þess að spila inn á plötuna. „Það er gaman að skoða bæklinginn með plötunni og sjá hverjir spila á hvað hverju sinni,“ segir Ásgeir en útgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Björtuloftum í Hörpu sunnudaginn 6. júlí. Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við erum að spila tónlist frá ákveðnu svæði í Evrópu sem kennt er við býsanska heimsveldið,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Ásgeirsson en hann var að gefa út plötuna Night Without Moon ásamt heimstónlistarhljómsveitinni Skuggamyndum frá Býsans. „Við Haukur Gröndal erum búnir að fara þó nokkrar ferðir til Búlgaríu, Tyrklands og Grikklands að læra á þessi hljóðfæri,“ segir Ásgeir. „Það er til svo mikið af flottum hljóðfærum sem fólk þekkir ekki,“ segir hann. Félagarnir gáfu út plötuna New Road árið 2012 þar sem þeir spiluðu mest tónlist frá Makedóníu og Búlgaríu en þeir einbeita sér að stærra svæði á nýju plötunni. Ásgeir segir tónlistina geta verið gríðarlega krefjandi og erfiða að spila. „Sumt er rosalega hratt og annað dulúðugt og seiðandi,“ segir hann en þeir spila mest gömul þjóðlög frá býsanska heimsveldinu og hafa einnig farið mikið í grunnskóla að kynna börn fyrir tónlistinni og hljóðfærunum. Á plötunni er að finna fjöldann allan af tónlistarmönnum en þeir fengu til liðs við sig tónlistarmenn frá Austurríki, Búlgaríu og Tyrklandi til þess að spila inn á plötuna. „Það er gaman að skoða bæklinginn með plötunni og sjá hverjir spila á hvað hverju sinni,“ segir Ásgeir en útgáfutónleikar vegna plötunnar fara fram í Björtuloftum í Hörpu sunnudaginn 6. júlí.
Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira