Stefán Máni skiptir um forlag Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. júlí 2014 12:30 Stefán Máni með Blóðdropann. "Ég er mjög spenntur fyrir haustinu og hlakka mikið til, en það er best að segja sem minnst um bókina á þessu stigi.“ Vísir/Anton „Mér fannst bara vera kominn tími á breytingar. Ég var búinn að vera hjá Forlaginu í átta ár og fannst hlutirnir vera komnir á endastöð, farnir að endurtaka sig og staðna,“ segir Stefán Máni spurður hvað hafi valdið því að hann skipti um forlag, flutti sig frá forlaginu yfir til Sagna útgáfu. „Mér finnst ég standa á smá tímamótum sem rithöfundur og finnst mjög hressandi að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég er að breytast og þróast sem höfundur og þetta helst allt í hendur.“ Sögur útgáfa taka vel á móti Stefáni Mána og endurútgefa tvær af bókum hans, Myrkravél og Skipið. „Myrkravél var fyrsta bókin sem forleggjari gaf út eftir mig, kom út hjá Máli og menningu 1999 og er því fimmtán ára í ár. Hún fór mjög hljótt á sínum tíma, þannig að ég veit að hún fór fram hjá mjög mörgum og mig langaði að gera henni hærra undir höfði,“ útskýrir Stefán Máni. „Skipið hefur verið ófáanleg í tvö, þrjú ár og bókabúðir hafa mikið verið að kalla eftir henni þannig að það var algjörlega kominn tími á að prenta meira af henni.“ Í haust kemur svo út ný skáldsaga sem Stefán Máni segir að sé á dálítið öðrum nótum en fyrri bækur hans. „Ég er mjög spenntur fyrir haustinu og hlakka mikið til, en það er best að segja sem minnst um bókina á þessu stigi. Láta verkin tala frekar en að lofa upp í ermina á mér. Ég get þó sagt að það er ákveðin stefnubreyting í nýju bókinni.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Mér fannst bara vera kominn tími á breytingar. Ég var búinn að vera hjá Forlaginu í átta ár og fannst hlutirnir vera komnir á endastöð, farnir að endurtaka sig og staðna,“ segir Stefán Máni spurður hvað hafi valdið því að hann skipti um forlag, flutti sig frá forlaginu yfir til Sagna útgáfu. „Mér finnst ég standa á smá tímamótum sem rithöfundur og finnst mjög hressandi að ganga í endurnýjun lífdaga. Ég er að breytast og þróast sem höfundur og þetta helst allt í hendur.“ Sögur útgáfa taka vel á móti Stefáni Mána og endurútgefa tvær af bókum hans, Myrkravél og Skipið. „Myrkravél var fyrsta bókin sem forleggjari gaf út eftir mig, kom út hjá Máli og menningu 1999 og er því fimmtán ára í ár. Hún fór mjög hljótt á sínum tíma, þannig að ég veit að hún fór fram hjá mjög mörgum og mig langaði að gera henni hærra undir höfði,“ útskýrir Stefán Máni. „Skipið hefur verið ófáanleg í tvö, þrjú ár og bókabúðir hafa mikið verið að kalla eftir henni þannig að það var algjörlega kominn tími á að prenta meira af henni.“ Í haust kemur svo út ný skáldsaga sem Stefán Máni segir að sé á dálítið öðrum nótum en fyrri bækur hans. „Ég er mjög spenntur fyrir haustinu og hlakka mikið til, en það er best að segja sem minnst um bókina á þessu stigi. Láta verkin tala frekar en að lofa upp í ermina á mér. Ég get þó sagt að það er ákveðin stefnubreyting í nýju bókinni.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira