Fyrsta tónleikaferðin í þrjú ár Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. júlí 2014 13:30 Hljómsveitin Mógil. "Á þessu tónleikaferðalagi núna erum við að flytja efni sem aldrei hefur heyrst áður og verður á okkar þriðju plötu sem við byrjum að taka upp strax eftir helgina,“ segir Heiða Árnadóttir, söngkona sveitarinnar. Mynd/Úr einkasafni Ég eignaðist barn fyrir einu og hálfu ári og var bara ekki í formi til að syngja vegna ógleði alla meðgönguna,“ segir Heiða Árnadóttir, söngkona Mógils, spurð hvers vegna hljómsveitin hafi ekki komið fram á Íslandi í þrjú ár. „Ég eiginlega datt bara út.“ Heiða segir tónlist hljómsveitarinnar vera bræðing af djassi, klassík og þjóðlagatónlist og að hljómsveitarmeðlimir semji sjálfir öll lög og texta. „Á þessu tónleikaferðalagi núna erum við að flytja efni sem aldrei hefur heyrst áður og verður á okkar þriðju plötu sem við byrjum að taka upp strax eftir helgina. Við vinnum lög og texta hvert í sínu horni en komum svo saman og vinnum lögin áfram.“ Í hljómsveitinni Mógili eru Heiða Árnadóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Jensson, Eiríkur Orri Ólafsson og Joachim Badenhorst. Þau hafa leikið víða um Evrópu og sent frá sér tvo hljómdiska; Ró sem kom út 2008 og Í stillunni hljómar árið 2011. Spurð hvernig nafnið Mógil hafi komið til segir Heiða að sig hafi langað til að nota eitthvert nafn úr íslenskri náttúru. „Mér fannst Mógil svo fallegt nafn. Ég var búin að safna fullt af fallegum nöfnum en þetta varð ofan á.“ Tónleikarnir í Hofi í dag hefjast klukkan 12, á Sólheimum á morgun klukkan 14 og í Mengi annað kvöld klukkan 21. Heiða segist ekki búast við að hljómsveitin haldi fleiri tónleika fyrr en næsta haust þegar platan verður komin út þannig að þetta sé fágætt tækifæri til að heyra í henni. Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ég eignaðist barn fyrir einu og hálfu ári og var bara ekki í formi til að syngja vegna ógleði alla meðgönguna,“ segir Heiða Árnadóttir, söngkona Mógils, spurð hvers vegna hljómsveitin hafi ekki komið fram á Íslandi í þrjú ár. „Ég eiginlega datt bara út.“ Heiða segir tónlist hljómsveitarinnar vera bræðing af djassi, klassík og þjóðlagatónlist og að hljómsveitarmeðlimir semji sjálfir öll lög og texta. „Á þessu tónleikaferðalagi núna erum við að flytja efni sem aldrei hefur heyrst áður og verður á okkar þriðju plötu sem við byrjum að taka upp strax eftir helgina. Við vinnum lög og texta hvert í sínu horni en komum svo saman og vinnum lögin áfram.“ Í hljómsveitinni Mógili eru Heiða Árnadóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Jensson, Eiríkur Orri Ólafsson og Joachim Badenhorst. Þau hafa leikið víða um Evrópu og sent frá sér tvo hljómdiska; Ró sem kom út 2008 og Í stillunni hljómar árið 2011. Spurð hvernig nafnið Mógil hafi komið til segir Heiða að sig hafi langað til að nota eitthvert nafn úr íslenskri náttúru. „Mér fannst Mógil svo fallegt nafn. Ég var búin að safna fullt af fallegum nöfnum en þetta varð ofan á.“ Tónleikarnir í Hofi í dag hefjast klukkan 12, á Sólheimum á morgun klukkan 14 og í Mengi annað kvöld klukkan 21. Heiða segist ekki búast við að hljómsveitin haldi fleiri tónleika fyrr en næsta haust þegar platan verður komin út þannig að þetta sé fágætt tækifæri til að heyra í henni.
Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira