Lykilatriði að skemmta fullorðnum - þá fylgja börnin með Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. júlí 2014 09:30 Bragi Þór, Alfreð Ásberg hjá Sambíóunum og Sveppi. Mynd/úr einkasafni „Aðstæður til kvikmyndagerðar voru ekki endilega jákvæðar en við ætluðum að gera myndina í fyrra. Það gekk ekki upp. Svo fengum við smá styrk og ætlum að æða í þetta,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Í vikunni var skrifað undir samning um fjórðu Sveppamyndina, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, en myndin verður sýnd hjá Sambíóunum í nóvember. Hætt var við framleiðslu myndarinnar í fyrra því hún fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands en í ár var annað uppi á teningnum. „Við byrjum í tökum 21. júlí og verðum að því fram í miðjan ágúst. Það sem drífur okkur áfram er leikgleðin. Myndin verður í sama stíl og fyrri myndirnar og viljum við fyrst og fremst gera það að fara í bíó að skemmtilegri upplifun fyrir krakka eins og ég man eftir sjálfur þegar ég var lítill,“ bætir Sveppi við. Hann er dulur um söguþráðinn en getur aðeins gefið upp um nýju myndina. „Vonda kallinum sem var í fyrstu myndinni, Algjör Sveppi og leitin að Villa, bregður fyrir. Við Villi njósnum aðeins um hann og þá kemur ýmislegt slæmt í ljós,“ segir Sveppi. Hann skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Braga Þór Hinrikssyni. Nú leita þeir að skemmtilegum aukaleikurum í myndinni. „Við viljum ráða einhverja inn fyrir fullorðna fólkið og vera með einhver skrýtin andlit sem maður þekkir úr einhverju öðru en bíómyndum. Það er lykilatriði að skemmta fullorðnum, þá fylgja börnin með.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Aðstæður til kvikmyndagerðar voru ekki endilega jákvæðar en við ætluðum að gera myndina í fyrra. Það gekk ekki upp. Svo fengum við smá styrk og ætlum að æða í þetta,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi. Í vikunni var skrifað undir samning um fjórðu Sveppamyndina, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, en myndin verður sýnd hjá Sambíóunum í nóvember. Hætt var við framleiðslu myndarinnar í fyrra því hún fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands en í ár var annað uppi á teningnum. „Við byrjum í tökum 21. júlí og verðum að því fram í miðjan ágúst. Það sem drífur okkur áfram er leikgleðin. Myndin verður í sama stíl og fyrri myndirnar og viljum við fyrst og fremst gera það að fara í bíó að skemmtilegri upplifun fyrir krakka eins og ég man eftir sjálfur þegar ég var lítill,“ bætir Sveppi við. Hann er dulur um söguþráðinn en getur aðeins gefið upp um nýju myndina. „Vonda kallinum sem var í fyrstu myndinni, Algjör Sveppi og leitin að Villa, bregður fyrir. Við Villi njósnum aðeins um hann og þá kemur ýmislegt slæmt í ljós,“ segir Sveppi. Hann skrifar handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Braga Þór Hinrikssyni. Nú leita þeir að skemmtilegum aukaleikurum í myndinni. „Við viljum ráða einhverja inn fyrir fullorðna fólkið og vera með einhver skrýtin andlit sem maður þekkir úr einhverju öðru en bíómyndum. Það er lykilatriði að skemmta fullorðnum, þá fylgja börnin með.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira