Portishead óttast þá átt sem tónlistarbransinn stefnir í Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júlí 2014 10:00 Hljómsveitin Portishead kemur fram á ATP-hátíðinni í kvöld. Þegar hæst stendur í stönginni verða tíu manns á sviðinu, því fullskipuð hljómsveit verður þar og má því gera ráð fyrir flottum tónleikum. vísir/getty „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands, þetta er í fyrsta sinn sem ég kem og ég ætla njóta þess,“ segir tónlistarmaðurinn Geoff Barrow, einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Portishead, en sveitin kemur fram á ATP-tónlistarhátíðinni í kvöld. Barrow segist hafa orðið enn spenntari þegar hann komst að því hvar hátíðin færi fram hér á landi. „Þegar Barry Hogan, forsprakki ATP, sagði mér að hátíðin færi fram á fyrrverandi varnarsvæði Nató við Keflavíkurflugvöll fannst mér það hljóma mjög vel og spennandi,“ segir Barrow léttur í lundu. Þótt hann hafi ekki komið til landsins segist hann þekkja land og þjóð að einhverju leyti. „Ég hef auðvitað séð myndir og þekki Björk og Sigur Rós.“ Barrow á þó góða sögu sem tengir hann við Björk. „Nellee Hooper, sem mixaði og pródúseraði meðal annars fyrstu sólóplötu Bjarkar, Debut, er frá Bristol. Við vorum að vinna í sama stúdíói og þau í London þegar þau voru að vinna að plötunni. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar þau voru að vinna í laginu Human Behaviour, ég hitti þó aldrei Björk en við vorum allavega að vinna í sama stúdíói á sama tíma, bara hvort í sínu rými,“ útskýrir Barrow.Geoff Barrow, einn stofnenda Portishead, er mjög spenntur yfir því að koma til Íslands. Hann er sjálfmenntaður tónlistarmaður og er farinn að prófa sig áfram í kvikmyndatónlist.vísir/gettyPortishead hefur gefið út þrjár breiðskífur, Dummy árið 1994, Portishead árið 1997 og Third árið 2008. Hvað kom til að ellefu ár liðu á milli plötu tvö og þrjú? „Það eru margar ástæður, við erum þrjú í bandinu en hvað mig varðar þá gafst ég upp á tónlist í um það bil fimm ár. Alltaf þegar ég samdi eitthvað þá fílaði ég það ekki nógu vel og á endanum þurfti ég bara að hætta. Ég verð að fíla tónlistina, ég get ekki verið að þykjast,“ segir Barrow. Portishead vinnur þó að nýrri plötu hægt og hljóðlega um þessar mundir. „Þetta er hægt ferli, við erum að fá hugmyndir, það er ekki hægt að vinna neitt fyrr en maður hefur eitthvað að segja,“ segir Barrow um væntanlega plötu. Hann hefur þó unnið að kvikmyndatónlist að undanförnu og kann vel við sig í kvikmyndabransanum. „Þetta er alveg ný upplifun sem ég kann mjög vel við.“Portishead.Mynd/EinkasafnHann segist þó óttast þá átt sem tónlistarheimurinn stefnir í varðandi plötusölu. „Bransinn er orðinn svo „commercial“ og með tilkomu Spotify þurfa hljómsveitir að reiða sig mikið á tónleikahald því tekjurnar af Spotify eru ansi takmarkaðar.“ Portishead hefur komið fram út um víðan völl að undanförnu, meðal annars á Glastonbury-hátíðinni fyrir skömmu. Barrow fer þó sérlega fögrum orðum um ATP-hátíðina. „Þetta eru vinir okkar, ef þú vilt styðja gott fólk í bransanum, þá áttu að fara á ATP vegna þess að aðstandendum hátíðarinnar er annt um tónlist. Þeir reyna að halda þetta á framandi og flottum stöðum og á ATP hef ég til dæmis uppgötvað fullt af flottum tónlistarmönnum. Þessi hátíð snýst ekki um styrktaraðila og peninga,“ útskýrir Barrow. Þegar mest verður um að vera verða tíu manns á sviðinu með Portishead í kvöld og full hljómsveit þannig að gera má ráð fyrir flottum tónleikum. ATP í Keflavík Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands, þetta er í fyrsta sinn sem ég kem og ég ætla njóta þess,“ segir tónlistarmaðurinn Geoff Barrow, einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Portishead, en sveitin kemur fram á ATP-tónlistarhátíðinni í kvöld. Barrow segist hafa orðið enn spenntari þegar hann komst að því hvar hátíðin færi fram hér á landi. „Þegar Barry Hogan, forsprakki ATP, sagði mér að hátíðin færi fram á fyrrverandi varnarsvæði Nató við Keflavíkurflugvöll fannst mér það hljóma mjög vel og spennandi,“ segir Barrow léttur í lundu. Þótt hann hafi ekki komið til landsins segist hann þekkja land og þjóð að einhverju leyti. „Ég hef auðvitað séð myndir og þekki Björk og Sigur Rós.“ Barrow á þó góða sögu sem tengir hann við Björk. „Nellee Hooper, sem mixaði og pródúseraði meðal annars fyrstu sólóplötu Bjarkar, Debut, er frá Bristol. Við vorum að vinna í sama stúdíói og þau í London þegar þau voru að vinna að plötunni. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar þau voru að vinna í laginu Human Behaviour, ég hitti þó aldrei Björk en við vorum allavega að vinna í sama stúdíói á sama tíma, bara hvort í sínu rými,“ útskýrir Barrow.Geoff Barrow, einn stofnenda Portishead, er mjög spenntur yfir því að koma til Íslands. Hann er sjálfmenntaður tónlistarmaður og er farinn að prófa sig áfram í kvikmyndatónlist.vísir/gettyPortishead hefur gefið út þrjár breiðskífur, Dummy árið 1994, Portishead árið 1997 og Third árið 2008. Hvað kom til að ellefu ár liðu á milli plötu tvö og þrjú? „Það eru margar ástæður, við erum þrjú í bandinu en hvað mig varðar þá gafst ég upp á tónlist í um það bil fimm ár. Alltaf þegar ég samdi eitthvað þá fílaði ég það ekki nógu vel og á endanum þurfti ég bara að hætta. Ég verð að fíla tónlistina, ég get ekki verið að þykjast,“ segir Barrow. Portishead vinnur þó að nýrri plötu hægt og hljóðlega um þessar mundir. „Þetta er hægt ferli, við erum að fá hugmyndir, það er ekki hægt að vinna neitt fyrr en maður hefur eitthvað að segja,“ segir Barrow um væntanlega plötu. Hann hefur þó unnið að kvikmyndatónlist að undanförnu og kann vel við sig í kvikmyndabransanum. „Þetta er alveg ný upplifun sem ég kann mjög vel við.“Portishead.Mynd/EinkasafnHann segist þó óttast þá átt sem tónlistarheimurinn stefnir í varðandi plötusölu. „Bransinn er orðinn svo „commercial“ og með tilkomu Spotify þurfa hljómsveitir að reiða sig mikið á tónleikahald því tekjurnar af Spotify eru ansi takmarkaðar.“ Portishead hefur komið fram út um víðan völl að undanförnu, meðal annars á Glastonbury-hátíðinni fyrir skömmu. Barrow fer þó sérlega fögrum orðum um ATP-hátíðina. „Þetta eru vinir okkar, ef þú vilt styðja gott fólk í bransanum, þá áttu að fara á ATP vegna þess að aðstandendum hátíðarinnar er annt um tónlist. Þeir reyna að halda þetta á framandi og flottum stöðum og á ATP hef ég til dæmis uppgötvað fullt af flottum tónlistarmönnum. Þessi hátíð snýst ekki um styrktaraðila og peninga,“ útskýrir Barrow. Þegar mest verður um að vera verða tíu manns á sviðinu með Portishead í kvöld og full hljómsveit þannig að gera má ráð fyrir flottum tónleikum.
ATP í Keflavík Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira