Hrátt og flippað Freyr Bjarnason skrifar 14. júlí 2014 12:00 vísir/getty Tónleikar Shellac Fimmtudagskvöld ATP-tónlistarhátíðin Steve Albini, upptökustjóri Surfer Rosa með Pixies og In Utero með Nirvana, er forsprakki bandaríska rokktríósins Shellac. Ekki kom á óvart að tónlistin var hrá og gítardrifin. Melódíurnar voru af skornum skammti og áhersla lögð á hvellinn gítarleikinn með hægum og öruggum trommuleik. Söngur hins stirðbusalega Albini var ekkert sérlega heillandi en tónlistin var oftast nær áhugaverð. Varð hún samt leiðinlegri eftir því sem á leið. Þetta voru flippaðir náungar. Bassaleikarinn flögraði um sviðið og þóttist vera flugvél og trommarinn labbaði um sviðið með trommu í langlokunni The End of Radio og henti kjuðum út í sal. Í lokalaginu tóku Albini og bassaleikarinn Bob Weston sig til og fjarlægðu trommusett félaga síns smám saman þannig að í lokin hélt hann aðeins á kjuðunum. Undarleg en fyndin uppákoma sem vakti lukku tónleikagesta.Niðurstaða: Hrátt, gítardrifið rokk með flippuðum spilurum. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónleikar Shellac Fimmtudagskvöld ATP-tónlistarhátíðin Steve Albini, upptökustjóri Surfer Rosa með Pixies og In Utero með Nirvana, er forsprakki bandaríska rokktríósins Shellac. Ekki kom á óvart að tónlistin var hrá og gítardrifin. Melódíurnar voru af skornum skammti og áhersla lögð á hvellinn gítarleikinn með hægum og öruggum trommuleik. Söngur hins stirðbusalega Albini var ekkert sérlega heillandi en tónlistin var oftast nær áhugaverð. Varð hún samt leiðinlegri eftir því sem á leið. Þetta voru flippaðir náungar. Bassaleikarinn flögraði um sviðið og þóttist vera flugvél og trommarinn labbaði um sviðið með trommu í langlokunni The End of Radio og henti kjuðum út í sal. Í lokalaginu tóku Albini og bassaleikarinn Bob Weston sig til og fjarlægðu trommusett félaga síns smám saman þannig að í lokin hélt hann aðeins á kjuðunum. Undarleg en fyndin uppákoma sem vakti lukku tónleikagesta.Niðurstaða: Hrátt, gítardrifið rokk með flippuðum spilurum.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira