Haldið í heljargreipum Freyr Bjarnason skrifar 14. júlí 2014 11:30 Tónleikar Föstudagskvöld Portishead ATP-tónlistarhátíðin Portishead frá ensku borginni Bristol steig fram á sjónarsviðið 1994 með plötunni Dummy. Tónlistin var skilgreind sem hluti af trip hop-bylgjunni ættaðri frá Bristol og þá með hljómsveitina Massive Attack í forgrunni. Sú spilaði einmitt á Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum fyrr í sumar. Því var hvíslað að blaðamanni að söngkonan Beth Gibbons hefði verið í vandræðum með röddina fyrir tónleikana en það var ekki að heyra. Strax frá fyrsta lagi hreif hún áhorfendur með sér á sinn dulúðlega hátt og hélt þeim í heljargreipum allt þar til yfir lauk. Af þeim fimmtán lögum sem Portishead spilaði komu sjö af síðustu plötu, Third. Fimm komu af Dummy og voru þau eftirminnilegust, sérstaklega Glory Box þar sem áhorfendur sungu hástöfum með Gibbons: „Give me a reason to love you.“ Erfitt er samt að taka eitt lag út því tónleikarnir í heild sinni voru mögnuð upplifun. Mest kom á óvart hversu vel Portishead náði að færa oft á tíðum flókinn hljóminn af plötum sínum yfir í lifandi tóna. Gítarleikarinn galdraði fram alls kyns tóna úr gítar sínum á meðan plötusnúður steig inn þar sem við átti. Hugað var að hverju smáatriði og kraftmikil útkoman var eftir því. Algjörlega skotheld frammistaða í alla staði. Aðeins er hægt að setja út á tíu mínútna seinkun í upphafi en sú bið var vel þessi virði.Niðurstaða: Magnaðir tónleikar, tuttugu árum eftir útgáfu Dummy. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónleikar Föstudagskvöld Portishead ATP-tónlistarhátíðin Portishead frá ensku borginni Bristol steig fram á sjónarsviðið 1994 með plötunni Dummy. Tónlistin var skilgreind sem hluti af trip hop-bylgjunni ættaðri frá Bristol og þá með hljómsveitina Massive Attack í forgrunni. Sú spilaði einmitt á Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum fyrr í sumar. Því var hvíslað að blaðamanni að söngkonan Beth Gibbons hefði verið í vandræðum með röddina fyrir tónleikana en það var ekki að heyra. Strax frá fyrsta lagi hreif hún áhorfendur með sér á sinn dulúðlega hátt og hélt þeim í heljargreipum allt þar til yfir lauk. Af þeim fimmtán lögum sem Portishead spilaði komu sjö af síðustu plötu, Third. Fimm komu af Dummy og voru þau eftirminnilegust, sérstaklega Glory Box þar sem áhorfendur sungu hástöfum með Gibbons: „Give me a reason to love you.“ Erfitt er samt að taka eitt lag út því tónleikarnir í heild sinni voru mögnuð upplifun. Mest kom á óvart hversu vel Portishead náði að færa oft á tíðum flókinn hljóminn af plötum sínum yfir í lifandi tóna. Gítarleikarinn galdraði fram alls kyns tóna úr gítar sínum á meðan plötusnúður steig inn þar sem við átti. Hugað var að hverju smáatriði og kraftmikil útkoman var eftir því. Algjörlega skotheld frammistaða í alla staði. Aðeins er hægt að setja út á tíu mínútna seinkun í upphafi en sú bið var vel þessi virði.Niðurstaða: Magnaðir tónleikar, tuttugu árum eftir útgáfu Dummy.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög