Fullkominn endir á ATP Haraldur Guðmundsson skrifar 14. júlí 2014 10:30 Liðsmenn Interpol sýndu allar sínar bestu hliðar á síðasta degi ATP á laugardag. VÍSIR/ANDRI MARINÓ Tónleikar Laugardagskvöld Interpol ATP-tónlistarhátíðin Þegar liðsmenn New York-sveitarinnar Interpol hófu að spila í gömlu flugskýli á Ásbrú höfðu þeir á tæpum einum og hálfum mánuði troðið upp á yfir 20 tónleikum í Bandaríkjunum og Evrópu. Hljómsveitin lék 16 lög í Reykjanesbæ og fyrstu tvær plötur hennar, Turn on the Bright Lights og Antics, voru þar í aðalhlutverki. Áhorfendur fengu einnig að heyra þrjú ný lög af El Pintor sem er væntanleg í haust. Stemningin í skýlinu jókst með hverju lagi og bandið hljómaði óaðfinnanlega. Söngvarinn og gítarleikarinn Paul Banks, gítarleikarinn Daniel Kessler og trommarinn Sam Fogarino skiluðu sínu og afleysinga-bassaleikarinn Brad Truax var góð viðbót. Eftir 14 lög þökkuðu þeir fyrir sig og kvöddu. Salurinn heimtaði meira og heyra mátti áhorfendur kalla eftir laginu Stella was a Diver and She Was Always Down. Interpol sneri aftur og tók tvö lög. Í því seinna mætti Stella á sviðið og tónleikarnir voru fullkomnaðir. Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem Interpol blandaði sínum helstu slögurum við lög sem aðeins harðir aðdáendur kunna textana við. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónleikar Laugardagskvöld Interpol ATP-tónlistarhátíðin Þegar liðsmenn New York-sveitarinnar Interpol hófu að spila í gömlu flugskýli á Ásbrú höfðu þeir á tæpum einum og hálfum mánuði troðið upp á yfir 20 tónleikum í Bandaríkjunum og Evrópu. Hljómsveitin lék 16 lög í Reykjanesbæ og fyrstu tvær plötur hennar, Turn on the Bright Lights og Antics, voru þar í aðalhlutverki. Áhorfendur fengu einnig að heyra þrjú ný lög af El Pintor sem er væntanleg í haust. Stemningin í skýlinu jókst með hverju lagi og bandið hljómaði óaðfinnanlega. Söngvarinn og gítarleikarinn Paul Banks, gítarleikarinn Daniel Kessler og trommarinn Sam Fogarino skiluðu sínu og afleysinga-bassaleikarinn Brad Truax var góð viðbót. Eftir 14 lög þökkuðu þeir fyrir sig og kvöddu. Salurinn heimtaði meira og heyra mátti áhorfendur kalla eftir laginu Stella was a Diver and She Was Always Down. Interpol sneri aftur og tók tvö lög. Í því seinna mætti Stella á sviðið og tónleikarnir voru fullkomnaðir. Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem Interpol blandaði sínum helstu slögurum við lög sem aðeins harðir aðdáendur kunna textana við.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira