Reiði nauðgarinn Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. júlí 2014 07:00 Utanríkisráðherra gerir vel í að veita tólf milljónir króna til hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna á Gasa auk þess að hafa áður fordæmt beitingu vopna á svæðinu og áréttað ólögmæti landtöku Ísraelsmanna og aðskilnaðarmúrsins sem þeir hafa reist. Spurningin um hvort nóg er að gert hlýtur samt að vakna. Með einhverju móti þarf að stöðva ofríki Ísraels og brot á alþjóðalögum sem viðgengist hafa árum saman. Nýjustu árásir á Gasa mættu gjarnan vera dropinn sem fyllir mælinn hjá ríkjum heims. Varaformaður Samfylkingarinnar hefur síðustu daga talað fyrir því að slíta stjórnmálasamstarfi við Ísrael og formaður Vinstri grænna hefur í samtali við RÚV sagt nauðsynlegt að skoða hvort til greina komi að fara þá leið. Utanríkisráðherra hefur hins vegar sagst andvígur sambandsslitum. Vænlegra sé til árangurs að halda opnum diplómatískum leiðum og tala sig að lausn deilumála. Sú leið hefur hins vegar verið reynd í rúm 40 ár án árangurs, utan að Ísraelsmenn hafa á meðan sölsað undir sig enn meira land og þrengt enn frekar að íbúum Palestínu með hvers konar ofbeldi. Formaður félagsins Zion Vinir Ísraels fékk á Bylgjunni í gærmorgun að úttala sig um eigin álit á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs og hvar þar væri helst pottur brotinn. Ekki þarf að koma á óvart að hann hallaðist í tali sínu á sveif með Ísraelsmönnum og taldi helstu ógn við frið á svæðinu vera komna frá Hamas-samtökunum. Ísraelsmenn og talsmenn þeirra hafa enda löngum verið duglegir að kenna öllum öðrum um til að réttlæta stríðsglæpi sína og brot á alþjóðalögum. Engu betur gekk nefnilega að koma á friði á svæðinu áður en Hamas var kosið til valda í Palestínu. Stundum virðist gleymast að það er Ísrael sem fer fram með ófriði og hefur hernumið lönd í kringum sig. Ekki öfugt. Þá er rammskökk mynd dregin upp af aðstæðum með því að láta sem jafningjar stríði. Ef maður ætti að persónugera ástandið þá mætti líkja Ísraelsríki við nauðgara sem réttlætir það að berja fórnarlamb sitt í hel með því að það hafi reynt að verja hendur sínar. Til stendur að utanríkismálanefnd komi saman núna í vikulokin til að ræða árásir Ísraelshers á Gasa. Óskandi væri að niðurstaða þeirra viðræðna yrði ákvörðun um aðgerðir sem eftir væri tekið á alþjóðavettvangi og hvetti önnur ríki til dáða við að stöðva ofbeldisverk og ofríki Ísraelsmanna í Palestínu. Innlegg í þá umræðu gæti verið að Síle hefur nýverið, í ljósi síðustu atburða á Gasa, gert hlé á fríverslunarviðræðum við Ísrael. Hér mætti til dæmis fara þá leið Suður-Afríku að láta sérmerkja innflutning frá hernumdum svæðum í Palestínu. Sagan sýnir að aðgerða er þörf. Friðarviðræður án þrýstings alþjóðasamfélagsins gera ekki annað en að framlengja núverandi ástand og veita Ísraelsmönnum skjól til áframhaldandi ofbeldisverka og landtöku. Krafan er um að Ísrael hlíti alþjóðalögum og skili aftur hernumdum svæðum. Sú krafa getur ekki talist ósanngjörn. Á grundvelli landamæra frá því fyrir Sex daga stríðið 1967 má svo reyna að koma á friði sem heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir Ísraela meiri villimenn en Hitler Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands gagnrýndi Ísraelsmenn harðlega í ræðu í gær þar sem hann sagði innrás Ísraela á Gaza fela í sér meiri villimennsku en Hitler hafi sýnt. 20. júlí 2014 14:50 Netanyahu: Ekkert stríð réttlætanlegra Benjamín Netanyahu, forseti Ísraels, boðaði áframhaldandi hernaðaraðgerðir í gær. 21. júlí 2014 12:00 Annar útifundur á morgun vegna ástandsins á Gaza Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur erindi á útifundi félagsins Ísland-Palestína á Lækjartorgi. 22. júlí 2014 11:38 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Formaður Vina Ísraels kennir Hamas um átökin „Hvort sem er haldið með einum eða öðrum, það þarf að ljúka þessu af,“ segir Ólafur Jóhannsson. 22. júlí 2014 12:02 Hjálparstarfsmenn á Gaza örmagna Khalil Abu Foul, yfirmaður Rauða hálfmánans á Gaza sagði í fréttum stöðvar tvo hjálparstarfið mjög laskað. Um sextíu hjálparsveitarmannanna eru særðir og vinna á nokkurrar verndar. Khalil segir þá örmagna. Tíu sjúkrabílar eru skemmdir og sumir þeirra gjörónýtir og hjálpargögn núna af skornum skammti. 21. júlí 2014 18:53 Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25 Rauði krossinn styrkir Gasa Heilar 10 milljónir farnar til Rauða hálfmánans í Palestínu. 22. júlí 2014 12:00 Grafalvarlegt ástand í Palestínu - Myndir 17. júlí 2014 07:00 Vill að ríkisstjórnin geri meira en að senda máttlausa fordæmingu „Megininntakið í ræðunni minni var afskiptaleysi alþjóðasamfélagsins og þetta þögla samþykki,“ sagði Arna Ösp í gær eftir mótmælafund Íslands-Palestínu. 15. júlí 2014 08:00 Skorað á stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Það er löngu fullreynt að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn, segir Illugi Jökulsson rithöfundur. 22. júlí 2014 13:30 Sjúkrahúsið illa leikið eftir árásir Ísraelsmanna Fjórir hið minnsta létust og fimmtán særðust eftir að Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahúsið. Myndbandið sýnir hvernig um var að litast í byggingunni. 22. júlí 2014 00:05 Kerry og Moon funda vegna Gasa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, funda nú í Kæró vegna ástandsins á Gasa-svæðinu. 22. júlí 2014 06:56 Palestínumenn eitt stórt skotmark Ísraelar hófu loftárásir sínar á Gasa-svæðið af fullri hörku í gær. Forseti Palestínumanna, Mahmoud Assan, er nú í Kaíró en hefur lítið rætt stríðið. Stuðningur Palestínumanna við hann hefur minnkað og færst til Hamas. 17. júlí 2014 08:00 Konur og börn falla í loftárásum Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leita verði allra leiða til að koma á vopnahléi. 11. júlí 2014 07:00 Öryggisráðið krefst vopnahlés á Gaza-svæðinu Gærdagurinn var sá blóðugasti síðan átök hófust milli Ísraelsmanna og Palestínumanna fyrir rúmri viku en 13 ísraelskir hermenn og 100 Palestínumenn féllu í gær. 21. júlí 2014 08:12 Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Utanríkisráðherra gerir vel í að veita tólf milljónir króna til hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna á Gasa auk þess að hafa áður fordæmt beitingu vopna á svæðinu og áréttað ólögmæti landtöku Ísraelsmanna og aðskilnaðarmúrsins sem þeir hafa reist. Spurningin um hvort nóg er að gert hlýtur samt að vakna. Með einhverju móti þarf að stöðva ofríki Ísraels og brot á alþjóðalögum sem viðgengist hafa árum saman. Nýjustu árásir á Gasa mættu gjarnan vera dropinn sem fyllir mælinn hjá ríkjum heims. Varaformaður Samfylkingarinnar hefur síðustu daga talað fyrir því að slíta stjórnmálasamstarfi við Ísrael og formaður Vinstri grænna hefur í samtali við RÚV sagt nauðsynlegt að skoða hvort til greina komi að fara þá leið. Utanríkisráðherra hefur hins vegar sagst andvígur sambandsslitum. Vænlegra sé til árangurs að halda opnum diplómatískum leiðum og tala sig að lausn deilumála. Sú leið hefur hins vegar verið reynd í rúm 40 ár án árangurs, utan að Ísraelsmenn hafa á meðan sölsað undir sig enn meira land og þrengt enn frekar að íbúum Palestínu með hvers konar ofbeldi. Formaður félagsins Zion Vinir Ísraels fékk á Bylgjunni í gærmorgun að úttala sig um eigin álit á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs og hvar þar væri helst pottur brotinn. Ekki þarf að koma á óvart að hann hallaðist í tali sínu á sveif með Ísraelsmönnum og taldi helstu ógn við frið á svæðinu vera komna frá Hamas-samtökunum. Ísraelsmenn og talsmenn þeirra hafa enda löngum verið duglegir að kenna öllum öðrum um til að réttlæta stríðsglæpi sína og brot á alþjóðalögum. Engu betur gekk nefnilega að koma á friði á svæðinu áður en Hamas var kosið til valda í Palestínu. Stundum virðist gleymast að það er Ísrael sem fer fram með ófriði og hefur hernumið lönd í kringum sig. Ekki öfugt. Þá er rammskökk mynd dregin upp af aðstæðum með því að láta sem jafningjar stríði. Ef maður ætti að persónugera ástandið þá mætti líkja Ísraelsríki við nauðgara sem réttlætir það að berja fórnarlamb sitt í hel með því að það hafi reynt að verja hendur sínar. Til stendur að utanríkismálanefnd komi saman núna í vikulokin til að ræða árásir Ísraelshers á Gasa. Óskandi væri að niðurstaða þeirra viðræðna yrði ákvörðun um aðgerðir sem eftir væri tekið á alþjóðavettvangi og hvetti önnur ríki til dáða við að stöðva ofbeldisverk og ofríki Ísraelsmanna í Palestínu. Innlegg í þá umræðu gæti verið að Síle hefur nýverið, í ljósi síðustu atburða á Gasa, gert hlé á fríverslunarviðræðum við Ísrael. Hér mætti til dæmis fara þá leið Suður-Afríku að láta sérmerkja innflutning frá hernumdum svæðum í Palestínu. Sagan sýnir að aðgerða er þörf. Friðarviðræður án þrýstings alþjóðasamfélagsins gera ekki annað en að framlengja núverandi ástand og veita Ísraelsmönnum skjól til áframhaldandi ofbeldisverka og landtöku. Krafan er um að Ísrael hlíti alþjóðalögum og skili aftur hernumdum svæðum. Sú krafa getur ekki talist ósanngjörn. Á grundvelli landamæra frá því fyrir Sex daga stríðið 1967 má svo reyna að koma á friði sem heldur.
Forsætisráðherra Tyrklands segir Ísraela meiri villimenn en Hitler Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands gagnrýndi Ísraelsmenn harðlega í ræðu í gær þar sem hann sagði innrás Ísraela á Gaza fela í sér meiri villimennsku en Hitler hafi sýnt. 20. júlí 2014 14:50
Netanyahu: Ekkert stríð réttlætanlegra Benjamín Netanyahu, forseti Ísraels, boðaði áframhaldandi hernaðaraðgerðir í gær. 21. júlí 2014 12:00
Annar útifundur á morgun vegna ástandsins á Gaza Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur erindi á útifundi félagsins Ísland-Palestína á Lækjartorgi. 22. júlí 2014 11:38
Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30
Formaður Vina Ísraels kennir Hamas um átökin „Hvort sem er haldið með einum eða öðrum, það þarf að ljúka þessu af,“ segir Ólafur Jóhannsson. 22. júlí 2014 12:02
Hjálparstarfsmenn á Gaza örmagna Khalil Abu Foul, yfirmaður Rauða hálfmánans á Gaza sagði í fréttum stöðvar tvo hjálparstarfið mjög laskað. Um sextíu hjálparsveitarmannanna eru særðir og vinna á nokkurrar verndar. Khalil segir þá örmagna. Tíu sjúkrabílar eru skemmdir og sumir þeirra gjörónýtir og hjálpargögn núna af skornum skammti. 21. júlí 2014 18:53
Íslensk stjórnvöld gefa 12 milljónir til Gaza Gunnar Bragi Sveinsson hefur ákveðið að styrkja stofnanir Sameinuðu þjóðanna á átakasvæðinu 22. júlí 2014 10:25
Rauði krossinn styrkir Gasa Heilar 10 milljónir farnar til Rauða hálfmánans í Palestínu. 22. júlí 2014 12:00
Vill að ríkisstjórnin geri meira en að senda máttlausa fordæmingu „Megininntakið í ræðunni minni var afskiptaleysi alþjóðasamfélagsins og þetta þögla samþykki,“ sagði Arna Ösp í gær eftir mótmælafund Íslands-Palestínu. 15. júlí 2014 08:00
Skorað á stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Það er löngu fullreynt að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn, segir Illugi Jökulsson rithöfundur. 22. júlí 2014 13:30
Sjúkrahúsið illa leikið eftir árásir Ísraelsmanna Fjórir hið minnsta létust og fimmtán særðust eftir að Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahúsið. Myndbandið sýnir hvernig um var að litast í byggingunni. 22. júlí 2014 00:05
Kerry og Moon funda vegna Gasa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, funda nú í Kæró vegna ástandsins á Gasa-svæðinu. 22. júlí 2014 06:56
Palestínumenn eitt stórt skotmark Ísraelar hófu loftárásir sínar á Gasa-svæðið af fullri hörku í gær. Forseti Palestínumanna, Mahmoud Assan, er nú í Kaíró en hefur lítið rætt stríðið. Stuðningur Palestínumanna við hann hefur minnkað og færst til Hamas. 17. júlí 2014 08:00
Konur og börn falla í loftárásum Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leita verði allra leiða til að koma á vopnahléi. 11. júlí 2014 07:00
Öryggisráðið krefst vopnahlés á Gaza-svæðinu Gærdagurinn var sá blóðugasti síðan átök hófust milli Ísraelsmanna og Palestínumanna fyrir rúmri viku en 13 ísraelskir hermenn og 100 Palestínumenn féllu í gær. 21. júlí 2014 08:12
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun