Fimm þýðingar á glæpasögum tilnefndar til Ísnálarinnar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. júlí 2014 13:00 Magnea J. Matthíasdóttir: "Gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“ Vísir/GVA „Glæpasögur eru stór hluti af því sem fólk les og það er ekki endilega neitt auðveldara að þýða glæpasögur en aðrar bókmenntir,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, spurð hvað komi til að ákveðið hafi verið að veita sérstök verðlaun fyrir þýðingu á glæpasögu. „Okkur fannst tímabært að veita þeim dálitla athygli. Það eru fjölmargir þýðendur sem vinna við það að þýða glæpasögur og margir þeirra gera það mjög vel.“ Magnea segir að þrátt fyrir að glæpasögur njóti mikilla vinsælda lesenda þá þyki sú bókmenntagrein enn ómerkilegri en margar aðrar. „Það er ekki alveg réttlátt því þetta eru ekki bara bækur sem maður les sér til afþreyingar. Oft taka þær á samfélagsmálum og eitt einkenni góðra glæpasagna er að þær tala beint inn í nútímann eins og öll góð bókmenntaverk.“ Að verðlaununum standa, auk Bandalags þýðenda og túlka, Hið íslenska glæpafélag og glæpasagnahátíðin Iceland Noir og verða þau afhent í fyrsta sinn á hátíðinni Iceland Noir í Norræna húsinu, þann 22. nóvember næstkomandi. Þær glæpasögur sem gefnar hafa verið út síðan í júní í fyrra voru gjaldgengar til tilnefningar en dómnefnd, skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttur, alþingismanni og fyrrverandi menntamálaráðherra, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókmenntagagnrýnanda, Magneu J. Matthíasdóttur, Quentin Bates, rithöfundi og þýðanda, og Ragnari Jónassyni rithöfundi, valdi fimm bækur á listann yfir tilnefningar til Ísnálarinnar. „Þetta er búinn að vera ansi stífur lestur,“ segir Magnea. „Það hefur komið út alveg óhemjumagn af glæpasögum á þessu tímabili, miklu meira en mig óraði fyrir þegar við byrjuðum. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“Þessar bækur eru tilnefndar til Ísnálarinnar: Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen. Sigurður Karlsson þýddi. Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn. Bjarni Jónsson þýddi. Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser. Ævar Örn Jósepsson þýddi. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l'affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker. Friðrik Rafnsson þýddi. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Glæpasögur eru stór hluti af því sem fólk les og það er ekki endilega neitt auðveldara að þýða glæpasögur en aðrar bókmenntir,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, spurð hvað komi til að ákveðið hafi verið að veita sérstök verðlaun fyrir þýðingu á glæpasögu. „Okkur fannst tímabært að veita þeim dálitla athygli. Það eru fjölmargir þýðendur sem vinna við það að þýða glæpasögur og margir þeirra gera það mjög vel.“ Magnea segir að þrátt fyrir að glæpasögur njóti mikilla vinsælda lesenda þá þyki sú bókmenntagrein enn ómerkilegri en margar aðrar. „Það er ekki alveg réttlátt því þetta eru ekki bara bækur sem maður les sér til afþreyingar. Oft taka þær á samfélagsmálum og eitt einkenni góðra glæpasagna er að þær tala beint inn í nútímann eins og öll góð bókmenntaverk.“ Að verðlaununum standa, auk Bandalags þýðenda og túlka, Hið íslenska glæpafélag og glæpasagnahátíðin Iceland Noir og verða þau afhent í fyrsta sinn á hátíðinni Iceland Noir í Norræna húsinu, þann 22. nóvember næstkomandi. Þær glæpasögur sem gefnar hafa verið út síðan í júní í fyrra voru gjaldgengar til tilnefningar en dómnefnd, skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttur, alþingismanni og fyrrverandi menntamálaráðherra, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og bókmenntagagnrýnanda, Magneu J. Matthíasdóttur, Quentin Bates, rithöfundi og þýðanda, og Ragnari Jónassyni rithöfundi, valdi fimm bækur á listann yfir tilnefningar til Ísnálarinnar. „Þetta er búinn að vera ansi stífur lestur,“ segir Magnea. „Það hefur komið út alveg óhemjumagn af glæpasögum á þessu tímabili, miklu meira en mig óraði fyrir þegar við byrjuðum. En þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gleðilegt að geta vakið athygli á þýðingum þessara bóka sem yfirleitt eru ekki tilnefndar til annarra verðlauna eða mikið hampað.“Þessar bækur eru tilnefndar til Ísnálarinnar: Að gæta bróður míns (Veljeni vartija) eftir Antti Tuomainen. Sigurður Karlsson þýddi. Brynhjarta (Panserhjerte) eftir Jo Nesbø. Bjarni Gunnarsson þýddi. Hún er horfin (Gone Girl) eftir Gillian Flynn. Bjarni Jónsson þýddi. Manneskja án hunds (Människa utan hund) eftir Håkan Nesser. Ævar Örn Jósepsson þýddi. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert (La Vérité sur l'affaire Harry Quebert) eftir Joël Dicker. Friðrik Rafnsson þýddi.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira