Funi verður á ferð og flugi í allt sumar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. júlí 2014 17:00 Bára og Chris. "Þetta verður blandað prógramm, meðal annars vísur eftir föður minn,“ segir Bára. Mynd/Úr einkasafni Við ætlum að spila á hljóðfæri sem fólk heyrir ekki oft í, langspil, íslenska fiðlu, finnskt hljóðfæri sem heitir kantele og svo auðvitað gítar,“ segir Bára Grímsdóttir spurð hvaða tónlist þau Chris Foster ætli að flytja á tónleikunum á Gljúfrasteini á sunnudaginn. „Þetta verður blandað prógramm, lög af diskunum okkar tveimur, Funa og Flúri, og líka annað efni, meðal annars vísur eftir föður minn, fallega vetrarlýsingu um Vatnsdalinn.“ Bára og Chris hafa nóg fyrir stafni í sumar, eru að vinna nýtt efni auk þess sem þau munu spila á Hólum í Hjaltadal um verslunarmannahelgina og taka þátt í ráðstefnunni Tradition for Tomorrow á Akureyri seinnihluta ágústmánaðar þar sem þau verða bæði með tónleika og vinnusmiðjur. „Þetta er stærsti viðburður sinnar tegundar á Norðurlöndum,“ segir Bára. „Það verða þarna söngvarar, tónlistarmenn og dansarar frá öllum Norðurlöndunum.“ Auk alls þessa verða þau Bára og Chris með tónleika í Norræna húsinu ásamt norrænu tónlistarfólki þann 19. ágúst. „Þannig að það er nóg að gera en við byrjum sem sagt á Gljúfrasteini á sunnudaginn,“ klykkir Bára út. Stofutónleikarnir á Gljúfrasteini eru haldnir hvern sunnudag frá 1. júní til 31. ágúst og hefjast ávallt klukkan 16. Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Við ætlum að spila á hljóðfæri sem fólk heyrir ekki oft í, langspil, íslenska fiðlu, finnskt hljóðfæri sem heitir kantele og svo auðvitað gítar,“ segir Bára Grímsdóttir spurð hvaða tónlist þau Chris Foster ætli að flytja á tónleikunum á Gljúfrasteini á sunnudaginn. „Þetta verður blandað prógramm, lög af diskunum okkar tveimur, Funa og Flúri, og líka annað efni, meðal annars vísur eftir föður minn, fallega vetrarlýsingu um Vatnsdalinn.“ Bára og Chris hafa nóg fyrir stafni í sumar, eru að vinna nýtt efni auk þess sem þau munu spila á Hólum í Hjaltadal um verslunarmannahelgina og taka þátt í ráðstefnunni Tradition for Tomorrow á Akureyri seinnihluta ágústmánaðar þar sem þau verða bæði með tónleika og vinnusmiðjur. „Þetta er stærsti viðburður sinnar tegundar á Norðurlöndum,“ segir Bára. „Það verða þarna söngvarar, tónlistarmenn og dansarar frá öllum Norðurlöndunum.“ Auk alls þessa verða þau Bára og Chris með tónleika í Norræna húsinu ásamt norrænu tónlistarfólki þann 19. ágúst. „Þannig að það er nóg að gera en við byrjum sem sagt á Gljúfrasteini á sunnudaginn,“ klykkir Bára út. Stofutónleikarnir á Gljúfrasteini eru haldnir hvern sunnudag frá 1. júní til 31. ágúst og hefjast ávallt klukkan 16.
Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira