„Hefðbundinn“ Hamlet í Hörpu Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 28. júlí 2014 11:00 Hamlet í Hörpu. „Einkenni sýningarinnar var algert tilgerðarleysi. Uppfærslan var eins trú verkinu og um er hægt að biðja.“ Mynd/Helena Miscioscia Leiklist: Hamlet Shakespeare‘s Globe Theatre Sýnt í Hörpu 23. júlí Heimsókn leikhópa utan úr hinum stóra heimi er fagnaðarefni í sjálfu sér; bráðnauðsynlegur spegill á hið íslenska leiksvið. Og á miðvikudag 23. þessa mánaðar var sýning sjálfs Shakespeare"s Globe Theatre á Hamlet í Hörpu. Globe var leikhús Shakespeares og þetta verður þannig að teljast eins nálægt rótunum og komist verður. Og, þessi sýning má teljast mikilvæg fyrir umræðu um íslenskt leikhús.Skiljanlegur Shakespeare Svo skemmtilega vill til að Harpan minnir í mörgu á Globe og hentaði vel fyrir þessa sýningu. Og lýsingin einhvern veginn undirstrikaði þetta, afskaplega hrá og áhorfendur voru ekki faldir í myrkri heldur vel sjáanlegir. Ekki er sjálfgefið að Harpan henti vel fyrir leiksýningar en leikhópurinn, sem fer um heiminn og hefur einsett sér að sækja heim öll heimsins lönd með þessa sýningu, er með einfalda en hugvitsamlega leikmynd með sér sem fór ágætlega á sviðinu og var með litlum tilfæringum hægt að breyta eftir því hvar atriðin áttu sér stað. Textinn var fram fluttur af myndugleik og naut sín vel í góðum hljómburði tónleikahússins. Og umhugsunarefni má það vera fyrir íslenska málverndunarmenn hversu skiljanleg enska Shakespeares er. Líkast til gengur nútímafólki betur að skilja það tungumál en gamlar þýðingar á verkum hans. Og þar drýpur viskan af hverri replikku.Þéttur Hamlet Styttingar á verkinu voru að mínu viti vel heppnaðar, Hamlet allur tekur fimm klukkustundir í flutningi, en ég saknaði einskis. Reyndar er nokkuð langt síðan ég las verkið síðast, en ég var til dæmis þakklátur fyrir það að hinar mikilvægu persónur Rosencranz og Guildernstern, sem oft fá að fjúka við styttingu, fengu að halda sínum hlut í sýningunni. Leikararnir voru misgóðir. Ófelía er erfitt hlutverk og skorti harmræna dýpt, Hamlet var smámæltur og fremur yfirdrifinn á köflum meðan Geirþrúður drottning og Kládíus voru einkar vel leikin. Draugurinn var flottur og þannig mætti svo sem áfram telja en það þjónar í sjálfu sér litlu hlutverki því þrátt fyrir þetta var leikhópurinn samhentur og þéttur, sýningin rann vel í góðu tempói og milli atriða flutti hópurinn af ágætri kúnst tónlist sem minnti á tíma Shakespeares.Shakespeare Baltasars Einkenni sýningarinnar var algert tilgerðarleysi. Verkið var flutt blátt áfram. Leikhópurinn var eins trúr leikritinu og hugsast getur, treysti verkinu enda; ef leikhópur getur ekki treyst Hamlet, hverju má þá treysta í þessari viðsjárverðu veröld? Nokkuð sem við myndum kalla eins hefðbundna sýningu og hugsast getur. Þar sem ég var að velta þessu fyrir mér á leið frá Hörpu, yfir brúna, vatt sér að mér einn virtasti leikhúsmaður þjóðarinnar, af gamla skólanum meira að segja, og spurði hvort ég ætlaði að skrifa um þessi ósköp? Þetta væri nú ekki merkileg leiklist. Þarna skorti allt sem heita má greining á verkinu. Já. Og ég sem var farinn að ímynda mér að sýningin hefði verið ágæt. Undanfarin ár og áratugi hefur íslenskt leikhús byggt á leikstjóraleikhúsi að hætti Peter Brook; spuna og svo er þetta spurning um Shakespeare Gíós, Shakespeare Baltasars, Shakespeare Jóns Páls eða Bergs Þórs. Áhorfendur mæta í leikhúsið og leikurinn gengur í raun út á að átta sig á þeirra sýn á verkið og svo velta því fyrir sér hvort sú sýn byggi á misskilningi. Sem hún er oftast að mati Jóns Viðars sem telur menn misskilja verkið hrapalega.Shakespeare Shakespeares Meðvitað sem ómeðvitað hefur íslenskt leikhúsfólk verið á hröðum flótta frá verkinu, og hefur tekið bókstaflega orð Halldórs Laxness sem sagði einhverju sinni að leikrit væri ekki annað en ómerkilegur uppdráttur; sýningin væri hið endanlega takmark – list augnabliksins. En, menn lesa nú engu að síður verk Shakespeares af bók sér til gagns og ánægju. Merking hugtaksins hefðbundin sýning hefur þannig snúist á haus. Í þeim skilningi má sýning Globe heita frumleg. En, þeirri spurningu verður ekki svarað hér hvort slíkar sýningar, þar sem leikhópurinn leggur ekki til neinn nýjan skilning, eru einhvers virði. Hvort það sé einhvers virði fyrir áhorfanda dagsins í dag að mæta á sýningu sem er Shakespeare Shakespeares? Sem er gild spurning. Þar er efinn.Niðurstaða: Uppfærsla sem var eins trú verkinu og um er hægt að biðja, og varpar þannig, óvænt, mikilvægu ljósi á íslenskt leikhús. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Hamlet Shakespeare‘s Globe Theatre Sýnt í Hörpu 23. júlí Heimsókn leikhópa utan úr hinum stóra heimi er fagnaðarefni í sjálfu sér; bráðnauðsynlegur spegill á hið íslenska leiksvið. Og á miðvikudag 23. þessa mánaðar var sýning sjálfs Shakespeare"s Globe Theatre á Hamlet í Hörpu. Globe var leikhús Shakespeares og þetta verður þannig að teljast eins nálægt rótunum og komist verður. Og, þessi sýning má teljast mikilvæg fyrir umræðu um íslenskt leikhús.Skiljanlegur Shakespeare Svo skemmtilega vill til að Harpan minnir í mörgu á Globe og hentaði vel fyrir þessa sýningu. Og lýsingin einhvern veginn undirstrikaði þetta, afskaplega hrá og áhorfendur voru ekki faldir í myrkri heldur vel sjáanlegir. Ekki er sjálfgefið að Harpan henti vel fyrir leiksýningar en leikhópurinn, sem fer um heiminn og hefur einsett sér að sækja heim öll heimsins lönd með þessa sýningu, er með einfalda en hugvitsamlega leikmynd með sér sem fór ágætlega á sviðinu og var með litlum tilfæringum hægt að breyta eftir því hvar atriðin áttu sér stað. Textinn var fram fluttur af myndugleik og naut sín vel í góðum hljómburði tónleikahússins. Og umhugsunarefni má það vera fyrir íslenska málverndunarmenn hversu skiljanleg enska Shakespeares er. Líkast til gengur nútímafólki betur að skilja það tungumál en gamlar þýðingar á verkum hans. Og þar drýpur viskan af hverri replikku.Þéttur Hamlet Styttingar á verkinu voru að mínu viti vel heppnaðar, Hamlet allur tekur fimm klukkustundir í flutningi, en ég saknaði einskis. Reyndar er nokkuð langt síðan ég las verkið síðast, en ég var til dæmis þakklátur fyrir það að hinar mikilvægu persónur Rosencranz og Guildernstern, sem oft fá að fjúka við styttingu, fengu að halda sínum hlut í sýningunni. Leikararnir voru misgóðir. Ófelía er erfitt hlutverk og skorti harmræna dýpt, Hamlet var smámæltur og fremur yfirdrifinn á köflum meðan Geirþrúður drottning og Kládíus voru einkar vel leikin. Draugurinn var flottur og þannig mætti svo sem áfram telja en það þjónar í sjálfu sér litlu hlutverki því þrátt fyrir þetta var leikhópurinn samhentur og þéttur, sýningin rann vel í góðu tempói og milli atriða flutti hópurinn af ágætri kúnst tónlist sem minnti á tíma Shakespeares.Shakespeare Baltasars Einkenni sýningarinnar var algert tilgerðarleysi. Verkið var flutt blátt áfram. Leikhópurinn var eins trúr leikritinu og hugsast getur, treysti verkinu enda; ef leikhópur getur ekki treyst Hamlet, hverju má þá treysta í þessari viðsjárverðu veröld? Nokkuð sem við myndum kalla eins hefðbundna sýningu og hugsast getur. Þar sem ég var að velta þessu fyrir mér á leið frá Hörpu, yfir brúna, vatt sér að mér einn virtasti leikhúsmaður þjóðarinnar, af gamla skólanum meira að segja, og spurði hvort ég ætlaði að skrifa um þessi ósköp? Þetta væri nú ekki merkileg leiklist. Þarna skorti allt sem heita má greining á verkinu. Já. Og ég sem var farinn að ímynda mér að sýningin hefði verið ágæt. Undanfarin ár og áratugi hefur íslenskt leikhús byggt á leikstjóraleikhúsi að hætti Peter Brook; spuna og svo er þetta spurning um Shakespeare Gíós, Shakespeare Baltasars, Shakespeare Jóns Páls eða Bergs Þórs. Áhorfendur mæta í leikhúsið og leikurinn gengur í raun út á að átta sig á þeirra sýn á verkið og svo velta því fyrir sér hvort sú sýn byggi á misskilningi. Sem hún er oftast að mati Jóns Viðars sem telur menn misskilja verkið hrapalega.Shakespeare Shakespeares Meðvitað sem ómeðvitað hefur íslenskt leikhúsfólk verið á hröðum flótta frá verkinu, og hefur tekið bókstaflega orð Halldórs Laxness sem sagði einhverju sinni að leikrit væri ekki annað en ómerkilegur uppdráttur; sýningin væri hið endanlega takmark – list augnabliksins. En, menn lesa nú engu að síður verk Shakespeares af bók sér til gagns og ánægju. Merking hugtaksins hefðbundin sýning hefur þannig snúist á haus. Í þeim skilningi má sýning Globe heita frumleg. En, þeirri spurningu verður ekki svarað hér hvort slíkar sýningar, þar sem leikhópurinn leggur ekki til neinn nýjan skilning, eru einhvers virði. Hvort það sé einhvers virði fyrir áhorfanda dagsins í dag að mæta á sýningu sem er Shakespeare Shakespeares? Sem er gild spurning. Þar er efinn.Niðurstaða: Uppfærsla sem var eins trú verkinu og um er hægt að biðja, og varpar þannig, óvænt, mikilvægu ljósi á íslenskt leikhús.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira