Jafnrétti verður að ná til allra Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. júlí 2014 07:00 Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu í Reykjavík á laugardaginn. Slík þátttaka fer fram úr björtustu vonum og sýnir vonandi að æ stærri hluti þjóðarinnar lætur sig varða hvernig komið er fram við þolendur kynferðisofbeldis. Að göngunni lokinni voru haldnar ræður, ágætar allar og til þess fallnar að að vekja fólk til umhugsunar um þá fordóma sem þolendur kynferðisofbeldis mega sæta bæði frá löggæslu, dómskerfi og almenningi. Tvær ræður skáru sig þó töluvert úr og voru, að öðrum ólöstuðum, það sem upp úr stóð í huga áheyrenda eftir daginn. Önnur fjallaði um ofbeldi gegn fötluðum konum og hin um viðhorf til asískra kvenna á Íslandi. Í ræðu Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur kom fram að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Það er geigvænlega hátt hlutfall og þeir fordómar og mannfyrirlitning sem að baki liggja ættu að valda andvökum hjá öllum sem heyrðu. „Við sem fatlaðar konur lifum við ákveðna ofbeldismenningu sem réttlætir allt ofbeldið og segir okkur að ofbeldið sé eðlilegur og óumflýjanlegur hluti af lífi fatlaðs fólks,“ sagði Embla meðal annars. Hörð orð en skelfilega sönn, sé tekið mið af statistík. Orð sem segja skelfilega sögu um þann hugsunarhátt sem ríkir í þjóðfélaginu, því eins og Embla benti á þá er hér ekki á ferðinni neitt náttúrulögmál og það hlýtur að vera markmið alls hugsandi fólks að breyta þessum hugsunarhætti og standa vörð um réttlæti fatlaðs fólks eins og annarra þjóðfélagsþegna. Hin ræðan sem skar sig úr og vakti óhug var ræða Cynthiu Trililani þar sem hún fjallaði um viðhorf samfélagsins til asískra kvenna sem hér búa. Þar kom fram að í augum Íslendinga væru konur af asískum uppruna álitnar fátækar, ómenntaðar, þægar, kúgaðar og kynferðisleg leikföng. „Þegar ég var að leita að vinnu var mér ráðlagt að vinna sem nuddari án þess þó að vera spurð um nám og reynslu mína. Í sumum tilfellum þegar ég fór út að skemmta mér með vinkonum mínum frá Asíu var okkur neitað um inngöngu á skemmtistaði með eftirfarandi ástæðu: Við erum að reyna að viðhalda góðu orðspori staðarins,“ sagði Cynthia. Þeir fordómar og fyrirlitning sem í tilvitnuðum orðum dyravarðanna felast eru ekkert einsdæmi og sýna hversu langt í land við eigum til að Ísland geti kallast fjölmenningarþjóðfélag. Upplifun beggja þessara kvenna sem vitnað er í hér að framan ætti að verða okkur öllum áminning um það hversu langt við eigum í land til að allir hópar samfélagsins sitji við sama borð. Við stærum okkur gjarna af því að vera fremst í jafnréttismálum í heiminum en jafnrétti á ekki bara að vera á milli kynja, það verður að ná til allra þjóðfélagshópa. Það er ekki nóg að ráða svo og svo margar konur í ábyrgðarstöður í stjórnsýslunni. Á meðan minnihlutahópar kvenna búa við upplifun sem þessa frá degi til dags getum við ekki talað um að við höfum náð árangri í jafnréttismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu í Reykjavík á laugardaginn. Slík þátttaka fer fram úr björtustu vonum og sýnir vonandi að æ stærri hluti þjóðarinnar lætur sig varða hvernig komið er fram við þolendur kynferðisofbeldis. Að göngunni lokinni voru haldnar ræður, ágætar allar og til þess fallnar að að vekja fólk til umhugsunar um þá fordóma sem þolendur kynferðisofbeldis mega sæta bæði frá löggæslu, dómskerfi og almenningi. Tvær ræður skáru sig þó töluvert úr og voru, að öðrum ólöstuðum, það sem upp úr stóð í huga áheyrenda eftir daginn. Önnur fjallaði um ofbeldi gegn fötluðum konum og hin um viðhorf til asískra kvenna á Íslandi. Í ræðu Emblu Guðrúnar Ágústsdóttur kom fram að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Það er geigvænlega hátt hlutfall og þeir fordómar og mannfyrirlitning sem að baki liggja ættu að valda andvökum hjá öllum sem heyrðu. „Við sem fatlaðar konur lifum við ákveðna ofbeldismenningu sem réttlætir allt ofbeldið og segir okkur að ofbeldið sé eðlilegur og óumflýjanlegur hluti af lífi fatlaðs fólks,“ sagði Embla meðal annars. Hörð orð en skelfilega sönn, sé tekið mið af statistík. Orð sem segja skelfilega sögu um þann hugsunarhátt sem ríkir í þjóðfélaginu, því eins og Embla benti á þá er hér ekki á ferðinni neitt náttúrulögmál og það hlýtur að vera markmið alls hugsandi fólks að breyta þessum hugsunarhætti og standa vörð um réttlæti fatlaðs fólks eins og annarra þjóðfélagsþegna. Hin ræðan sem skar sig úr og vakti óhug var ræða Cynthiu Trililani þar sem hún fjallaði um viðhorf samfélagsins til asískra kvenna sem hér búa. Þar kom fram að í augum Íslendinga væru konur af asískum uppruna álitnar fátækar, ómenntaðar, þægar, kúgaðar og kynferðisleg leikföng. „Þegar ég var að leita að vinnu var mér ráðlagt að vinna sem nuddari án þess þó að vera spurð um nám og reynslu mína. Í sumum tilfellum þegar ég fór út að skemmta mér með vinkonum mínum frá Asíu var okkur neitað um inngöngu á skemmtistaði með eftirfarandi ástæðu: Við erum að reyna að viðhalda góðu orðspori staðarins,“ sagði Cynthia. Þeir fordómar og fyrirlitning sem í tilvitnuðum orðum dyravarðanna felast eru ekkert einsdæmi og sýna hversu langt í land við eigum til að Ísland geti kallast fjölmenningarþjóðfélag. Upplifun beggja þessara kvenna sem vitnað er í hér að framan ætti að verða okkur öllum áminning um það hversu langt við eigum í land til að allir hópar samfélagsins sitji við sama borð. Við stærum okkur gjarna af því að vera fremst í jafnréttismálum í heiminum en jafnrétti á ekki bara að vera á milli kynja, það verður að ná til allra þjóðfélagshópa. Það er ekki nóg að ráða svo og svo margar konur í ábyrgðarstöður í stjórnsýslunni. Á meðan minnihlutahópar kvenna búa við upplifun sem þessa frá degi til dags getum við ekki talað um að við höfum náð árangri í jafnréttismálum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun