Hálaunafólk án jarðtengingar Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. júlí 2014 07:00 Falskur hljómur er í undrun Samtaka atvinnulífsins á því launaskriði sem hér hefur átt sér stað hjá stjórnendum og millistjórnendum. Ef einhver á að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að launaþróun þá eru það einmitt Samtök atvinnulífsins, sem í kjarasamningum fara með samningsumboð fyrir stóran hluta fyrirtækja í landinu. Þá getur tæpast talist annað en útúrsnúningur að halda því fram að launahækkanir forstjóra og millistjórnenda í fyrirtækjum síðustu ár séu svipaðar og jafnvel minni en nemi almennri launaþróun í landinu, jafnvel þótt hlutfallsleg hækkun sé svipuð, um 45 prósent á móti 43 prósentum, frá árinu 2006. Fjörutíu og fimm prósenta hækkun á hundrað þúsund krónur skilar 45 þúsund krónum. Sama hækkun á milljón skilar hálaunamanninum 450 þúsund krónum. Samt er inntakið í tilkynningu sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér á mánudag að launaþróunin hafi verið með áþekkum hætti. Samt er annar að fá rúmlega 400 þúsund krónum meiri hækkun en hinn. Er hækkunin áþekk? Nei. Er þetta hópurinn sem í mestri þörf var fyrir kjarabót? Nei. Venjulegu fólki hlýtur að ofbjóða þegar upplýsist að stjórnendur og millistjórnendur fyrirtækja þessa lands hafi á síðasta ári skammtað sér og sínum margfaldar launahækkanir á við þær sem öðrum standa til boða; hækkanir upp á tugi ef ekki hundruð þúsunda á mánaðarlaunin. Á sama tíma hömruðu samtök þessara fyrirtækja á því í sjónvarpsauglýsingum fyrir síðustu kjarasamninga að launþegar yrðu að stilla kröfum sínum í hóf til þess að tryggja hér verðstöðugleika. Ekki er laust við að sú hugsun leiti á að þessum sömu fyrirtækjum sé kannski illa stjórnað, af fólki sem ekki kann fótum sínum forráð í græðgi sinni. Héldu stjórnendur íslenskra fyrirtækja að það tæki enginn eftir því hvaða laun þeir skammta sér? Eða er jarðtengingin svo lítil að fólki finnist bara allt í lagi að skammta sér launahækkanir sem nema tvö- og þreföldum mánaðarlaunum verkafólks í landinu. Það liggur í hlutarins eðli að ætli menn að halda áfram að moka undir rassgatið á hálaunafólki þá þarf hinn almenni launamaður að fá eitthvað í sinn hlut líka. Holur hljómur er þá í ákalli um að allur almenningur axli ábyrgð á verðlagsþróun í landinu og sætti sig við lág laun. (Verðlagsþróun sem hvort eð er ræðst að mestu af öðrum hlutum, svo sem hrávöruverði í útlöndum, verði á olíu og öðrum innflutningi, í takti við dynti örmyntarinnar sem hér er haldið úti.). Í þessum tölum um launaskrið stjórnenda, sem í hámæli komust í tengslum við birtingu álagningarskráa skattsins, endurspeglast líka það óréttlæti sem felst í að semja um prósentuhækkanir launa. Hví skyldi sá sem er með hæstu launin fá mestu hækkunina og sá minnst sem lægstu launin hefur. Mætti velta fyrir sér krónutöluhækkun á línuna? Eða er þar gengið of freklega á hlut þeirra sem mest fá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun
Falskur hljómur er í undrun Samtaka atvinnulífsins á því launaskriði sem hér hefur átt sér stað hjá stjórnendum og millistjórnendum. Ef einhver á að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að launaþróun þá eru það einmitt Samtök atvinnulífsins, sem í kjarasamningum fara með samningsumboð fyrir stóran hluta fyrirtækja í landinu. Þá getur tæpast talist annað en útúrsnúningur að halda því fram að launahækkanir forstjóra og millistjórnenda í fyrirtækjum síðustu ár séu svipaðar og jafnvel minni en nemi almennri launaþróun í landinu, jafnvel þótt hlutfallsleg hækkun sé svipuð, um 45 prósent á móti 43 prósentum, frá árinu 2006. Fjörutíu og fimm prósenta hækkun á hundrað þúsund krónur skilar 45 þúsund krónum. Sama hækkun á milljón skilar hálaunamanninum 450 þúsund krónum. Samt er inntakið í tilkynningu sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér á mánudag að launaþróunin hafi verið með áþekkum hætti. Samt er annar að fá rúmlega 400 þúsund krónum meiri hækkun en hinn. Er hækkunin áþekk? Nei. Er þetta hópurinn sem í mestri þörf var fyrir kjarabót? Nei. Venjulegu fólki hlýtur að ofbjóða þegar upplýsist að stjórnendur og millistjórnendur fyrirtækja þessa lands hafi á síðasta ári skammtað sér og sínum margfaldar launahækkanir á við þær sem öðrum standa til boða; hækkanir upp á tugi ef ekki hundruð þúsunda á mánaðarlaunin. Á sama tíma hömruðu samtök þessara fyrirtækja á því í sjónvarpsauglýsingum fyrir síðustu kjarasamninga að launþegar yrðu að stilla kröfum sínum í hóf til þess að tryggja hér verðstöðugleika. Ekki er laust við að sú hugsun leiti á að þessum sömu fyrirtækjum sé kannski illa stjórnað, af fólki sem ekki kann fótum sínum forráð í græðgi sinni. Héldu stjórnendur íslenskra fyrirtækja að það tæki enginn eftir því hvaða laun þeir skammta sér? Eða er jarðtengingin svo lítil að fólki finnist bara allt í lagi að skammta sér launahækkanir sem nema tvö- og þreföldum mánaðarlaunum verkafólks í landinu. Það liggur í hlutarins eðli að ætli menn að halda áfram að moka undir rassgatið á hálaunafólki þá þarf hinn almenni launamaður að fá eitthvað í sinn hlut líka. Holur hljómur er þá í ákalli um að allur almenningur axli ábyrgð á verðlagsþróun í landinu og sætti sig við lág laun. (Verðlagsþróun sem hvort eð er ræðst að mestu af öðrum hlutum, svo sem hrávöruverði í útlöndum, verði á olíu og öðrum innflutningi, í takti við dynti örmyntarinnar sem hér er haldið úti.). Í þessum tölum um launaskrið stjórnenda, sem í hámæli komust í tengslum við birtingu álagningarskráa skattsins, endurspeglast líka það óréttlæti sem felst í að semja um prósentuhækkanir launa. Hví skyldi sá sem er með hæstu launin fá mestu hækkunina og sá minnst sem lægstu launin hefur. Mætti velta fyrir sér krónutöluhækkun á línuna? Eða er þar gengið of freklega á hlut þeirra sem mest fá?