Byrjuðum á að bretta upp ermarnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2014 16:00 Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarness, Ingunn og Högni. „Við byrjuðum á því að bretta upp ermarnar. Það hafði ekki verið búið í húsinu í mörg ár svo af mörgu var að taka. Fyrst fengum við fagmenn í glugga og þak en gerðum sjálf það sem við réðum við,“ segir Ingunn Benediktsdóttir um húsið að Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi sem byggt var af þjóðinni yfir Jóhannes Kjarval listmálara á sjöunda áratugnum. Hún og maður hennar, Högni Óskarsson, keyptu það árið 1991 í mikilli niðurníðslu.1991 Fyrir endurbæturnar.„Við vissum alltaf af húsinu, höfðum hlaupið fram hjá því og hjólað á námsárunum. Svo þegar við sáum það auglýst stukkum við á það en maðurinn minn segir að svona dæmi sé bara fyrir geðlækna,“ segir hún hlæjandi. Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt teiknaði húsið, Seðlabankinn átti lóðina, ríkið byggði og Kjarval lagði fram sjóð – ekkert var til sparað.:2014 Svona er húsið núna.„Kjarval var ánægður með staðsetninguna en orðinn áttræður þegar hafist var handa og upp úr því fór heilsa hans að bila. Þegar honum voru afhentir lyklarnir gerði hann sig máttlausan á stigapallinum, hljóp út í leigubíl, týndi lyklinum og kom aldrei hingað aftur. Miðað við húsakynnin sem hann hafði búið í var þetta auðvitað stórt og mikið,“ lýsir Ingunn. Hún segir þess gætt að breyta ekki arkitektúrnum en fyrirhuguð vinnustofa meistarans hafi verið gerð að stofu, borðstofu og sjónvarpsstofu. „Það er dásamlegt að búa hér,“ segir hún, „friður og fegurð.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við byrjuðum á því að bretta upp ermarnar. Það hafði ekki verið búið í húsinu í mörg ár svo af mörgu var að taka. Fyrst fengum við fagmenn í glugga og þak en gerðum sjálf það sem við réðum við,“ segir Ingunn Benediktsdóttir um húsið að Sæbraut 1 á Seltjarnarnesi sem byggt var af þjóðinni yfir Jóhannes Kjarval listmálara á sjöunda áratugnum. Hún og maður hennar, Högni Óskarsson, keyptu það árið 1991 í mikilli niðurníðslu.1991 Fyrir endurbæturnar.„Við vissum alltaf af húsinu, höfðum hlaupið fram hjá því og hjólað á námsárunum. Svo þegar við sáum það auglýst stukkum við á það en maðurinn minn segir að svona dæmi sé bara fyrir geðlækna,“ segir hún hlæjandi. Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt teiknaði húsið, Seðlabankinn átti lóðina, ríkið byggði og Kjarval lagði fram sjóð – ekkert var til sparað.:2014 Svona er húsið núna.„Kjarval var ánægður með staðsetninguna en orðinn áttræður þegar hafist var handa og upp úr því fór heilsa hans að bila. Þegar honum voru afhentir lyklarnir gerði hann sig máttlausan á stigapallinum, hljóp út í leigubíl, týndi lyklinum og kom aldrei hingað aftur. Miðað við húsakynnin sem hann hafði búið í var þetta auðvitað stórt og mikið,“ lýsir Ingunn. Hún segir þess gætt að breyta ekki arkitektúrnum en fyrirhuguð vinnustofa meistarans hafi verið gerð að stofu, borðstofu og sjónvarpsstofu. „Það er dásamlegt að búa hér,“ segir hún, „friður og fegurð.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira