Eins og að kaupa dóp Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 18:30 Hallgrímur Helgason: "Hún er æðislegur höfundur og vanmetin enn í dag, því miður.“ Vísir/GVA „Ég þekkti ekkert til verka Guðrúnar fyrr en fyrir þremur árum þegar ég var fenginn til að halda erindi um Dalalíf á málþingi um hana í Ketilási,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur spurður hvernig það hafi komið til að hann varð nokkurs konar talsmaður Guðrúnar frá Lundi. Í nýrri endurútgáfu á skáldsögu hennar, Afdalabarni, skrifar Hallgrímur eftirmála og mynd hans af Guðrúnu prýðir forsíðuna. Hann segir áhugann á verkum hennar hafa vaknað eftir lestur Dalalífs. „Það var mjög ánægjuleg reynsla sem kom mér á óvart og opnaði nýjan heim fyrir mér. Hún er æðislegur höfundur og vanmetin enn í dag, því miður.“ Spurður hvað það sé sem geri verk Guðrúnar góð er Hallgrímur fljótur að svara. „Hún nær alltaf heljartökum á lesandanum, maður getur ekki hætt að lesa. Svo er þetta náttúrulega mjög dýrmæt innsýn í gamlan tíma fyrir utan það að hún er meistari í persónusköpun. Persónurnar tala hver sitt tungumál og hún nær að skapa fólk sem er eftirminnilegt. Umfjöllunarefnin eru klassísk; ástir, sorgir, innilokunarkenndin í dalnum og þráin eftir að komast burt en hræðslan við nútímann heldur aftur af fólki. Allt umfjöllunarefni sem standast tímans tönn.“ Hallgrímur segir í eftirmála sínum að Afdalabarni að sagan sé nánast tilbúið handrit að kvikmynd. „Þessi bók er ólík Dalalífi að því leyti að hún er mjög stutt og hnitmiðuð, frekar vel upp byggð og það er áberandi hvað klisjan um Guðrúnu sem höfund sem teygir lopann er röng. Hún þvert á móti fer gífurlega hratt yfir og framvindan hjá henni er eins og skilvinda sem hún stendur við og snýr og snýr þannig að lesandinn þeytist áfram.“ Bækur Guðrúnar frá Lundi hafa lengi verið nánast ófáanlegar og bið eftir þeim á bókasöfnum ansi löng. Hallgrímur segist því fagna því að farið sé að gefa verk hennar út aftur. „Þegar ég var að fara að lesa Dalalíf reyndi ég að fá hana á bókasafni en þar voru óralangir biðlistar þannig að lokum fann ég hana á svörtum markaði. Það var eins og ég væri að kaupa dóp. Maðurinn sem seldi mér orginal-útgáfuna sagðist verða á hvítum sendibíl og bað mig að hitta sig fyrir utan Snælandsvídeó með greiðsluna í reiðufé. Það er gott dæmi um hversu erfitt hefur verið að nálgast bækur hennar og þess vegna er mjög gaman að það skuli verið að endurútgefa fleiri bækur hennar en Dalalíf. Maður var hræddur um að hinar bækurnar væru lélegar en það kom mér ánægjulega á óvart hvað Afdalabarn er góð.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég þekkti ekkert til verka Guðrúnar fyrr en fyrir þremur árum þegar ég var fenginn til að halda erindi um Dalalíf á málþingi um hana í Ketilási,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur spurður hvernig það hafi komið til að hann varð nokkurs konar talsmaður Guðrúnar frá Lundi. Í nýrri endurútgáfu á skáldsögu hennar, Afdalabarni, skrifar Hallgrímur eftirmála og mynd hans af Guðrúnu prýðir forsíðuna. Hann segir áhugann á verkum hennar hafa vaknað eftir lestur Dalalífs. „Það var mjög ánægjuleg reynsla sem kom mér á óvart og opnaði nýjan heim fyrir mér. Hún er æðislegur höfundur og vanmetin enn í dag, því miður.“ Spurður hvað það sé sem geri verk Guðrúnar góð er Hallgrímur fljótur að svara. „Hún nær alltaf heljartökum á lesandanum, maður getur ekki hætt að lesa. Svo er þetta náttúrulega mjög dýrmæt innsýn í gamlan tíma fyrir utan það að hún er meistari í persónusköpun. Persónurnar tala hver sitt tungumál og hún nær að skapa fólk sem er eftirminnilegt. Umfjöllunarefnin eru klassísk; ástir, sorgir, innilokunarkenndin í dalnum og þráin eftir að komast burt en hræðslan við nútímann heldur aftur af fólki. Allt umfjöllunarefni sem standast tímans tönn.“ Hallgrímur segir í eftirmála sínum að Afdalabarni að sagan sé nánast tilbúið handrit að kvikmynd. „Þessi bók er ólík Dalalífi að því leyti að hún er mjög stutt og hnitmiðuð, frekar vel upp byggð og það er áberandi hvað klisjan um Guðrúnu sem höfund sem teygir lopann er röng. Hún þvert á móti fer gífurlega hratt yfir og framvindan hjá henni er eins og skilvinda sem hún stendur við og snýr og snýr þannig að lesandinn þeytist áfram.“ Bækur Guðrúnar frá Lundi hafa lengi verið nánast ófáanlegar og bið eftir þeim á bókasöfnum ansi löng. Hallgrímur segist því fagna því að farið sé að gefa verk hennar út aftur. „Þegar ég var að fara að lesa Dalalíf reyndi ég að fá hana á bókasafni en þar voru óralangir biðlistar þannig að lokum fann ég hana á svörtum markaði. Það var eins og ég væri að kaupa dóp. Maðurinn sem seldi mér orginal-útgáfuna sagðist verða á hvítum sendibíl og bað mig að hitta sig fyrir utan Snælandsvídeó með greiðsluna í reiðufé. Það er gott dæmi um hversu erfitt hefur verið að nálgast bækur hennar og þess vegna er mjög gaman að það skuli verið að endurútgefa fleiri bækur hennar en Dalalíf. Maður var hræddur um að hinar bækurnar væru lélegar en það kom mér ánægjulega á óvart hvað Afdalabarn er góð.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira