Þurfa að spila úrslitaleik bikarkeppninnar á útivelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 06:00 Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad. Vísir/Daníel „Þessu fylgir alltaf sama góða tilfinningin – það er því miður bara alltof langt síðan ég upplifði þetta,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, við Fréttablaðið um bikarúrslitaleikinn gegn Linköping í kvöld. „Ég hef ekki verið mikið í úrslitaleikjunum síðan ég flutti til Svíþjóðar,“ segir hún og hlær við, en Elísabet bjó til nær ósigrandi Valslið sem varð Íslandsmeistari þrisvar í röð og tvisvar til viðbótar undir stjórn aðstoðarþjálfara hennar, Freys Alexanderssonar, eftir að hún fór út. „Það eru alveg átta ár síðan ég vann bikarúrslitaleik þannig að það er tími til kominn,“ bætir hún við. Kristianstad mætir sem fyrr segir Linköping, sem er fyrir fram talið sterkari aðilinn. Leið Kristianstad í úrslitin hefur þó verið flott, en það vann næstbesta lið deildarinnar, KIF Örebro, í undanúrslitum. „Við erum lítið félag á sænskan mælikvarða og þetta er stærsti leikur sem okkar félag hefur spilað. Örebro vann Rosengård í átta liða úrslitum, en við áttum góðan leik í undanúrslitum og unnum þær. Það er alltaf skemmtilegra að komast í úrslit með því að vinna góð lið á leiðinni,“ segir Elísabet. Hvernig metur hún möguleika sinna stúlkna? „Bikarúrslitaleikur er alltaf bikarúrslitaleikur. Mín upplifun er að leikmenn gefa alltaf meira en þeir eiga í þannig leik þannig að möguleikarnir hljóta að teljast jafnir fyrir bæði lið. Linköping er samt sterkara á pappírnum.“ Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir eru á mála hjá Kristianstad og leika lykilhlutverk hjá liðinu. Þá var markavélin Margrét Lára Viðarsdóttir í herbúðum Kristianstad áður en hún tók sér frí vegna barneigna. „Þær eru allar búnar að standa sig mjög vel. Við erum að spila varnarleikinn vel og halda hreinu í helmingi leikjanna í deildinni. En eftir að við misstum Margréti erum við að skora of lítið. Sif verður svo ekki með í bikarúrslitunum vegna meiðsla. Það er nánast öruggt,“ segir Elísabet. Svíar hafa lengi þótt sérstakir þegar kemur að mótafyrirkomulagi og engin breyting er á því þegar kemur að bikarúrslitaleiknum á morgun. Hann fer nefnilega fram á heimavelli Linköping. Ástæðan? „Þetta er þannig að liðið sem hefur spilað færri heimaleiki á leiðinni í úrslitin fær heimaleik. Liðin spiluðu jafnmarga heimaleiki þannig að það var kastað upp á þetta,“ segir Elísabet, en Linköping er um fjögurra tíma keyrsla frá Kristianstad. „Þetta er svolítið kjánalegt. Við reiknum því miður ekki með neitt mörgum frá okkur á leiknum, en vonumst eftir svona 100 manns.“ Leikinn má sjá í beinni útsendingu á sænska ríkissjónvarpinu í kvöld, en hann hefst klukkan 17.00. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Sjá meira
„Þessu fylgir alltaf sama góða tilfinningin – það er því miður bara alltof langt síðan ég upplifði þetta,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, við Fréttablaðið um bikarúrslitaleikinn gegn Linköping í kvöld. „Ég hef ekki verið mikið í úrslitaleikjunum síðan ég flutti til Svíþjóðar,“ segir hún og hlær við, en Elísabet bjó til nær ósigrandi Valslið sem varð Íslandsmeistari þrisvar í röð og tvisvar til viðbótar undir stjórn aðstoðarþjálfara hennar, Freys Alexanderssonar, eftir að hún fór út. „Það eru alveg átta ár síðan ég vann bikarúrslitaleik þannig að það er tími til kominn,“ bætir hún við. Kristianstad mætir sem fyrr segir Linköping, sem er fyrir fram talið sterkari aðilinn. Leið Kristianstad í úrslitin hefur þó verið flott, en það vann næstbesta lið deildarinnar, KIF Örebro, í undanúrslitum. „Við erum lítið félag á sænskan mælikvarða og þetta er stærsti leikur sem okkar félag hefur spilað. Örebro vann Rosengård í átta liða úrslitum, en við áttum góðan leik í undanúrslitum og unnum þær. Það er alltaf skemmtilegra að komast í úrslit með því að vinna góð lið á leiðinni,“ segir Elísabet. Hvernig metur hún möguleika sinna stúlkna? „Bikarúrslitaleikur er alltaf bikarúrslitaleikur. Mín upplifun er að leikmenn gefa alltaf meira en þeir eiga í þannig leik þannig að möguleikarnir hljóta að teljast jafnir fyrir bæði lið. Linköping er samt sterkara á pappírnum.“ Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir eru á mála hjá Kristianstad og leika lykilhlutverk hjá liðinu. Þá var markavélin Margrét Lára Viðarsdóttir í herbúðum Kristianstad áður en hún tók sér frí vegna barneigna. „Þær eru allar búnar að standa sig mjög vel. Við erum að spila varnarleikinn vel og halda hreinu í helmingi leikjanna í deildinni. En eftir að við misstum Margréti erum við að skora of lítið. Sif verður svo ekki með í bikarúrslitunum vegna meiðsla. Það er nánast öruggt,“ segir Elísabet. Svíar hafa lengi þótt sérstakir þegar kemur að mótafyrirkomulagi og engin breyting er á því þegar kemur að bikarúrslitaleiknum á morgun. Hann fer nefnilega fram á heimavelli Linköping. Ástæðan? „Þetta er þannig að liðið sem hefur spilað færri heimaleiki á leiðinni í úrslitin fær heimaleik. Liðin spiluðu jafnmarga heimaleiki þannig að það var kastað upp á þetta,“ segir Elísabet, en Linköping er um fjögurra tíma keyrsla frá Kristianstad. „Þetta er svolítið kjánalegt. Við reiknum því miður ekki með neitt mörgum frá okkur á leiknum, en vonumst eftir svona 100 manns.“ Leikinn má sjá í beinni útsendingu á sænska ríkissjónvarpinu í kvöld, en hann hefst klukkan 17.00.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn