Fanga hvirfilvind íslenskrar tónlistar Baldvin Þormóðsson skrifar 11. ágúst 2014 11:00 Félagarnir Mark og Chris vilja koma íslenskum tónlistarmönnum saman að spjalla um senuna. „Við vildum bara hjálpa íslensku tónlistarsenunni að koma sér á framfæri á heimsvísu,“ segir Chris Sea en hann er blaðamaður á ROK Music, nýju nettímariti sem sérhæfir sig í að kynna íslenskt tónlistarfólk fyrir heiminum. Ritstjóri tímaritsins Benjamin Mark Stacey lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og sést það greinilega á stílhreinni hönnun síðunnar. „Við erum að færast í átt að meiri podcast-pælingu,“ segir Benjamin. „Við viljum koma tónlistarmönnum saman og taka upp samræður þeirra um íslensku tónlistarsenuna og kynna þá í leiðinni,“ segir ritstjórinn en nýja podcastið ber nafnið Tónmatur og hefur þegar eitt slíkt verið sett á síðuna Rokmusic.com. „Hugmyndin að síðunni kom þegar erlendir blaðamenn voru að taka viðtal við mig í kringum Airwaves. Þá var undantekningarlaust spurt af hverju íslenska tónlistarsenan er svo virk,“ segir Benjamin. „Hugmyndin að tímaritinu er að reyna að fanga hvirfilvind íslenskrar tónlistar í rauntíma og segja heiminum frá því sem er að gerast hérna.“ Airwaves Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við vildum bara hjálpa íslensku tónlistarsenunni að koma sér á framfæri á heimsvísu,“ segir Chris Sea en hann er blaðamaður á ROK Music, nýju nettímariti sem sérhæfir sig í að kynna íslenskt tónlistarfólk fyrir heiminum. Ritstjóri tímaritsins Benjamin Mark Stacey lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og sést það greinilega á stílhreinni hönnun síðunnar. „Við erum að færast í átt að meiri podcast-pælingu,“ segir Benjamin. „Við viljum koma tónlistarmönnum saman og taka upp samræður þeirra um íslensku tónlistarsenuna og kynna þá í leiðinni,“ segir ritstjórinn en nýja podcastið ber nafnið Tónmatur og hefur þegar eitt slíkt verið sett á síðuna Rokmusic.com. „Hugmyndin að síðunni kom þegar erlendir blaðamenn voru að taka viðtal við mig í kringum Airwaves. Þá var undantekningarlaust spurt af hverju íslenska tónlistarsenan er svo virk,“ segir Benjamin. „Hugmyndin að tímaritinu er að reyna að fanga hvirfilvind íslenskrar tónlistar í rauntíma og segja heiminum frá því sem er að gerast hérna.“
Airwaves Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“