Ákvæði um mismunun reynist sumum félögum rándýrt Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. ágúst 2014 06:30 Eyjamenn voru sektaðir fyrir kynþáttaníð í garð Farids Zato. Fréttablaðið/Vilhelm Ný grein, sú sextánda, í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál hefur heldur betur látið á sig reyna á sínu fyrsta sumri í knattspyrnunni. Í henni segir: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti fimm leiki.“ Nýja ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en það felur í sér harðari viðurlög við hvers kyns mismunun. Samtals hafa þrjú íslensk félög verið sektuð um 350.000 krónur, en þetta er margföld hækkun á sektum vegna mismununar sem má á einfaldari hátt kalla kynþáttaníð. Fyrst var leikmaður Víðis í Garði úrskurðaður í fimm leikja bann í deildabikarnum fyrr í sumar fyrir að beita mótherja sinn kynþáttaníði og félagið sektað um 100.00 krónur. Sú tala meira en tvöfaldaðist svo í gær. Þá var ÍBV sektað um 150.000 krónur fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, leikmanns KR, og Víkingur í Ólafsvík fékk 100.000 króna sekt vegna framkomu Eyþórs Helga Birgissonar í garð aðstoðardómara í leik gegn Grindavík um síðustu helgi. Sextánda greinin ætlar að reynast erfið veskjum gjaldkera sumra liða en að sama skapi mikilvæg fyrir íþróttina. Viðurlögin við kynþáttaníði fyrir ekki meira en ári voru mun vægari. Ber að nefna að Keflavík fékk ekki nema 30.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns liðsins í garð Tonnys Mawejje í september á síðasta ári, en það hefur lengi verið hámarkssekt knattspyrnusambandsins. Það var ekki í fyrsta skipti sem leikmaður ÍBV varð fyrir barðinu á kynþáttaníði, en sumarið 2007 fékk Fjölnir sekt fyrir hegðan stuðningsmanna liðsins í garð Andrew Mwesigwa í 1. deildinni.. ÍBV nýtti því tækifærið í gær í yfirlýsingu sinni og fagnaði hversu hart væri tekið á málum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00 Algengt að heyra svona á vellinum en sjaldan tekið á þessu Forráðamenn ÍBV báðust afsökunar á framferð stuðningsmann liðsins í leik ÍBV og KR á dögunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en furðuðu sig á því að ekki væri oftar gripið til refsingar. 13. ágúst 2014 21:18 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Handbolti Fleiri fréttir Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Sjá meira
Ný grein, sú sextánda, í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál hefur heldur betur látið á sig reyna á sínu fyrsta sumri í knattspyrnunni. Í henni segir: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti fimm leiki.“ Nýja ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp, en það felur í sér harðari viðurlög við hvers kyns mismunun. Samtals hafa þrjú íslensk félög verið sektuð um 350.000 krónur, en þetta er margföld hækkun á sektum vegna mismununar sem má á einfaldari hátt kalla kynþáttaníð. Fyrst var leikmaður Víðis í Garði úrskurðaður í fimm leikja bann í deildabikarnum fyrr í sumar fyrir að beita mótherja sinn kynþáttaníði og félagið sektað um 100.00 krónur. Sú tala meira en tvöfaldaðist svo í gær. Þá var ÍBV sektað um 150.000 krónur fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, leikmanns KR, og Víkingur í Ólafsvík fékk 100.000 króna sekt vegna framkomu Eyþórs Helga Birgissonar í garð aðstoðardómara í leik gegn Grindavík um síðustu helgi. Sextánda greinin ætlar að reynast erfið veskjum gjaldkera sumra liða en að sama skapi mikilvæg fyrir íþróttina. Viðurlögin við kynþáttaníði fyrir ekki meira en ári voru mun vægari. Ber að nefna að Keflavík fékk ekki nema 30.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns liðsins í garð Tonnys Mawejje í september á síðasta ári, en það hefur lengi verið hámarkssekt knattspyrnusambandsins. Það var ekki í fyrsta skipti sem leikmaður ÍBV varð fyrir barðinu á kynþáttaníði, en sumarið 2007 fékk Fjölnir sekt fyrir hegðan stuðningsmanna liðsins í garð Andrew Mwesigwa í 1. deildinni.. ÍBV nýtti því tækifærið í gær í yfirlýsingu sinni og fagnaði hversu hart væri tekið á málum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00 Algengt að heyra svona á vellinum en sjaldan tekið á þessu Forráðamenn ÍBV báðust afsökunar á framferð stuðningsmann liðsins í leik ÍBV og KR á dögunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en furðuðu sig á því að ekki væri oftar gripið til refsingar. 13. ágúst 2014 21:18 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Handbolti Fleiri fréttir Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Sjá meira
Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00
Algengt að heyra svona á vellinum en sjaldan tekið á þessu Forráðamenn ÍBV báðust afsökunar á framferð stuðningsmann liðsins í leik ÍBV og KR á dögunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en furðuðu sig á því að ekki væri oftar gripið til refsingar. 13. ágúst 2014 21:18
Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46