Tækifærissinnaði eldhnötturinn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2014 09:15 Fyndin sjón blasti við þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í Laugardalslaugina í vikunni. Skjannahvítir Íslendingar skriðu úr sólarlausum fylgsnum sínum og flatmöguðu á sundlaugarbakkanum í tugatali. Ég hef aldrei skilið jafn vel líkinguna að vera eins og endurskinsmerki fyrr en nákvæmlega þarna, þar sem ég stóð á nærri ónotuðu bikiníinu og reyndi að næla mér í sólbekk innan um glaðhlakkalegar heldri vinkonur í miklum gír. „Jú, elskan mín, þú mátt færa bekkinn hvert sem þú vilt. Farðu með hann út í laug þess vegna,“ sagði ein þeirra og hrossahláturinn ómaði. Mögulega hefði verið fyndið að taka brandarann alla leið, en ég lét það vera, þáði bekkinn og kom mér fyrir. Þar sem ég lá og leyfði líkamanum að drekka í sig sólargeislana varð mér skyndilega hugsað til vinkonu minnar. Ég átti nefnilega einu sinni vinkonu sem var eins og sólin. Hún hreif alla með sér í leik, hló og gerði gys og ímyndunaraflið sem hún bjó yfir hefði getað lýst upp endurskinsmerki í svörtustu holu. Þetta var þó ekki alltaf tilfellið. Stundum lét hún eins og ég væri ekki til og virti mig ekki viðlits. Hafði ekki samband í marga daga. Ég bölvaði henni þá í sand og ösku, aldrei skyldi ég leika við hana aftur fyrst hún kom svona fram við mig. Verra var þó þegar hún var í vondu skapi. Ég vissi að það myndi ekki þýða neitt að reyna að sleikja úr henni fýluna þannig að ég setti utan á mig skráp, vonaði að þrumuskýinu létti og glampinn kæmi aftur í augun á henni. Stundum birti yfir henni og ég kastaði af mér skrápnum en svo varð skítkalt strax aftur. Eftir á að hyggja var þetta bölvaður tilfinningalegur rússíbani en sama hvað hún gerði – alltaf átti hún mig vísa tilbúna til að hlæja og leika þegar henni hentaði. Við sólina verður ekki tjónkað frekar en vinkonu mína, þetta er tækifærissinni af verstu sort. En, við erum Íslendingar, við hlaupum hlæjandi út á bakkann án þess að hika þegar hún lætur sjá sig. Og er ekki bara um að gera að njóta? Mundu bara að bera á þig sólarvörn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun
Fyndin sjón blasti við þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í Laugardalslaugina í vikunni. Skjannahvítir Íslendingar skriðu úr sólarlausum fylgsnum sínum og flatmöguðu á sundlaugarbakkanum í tugatali. Ég hef aldrei skilið jafn vel líkinguna að vera eins og endurskinsmerki fyrr en nákvæmlega þarna, þar sem ég stóð á nærri ónotuðu bikiníinu og reyndi að næla mér í sólbekk innan um glaðhlakkalegar heldri vinkonur í miklum gír. „Jú, elskan mín, þú mátt færa bekkinn hvert sem þú vilt. Farðu með hann út í laug þess vegna,“ sagði ein þeirra og hrossahláturinn ómaði. Mögulega hefði verið fyndið að taka brandarann alla leið, en ég lét það vera, þáði bekkinn og kom mér fyrir. Þar sem ég lá og leyfði líkamanum að drekka í sig sólargeislana varð mér skyndilega hugsað til vinkonu minnar. Ég átti nefnilega einu sinni vinkonu sem var eins og sólin. Hún hreif alla með sér í leik, hló og gerði gys og ímyndunaraflið sem hún bjó yfir hefði getað lýst upp endurskinsmerki í svörtustu holu. Þetta var þó ekki alltaf tilfellið. Stundum lét hún eins og ég væri ekki til og virti mig ekki viðlits. Hafði ekki samband í marga daga. Ég bölvaði henni þá í sand og ösku, aldrei skyldi ég leika við hana aftur fyrst hún kom svona fram við mig. Verra var þó þegar hún var í vondu skapi. Ég vissi að það myndi ekki þýða neitt að reyna að sleikja úr henni fýluna þannig að ég setti utan á mig skráp, vonaði að þrumuskýinu létti og glampinn kæmi aftur í augun á henni. Stundum birti yfir henni og ég kastaði af mér skrápnum en svo varð skítkalt strax aftur. Eftir á að hyggja var þetta bölvaður tilfinningalegur rússíbani en sama hvað hún gerði – alltaf átti hún mig vísa tilbúna til að hlæja og leika þegar henni hentaði. Við sólina verður ekki tjónkað frekar en vinkonu mína, þetta er tækifærissinni af verstu sort. En, við erum Íslendingar, við hlaupum hlæjandi út á bakkann án þess að hika þegar hún lætur sjá sig. Og er ekki bara um að gera að njóta? Mundu bara að bera á þig sólarvörn.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun