Matthías: Þetta er alveg hundleiðinlegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Matthías verður frá næstu vikurnar. Mynd/ikstart.no „Ég er alveg í tómu tjóni,“ segir Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður með Start í norsku úrvalsdeildinni, í samtali við Fréttablaðið, en Ísfirðingurinn verður frá næstu vikur vegna meiðsla. „Síðustu vikur er ég búinn að vera með næstum klofinn hryggjarlið neðarlega í bakinu. Ég hef ekkert náð mér alveg af þessu,“ segir Matthías sem hefur spilað meira og minna meiddur allt tímabilið en nú verður hann að segja stopp. „Ég verð að hvíla í einhvern tíma. Ég er búinn að vera að þjösnast á þessu, en það er til dæmis ekkert sérstaklega þægilegt að hoppa upp í skallaeinvígi. Það er bara ekkert vit í því að vera að spila núna. Þetta er ekki gaman, en svona er þetta. Það eru margir mikilvægir leikir hjá okkur í haust sem ég stefni á að ná,“ segir Matthías. FH-ingurinn fyrrverandi fór frábærlega af stað á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Start. Hann skoraði 18 mörk í 30 leikjum er liðið vann 1. deildina fyrir tveimur árum og fylgdi því eftir með ellefu mörkum í 25 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Nú hefur hann spilað fjórtán leiki og skorað tvö mörk. En meiðsli hafa hrjáð hann alla leiktíðina. „Maður á ekkert að vera að afsaka sig svona, en þetta byrjaði strax á undirbúningstímabilinu. Þá meiddi ég mig í ökklanum, svo meiddist ég á hné og nú þetta. Þetta er alveg hundleiðinlegt. Það er því miður ekkert víst að hvíldin virki. Kannski þarf ég að fara í uppskurð á endanum. En þangað til er betra að ég hvíli en að hafa mig joggandi inni á vellinum,“ segir Matthías. Hann vonast til að missa ekki af nema tveimur næstu leikjum Start; á móti Odd og Sogndal. Í lok mánaðar er svo tveggja vikna landsleikjahlé sem Matthías ætlar að nýta sér. „Ég efast um að ég nái leiknum gegn Sogndal, en ég stefni að því að vera klár eftir pásuna. Það versta er, að ég get bara ekkert sagt til um hvenær ég verð klár.“ -tom Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Sjá meira
„Ég er alveg í tómu tjóni,“ segir Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður með Start í norsku úrvalsdeildinni, í samtali við Fréttablaðið, en Ísfirðingurinn verður frá næstu vikur vegna meiðsla. „Síðustu vikur er ég búinn að vera með næstum klofinn hryggjarlið neðarlega í bakinu. Ég hef ekkert náð mér alveg af þessu,“ segir Matthías sem hefur spilað meira og minna meiddur allt tímabilið en nú verður hann að segja stopp. „Ég verð að hvíla í einhvern tíma. Ég er búinn að vera að þjösnast á þessu, en það er til dæmis ekkert sérstaklega þægilegt að hoppa upp í skallaeinvígi. Það er bara ekkert vit í því að vera að spila núna. Þetta er ekki gaman, en svona er þetta. Það eru margir mikilvægir leikir hjá okkur í haust sem ég stefni á að ná,“ segir Matthías. FH-ingurinn fyrrverandi fór frábærlega af stað á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Start. Hann skoraði 18 mörk í 30 leikjum er liðið vann 1. deildina fyrir tveimur árum og fylgdi því eftir með ellefu mörkum í 25 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Nú hefur hann spilað fjórtán leiki og skorað tvö mörk. En meiðsli hafa hrjáð hann alla leiktíðina. „Maður á ekkert að vera að afsaka sig svona, en þetta byrjaði strax á undirbúningstímabilinu. Þá meiddi ég mig í ökklanum, svo meiddist ég á hné og nú þetta. Þetta er alveg hundleiðinlegt. Það er því miður ekkert víst að hvíldin virki. Kannski þarf ég að fara í uppskurð á endanum. En þangað til er betra að ég hvíli en að hafa mig joggandi inni á vellinum,“ segir Matthías. Hann vonast til að missa ekki af nema tveimur næstu leikjum Start; á móti Odd og Sogndal. Í lok mánaðar er svo tveggja vikna landsleikjahlé sem Matthías ætlar að nýta sér. „Ég efast um að ég nái leiknum gegn Sogndal, en ég stefni að því að vera klár eftir pásuna. Það versta er, að ég get bara ekkert sagt til um hvenær ég verð klár.“ -tom
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Sjá meira